Forstjóri Korean Air rekur dætur sínar vegna misbeitingar valds Birgir Olgeirsson skrifar 22. apríl 2018 23:00 Cho Hyun-ah þegar hún var í haldi vegna skandalsins árið 2014. Vísir/Getty Forstjóri suður kóreska flugfélagsins Korean Air hefur gefið út að dætur hans tvær muni hætta störfum hjá flugfélaginu vegna tveggja aðskildra atvika þar sem þær eru sagðar hafa misnotað stöðu sína innan fyrirtækisins. Lögreglan er með yngstu dóttur forstjórans, Cho Hyun-min, til rannsóknar vegna ásakana um að hafa skvett vatni á samstarfsfélaga sinn. Eldri systir hennar er þekkt fyrir að hafa tafið brottför flugs árið 2014 vegna hnetupoka. Var hún fangelsuð vegna málsins. Faðirinn, Cho Yang-ho, hefur sent frá yfirlýsingu þar sem hann biður kóresku þjóðina og starfsmenn sína afsökunar á framferði dætra sinna. Hann sagði dætur sínar verða sviptar allri ábyrgð innan flugfélagsins.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir bæði mál dætranna hafa ratað í sviðsljós fjölmiðla í Kóreu og vakið upp umræðu um kóreskan-vinnumarkað. Þar ráða ríkjum fjölskyldufyrirtæki sem eru kölluð chaebols í Suður Kóreu. Cho Hyun-min, sem er einnig þekkt undir nafninu Emily, var varaforstjóri flugfélagsins, en hún er sögð hafa misst stjórn á skapi sínu því henni mislíkaði svar sem hún fékk á fundi. Hún neitaði að hafa skvett vatni en viðurkenndi að hafa ýtt auglýsingastjóranum. Fjöldi steig fram og krafðist þess að henni yrði vikið frá störfum. Flugfélagið var nú þegar undir miklum þrýstingi vegna elstu dóttur forstjórans, Cho Hyun-ah, sem varð bálreið þegar henni voru færðar makademíuhnetur í poka en ekki á disk í flugi New York til Seoul í Suður Kóreu fyrir fjórum árum. Hún var fundin sek um að hafa ógnað flugöryggi og fyrir að misnota vald sitt og var dæmd til fimm mánaða fangelsisvistar. Systurnar eru barnabörn stofnanda Hanjin Group, sem er eitt af stærstu viðskiptaveldum Suður Kóreu. Bróðir þeirra, Cho Won-tae, er einn af æðstu stjórnendum Korean Air. BBC segir lögreglu hafa leitað á skrifstofum og heimilum systkinanna síðastliðinn fimmtudag vegna ásakana um að þau hefðu komist hjá því að greiða gjöld af lúxusvarningi. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fleiri fréttir Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Sjá meira
Forstjóri suður kóreska flugfélagsins Korean Air hefur gefið út að dætur hans tvær muni hætta störfum hjá flugfélaginu vegna tveggja aðskildra atvika þar sem þær eru sagðar hafa misnotað stöðu sína innan fyrirtækisins. Lögreglan er með yngstu dóttur forstjórans, Cho Hyun-min, til rannsóknar vegna ásakana um að hafa skvett vatni á samstarfsfélaga sinn. Eldri systir hennar er þekkt fyrir að hafa tafið brottför flugs árið 2014 vegna hnetupoka. Var hún fangelsuð vegna málsins. Faðirinn, Cho Yang-ho, hefur sent frá yfirlýsingu þar sem hann biður kóresku þjóðina og starfsmenn sína afsökunar á framferði dætra sinna. Hann sagði dætur sínar verða sviptar allri ábyrgð innan flugfélagsins.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir bæði mál dætranna hafa ratað í sviðsljós fjölmiðla í Kóreu og vakið upp umræðu um kóreskan-vinnumarkað. Þar ráða ríkjum fjölskyldufyrirtæki sem eru kölluð chaebols í Suður Kóreu. Cho Hyun-min, sem er einnig þekkt undir nafninu Emily, var varaforstjóri flugfélagsins, en hún er sögð hafa misst stjórn á skapi sínu því henni mislíkaði svar sem hún fékk á fundi. Hún neitaði að hafa skvett vatni en viðurkenndi að hafa ýtt auglýsingastjóranum. Fjöldi steig fram og krafðist þess að henni yrði vikið frá störfum. Flugfélagið var nú þegar undir miklum þrýstingi vegna elstu dóttur forstjórans, Cho Hyun-ah, sem varð bálreið þegar henni voru færðar makademíuhnetur í poka en ekki á disk í flugi New York til Seoul í Suður Kóreu fyrir fjórum árum. Hún var fundin sek um að hafa ógnað flugöryggi og fyrir að misnota vald sitt og var dæmd til fimm mánaða fangelsisvistar. Systurnar eru barnabörn stofnanda Hanjin Group, sem er eitt af stærstu viðskiptaveldum Suður Kóreu. Bróðir þeirra, Cho Won-tae, er einn af æðstu stjórnendum Korean Air. BBC segir lögreglu hafa leitað á skrifstofum og heimilum systkinanna síðastliðinn fimmtudag vegna ásakana um að þau hefðu komist hjá því að greiða gjöld af lúxusvarningi.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fleiri fréttir Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Sjá meira