Gríðarleg fækkun Íslendinga á Kjammanum í Lundi Atli Ísleifsson skrifar 18. september 2018 20:30 Fyrir fimm árum var vart þverfótað fyrir Íslendingum í stúdentahverfi nokkru í háskólabænum Lundi í Svíþjóð. En eftir að barnaforgangur í stúdentaíbúðir var afnuminn heyrir nú til undantekninga að rekast á Íslending í hverfinu. Þeir eru ófáir Íslendingarnir sem hafa annað hvort sem námsmenn eða börn námsmanna búið í stúdentaíbúð við götuna Kämnärsvägen í norðausturhluta Lundar. Sú var tíðin að Íslendingar í stúdentaíbúðum hér við Kämnärsvägen í Lundi voru vel á annað hundrað á hverjum tíma. Nú eru Íslendingarnir í kringum tíu talsins og þeim fer enn fækkandi. Frá gömlu Ellefunni svokölluðu.Vísir/Egill Aðalsteinsson Forgangur barnafjölskyldna afnuminn Jón Þórir Þorvaldsson hefur búið á Kämnärsvägen, eða Kjammanum eins og hverfið hefur kallast meðal Íslendinga á svæðinu, ásamt eiginkonu sinni og tveimur dætrum frá árinu 2012. Hann útskrifast sem umhverfisverkfræðingur á næstunni og hyggst fjölskyldan því flytja aftur til Íslands. Jón Þórir segir að helsta skýring fækkunar Íslendinga í hverfinu sé að árið 2014 hafi forgangur fyrir barnafjölskyldur verið afnuminn. Þeir sem áttu börn og hugðu á háskólanám í Lundi áttu því ekki eins greiða leið að því að fá stærri námsmannaíbúð líkt og áður var. „Strax árið eftir hættir endurnýjunin sem var alltaf hérna. Einhverjir týndust út og aðrir komu inn. En það varð engin endurnýjun, það bara týndist fólk út,“ segir Jón Þórir. Einn garðanna á Kjammanum.Vísir/Egill Aðalsteinsson Leituðu út með börnin um leið og voraðiJón Þórir segir stemmninguna á Kjammanum hafa verið einstaka og að samfélag Íslendinga hafi verið gott. Yfir mesta vetrartímann hafi umgangurinn verið minni, en um leið og sólin birtist á vorin hafi sést til Íslendingana leita út í garðana með börnin. „Þá hittist maður hérna, grillaði, krakkarnir í öllum görðunum, þeir eru náttúrulega fimm hérna. Svo deildust þeir eitthvað niður. Jú það má náttúrulega kalla þetta Íslendingastemmningu. Hún var góð.“ En skyldi fjölskyldunni líða eins og síðasta bóndanum í dalnum?„Ég er aðeins búinn að hlæja að því að við verðum mögulega síðasti móhíkaninn eins og maður segir stundum.“ Dómkirkjan í Lundi.Vísir/egill aðalsteinsson Aðalbygging Háskólans í Lundi.Vísir/Egill Aðalsteinsson Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira
Fyrir fimm árum var vart þverfótað fyrir Íslendingum í stúdentahverfi nokkru í háskólabænum Lundi í Svíþjóð. En eftir að barnaforgangur í stúdentaíbúðir var afnuminn heyrir nú til undantekninga að rekast á Íslending í hverfinu. Þeir eru ófáir Íslendingarnir sem hafa annað hvort sem námsmenn eða börn námsmanna búið í stúdentaíbúð við götuna Kämnärsvägen í norðausturhluta Lundar. Sú var tíðin að Íslendingar í stúdentaíbúðum hér við Kämnärsvägen í Lundi voru vel á annað hundrað á hverjum tíma. Nú eru Íslendingarnir í kringum tíu talsins og þeim fer enn fækkandi. Frá gömlu Ellefunni svokölluðu.Vísir/Egill Aðalsteinsson Forgangur barnafjölskyldna afnuminn Jón Þórir Þorvaldsson hefur búið á Kämnärsvägen, eða Kjammanum eins og hverfið hefur kallast meðal Íslendinga á svæðinu, ásamt eiginkonu sinni og tveimur dætrum frá árinu 2012. Hann útskrifast sem umhverfisverkfræðingur á næstunni og hyggst fjölskyldan því flytja aftur til Íslands. Jón Þórir segir að helsta skýring fækkunar Íslendinga í hverfinu sé að árið 2014 hafi forgangur fyrir barnafjölskyldur verið afnuminn. Þeir sem áttu börn og hugðu á háskólanám í Lundi áttu því ekki eins greiða leið að því að fá stærri námsmannaíbúð líkt og áður var. „Strax árið eftir hættir endurnýjunin sem var alltaf hérna. Einhverjir týndust út og aðrir komu inn. En það varð engin endurnýjun, það bara týndist fólk út,“ segir Jón Þórir. Einn garðanna á Kjammanum.Vísir/Egill Aðalsteinsson Leituðu út með börnin um leið og voraðiJón Þórir segir stemmninguna á Kjammanum hafa verið einstaka og að samfélag Íslendinga hafi verið gott. Yfir mesta vetrartímann hafi umgangurinn verið minni, en um leið og sólin birtist á vorin hafi sést til Íslendingana leita út í garðana með börnin. „Þá hittist maður hérna, grillaði, krakkarnir í öllum görðunum, þeir eru náttúrulega fimm hérna. Svo deildust þeir eitthvað niður. Jú það má náttúrulega kalla þetta Íslendingastemmningu. Hún var góð.“ En skyldi fjölskyldunni líða eins og síðasta bóndanum í dalnum?„Ég er aðeins búinn að hlæja að því að við verðum mögulega síðasti móhíkaninn eins og maður segir stundum.“ Dómkirkjan í Lundi.Vísir/egill aðalsteinsson Aðalbygging Háskólans í Lundi.Vísir/Egill Aðalsteinsson
Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira