Erlent

Ríkislögreglustjóri Hondúras sakaður um aðild að fíkniefnasmygli

Kjartan Kjartansson skrifar
Omar Rivera, formaður nefndar sem hefur unnið að því að uppræta spillingu innan ríkislögreglu Hondúras, segir að Aguilar verði rannsakaður.
Omar Rivera, formaður nefndar sem hefur unnið að því að uppræta spillingu innan ríkislögreglu Hondúras, segir að Aguilar verði rannsakaður. Vísir/AFP
Nýskipaður ríkislögreglustjóri Hondúras hjálpað forsprökkum fíkniefnasmyglhrings að flytja nærri því tonn af kókaíni árið 2013 samkvæmt öryggisskýrslu ríkisstjórnar landsins. AP-fréttastofan segir að spilltir lögreglumenn hafi fylgt sendingunni heim til dæmds fíkniefnasmyglara.

José David Aguilar Morán tók við embættinu í síðustu viku og lofaði að halda áfram að vinna bug á spillingu og samkurli við fíkniefnasmyglhringi.

Í frétt AP kemur fram að Aguilar hafi verið yfirmaður leyniþjónustu ríkislögreglunnar þegar hann tók þátt í smyglinu. Hann hafi gripið inn í þegar lögreglumaður var stöðvaður með sendinguna sem var flutt í tankbíl. Skipaði Augilar lægra settum lögreglumanni að sleppa þeim sem hafði verið stöðvaður og skila sendingunni.

Innri eftiritsmaður öryggismálaráðuneytis landsins vann skýrsluna sem AP vitnar í. Götuverðmæti efnanna er talið meira en tuttugu milljónir dollara.

Yfirmaður sérstakrar nefndar sem hefur rekið fleiri en fjögur þúsund starfsmenn ríkislögreglunnar hélt blaðamannafund í gær þar sem hann neitaði því að ríkislögreglan hefði upplýsingar um skýrsluna sem AP hefur undir höndum. Aguilar yrði hins vegar tekinn til skoðunar aftur.

Ríkisstjórn Hondúras fullyrðir að skýrslan sé fölsuð. Hún beri fullt traust til Aguilar og að ríkislögreglan verði fyrirmynd annarra í heimshlutanum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.