Lokun bandarískra alríkisstofnana varir fram á nýtt ár Kjartan Kjartansson skrifar 27. desember 2018 23:42 Raskanir hafa orðið á sorphirðu í Washington-borg vegna lokunar hluta alríkisstjórnarinnar. Vísir/EPA Bandaríkjaþing mun ekki greiða atkvæði um nýtt útgjaldafrumvarp fyrir áramót svo ljóst að starfsmenn alríkisstofnana sem lokuðu í síðustu viku verða áfram launalausir inn í nýtt ár. Krafa Donalds Trump forseta um fé í landamæramúr kemur í veg fyrir að þingið samþykkti nýtt frumvarp. Um þriðjungur stofnana bandarísku alríkisstjórnarinnar hefur verið lokaður í rúma fimm daga. Þinginu hafði þá mistekist að samþykkja fjárlagafrumvarp sem hefði fjármagnað rekstur stofnananna. Öldungadeildin hafði samþykkt slíkt frumvarp en það dó drottni sínum eftir að Trump lýsti því yfir að hann myndi ekki staðfesta lögin með undirskrift sinni nema hann fengi fimm milljarða dollara í byggingu múrs á landamærunum að Mexíkó.Washington Post segir að þingmönnum hafi verið sagt í dag að engin atkvæðagreiðsla fari fram um fjárlagafrumvarp á þessu ári. Engin merki sé um að viðræður séu í gangi um slíkt frumvarp. Á meðan sitja hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna annað hvort heima eða vinna launalaust. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins. Fulltrúadeildin samþykkti eigin útgáfu af útgjaldafrumvarpi fyrir jól en sextíu atkvæði þarf í öldungadeildinni til að samþykkja frumvarp. Demókratar hafa boðið Trump nokkuð lægri upphæð í landamæraeftirlit en ekki í múrinn. Demókratar taka við meirihluta í fulltrúadeild þingsins 3. janúar og eru þeir sagðir leggja drög að frumvarpi til að hægt verði að opna alríkisstofnanir sem fyrst. Nancy Pelosi, líklegur forseti fulltrúadeildarinnar, segir að það frumvarp muni ekki fela í sér fjárveitingu til landamæramúrs Trump. Deilur um fjárlög hafa verið tíðar í Washington-borg undanfarin ár. Bandaríkjaþingi hefur ekki tekist að koma sér saman um fjárlög alríkisstjórnarinnar og hefur því samþykkt tímabundin útgjaldafrumvörp til nokkurra vikna eða mánaða í senn til að halda alríkisstofnunum opnum. Trump heldur áfram að kenna demókrötum um lokunina og sakar þá um að vera á móti „landamæraöryggi“. Ný skoðanakönnun Reuters bendir hins vegar til þess að fleiri Bandaríkjamenn kenni forsetanum um stöðuna. Þannig sögðust 47% svarenda telja Trump ábyrgan fyrir lokun alríkisstjórnarinnar en þriðjungur demókrötum á þingi. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkisstofnanir lokaðar þar til Trump fær múrinn sinn Óljóst er hvenær ríkisstofnanirnar verða opnaðar á ný en í gær sagði hann að starfsemi þeirra myndu ekki hefjast fyrr en hann hefur fengið fimm milljarða Bandaríkjadala fyrir byggingu múrsins. 26. desember 2018 11:02 Ekki sér fyrir endann á lokun ríkisstofnana í Bandaríkjunum Lokun hluta ríkisstofnana Bandaríkjanna mun að öllum líkindum vara fram yfir jól. Þetta varð ljóst eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings kom saman og náði ekki samkomulagi um fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 22. desember 2018 21:07 Fjórðungi ríkisstofnana lokað Fjórðungi ríkisstofnana í Bandaríkjunum var lokað á miðnætti að staðartíma því þingmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins náðu ekki samkomulagi vegna fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 22. desember 2018 10:00 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Bandaríkjaþing mun ekki greiða atkvæði um nýtt útgjaldafrumvarp fyrir áramót svo ljóst að starfsmenn alríkisstofnana sem lokuðu í síðustu viku verða áfram launalausir inn í nýtt ár. Krafa Donalds Trump forseta um fé í landamæramúr kemur í veg fyrir að þingið samþykkti nýtt frumvarp. Um þriðjungur stofnana bandarísku alríkisstjórnarinnar hefur verið lokaður í rúma fimm daga. Þinginu hafði þá mistekist að samþykkja fjárlagafrumvarp sem hefði fjármagnað rekstur stofnananna. Öldungadeildin hafði samþykkt slíkt frumvarp en það dó drottni sínum eftir að Trump lýsti því yfir að hann myndi ekki staðfesta lögin með undirskrift sinni nema hann fengi fimm milljarða dollara í byggingu múrs á landamærunum að Mexíkó.Washington Post segir að þingmönnum hafi verið sagt í dag að engin atkvæðagreiðsla fari fram um fjárlagafrumvarp á þessu ári. Engin merki sé um að viðræður séu í gangi um slíkt frumvarp. Á meðan sitja hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna annað hvort heima eða vinna launalaust. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins. Fulltrúadeildin samþykkti eigin útgáfu af útgjaldafrumvarpi fyrir jól en sextíu atkvæði þarf í öldungadeildinni til að samþykkja frumvarp. Demókratar hafa boðið Trump nokkuð lægri upphæð í landamæraeftirlit en ekki í múrinn. Demókratar taka við meirihluta í fulltrúadeild þingsins 3. janúar og eru þeir sagðir leggja drög að frumvarpi til að hægt verði að opna alríkisstofnanir sem fyrst. Nancy Pelosi, líklegur forseti fulltrúadeildarinnar, segir að það frumvarp muni ekki fela í sér fjárveitingu til landamæramúrs Trump. Deilur um fjárlög hafa verið tíðar í Washington-borg undanfarin ár. Bandaríkjaþingi hefur ekki tekist að koma sér saman um fjárlög alríkisstjórnarinnar og hefur því samþykkt tímabundin útgjaldafrumvörp til nokkurra vikna eða mánaða í senn til að halda alríkisstofnunum opnum. Trump heldur áfram að kenna demókrötum um lokunina og sakar þá um að vera á móti „landamæraöryggi“. Ný skoðanakönnun Reuters bendir hins vegar til þess að fleiri Bandaríkjamenn kenni forsetanum um stöðuna. Þannig sögðust 47% svarenda telja Trump ábyrgan fyrir lokun alríkisstjórnarinnar en þriðjungur demókrötum á þingi.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkisstofnanir lokaðar þar til Trump fær múrinn sinn Óljóst er hvenær ríkisstofnanirnar verða opnaðar á ný en í gær sagði hann að starfsemi þeirra myndu ekki hefjast fyrr en hann hefur fengið fimm milljarða Bandaríkjadala fyrir byggingu múrsins. 26. desember 2018 11:02 Ekki sér fyrir endann á lokun ríkisstofnana í Bandaríkjunum Lokun hluta ríkisstofnana Bandaríkjanna mun að öllum líkindum vara fram yfir jól. Þetta varð ljóst eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings kom saman og náði ekki samkomulagi um fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 22. desember 2018 21:07 Fjórðungi ríkisstofnana lokað Fjórðungi ríkisstofnana í Bandaríkjunum var lokað á miðnætti að staðartíma því þingmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins náðu ekki samkomulagi vegna fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 22. desember 2018 10:00 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Ríkisstofnanir lokaðar þar til Trump fær múrinn sinn Óljóst er hvenær ríkisstofnanirnar verða opnaðar á ný en í gær sagði hann að starfsemi þeirra myndu ekki hefjast fyrr en hann hefur fengið fimm milljarða Bandaríkjadala fyrir byggingu múrsins. 26. desember 2018 11:02
Ekki sér fyrir endann á lokun ríkisstofnana í Bandaríkjunum Lokun hluta ríkisstofnana Bandaríkjanna mun að öllum líkindum vara fram yfir jól. Þetta varð ljóst eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings kom saman og náði ekki samkomulagi um fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 22. desember 2018 21:07
Fjórðungi ríkisstofnana lokað Fjórðungi ríkisstofnana í Bandaríkjunum var lokað á miðnætti að staðartíma því þingmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins náðu ekki samkomulagi vegna fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 22. desember 2018 10:00