Ættingjar gagnrýna íhaldsmenn fyrir að nota morð ungrar konu í pólitískum tilgangi Samúel Karl Ólason skrifar 23. ágúst 2018 12:04 Mollie Tibbetts hafði verið saknað frá 18. júlí en lík hennar fannst í vikunni. Vísir/AP Ættingjar Mollie Tibbetts haffa stigið fram og gagnrýnt hvernig íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa notað morð hennar í pólitískum tilgangi. Ólöglegur innflytjandi hefur verið ákærður fyrir morð hennar og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar hafa haldið því fram að morð hennar sýni fram á nauðsyn þess að taka á innflytjendamálum Bandaríkjanna og jafnvel nauðsyn þessa að byggja vegg á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna.Sjá einnig: Notar morðið á Tibbetts til að gagnrýna „vonlaus“ innflytjendalögFrænka Tibbetts, Billie Jo Calderwood, skrifaði á Facebook á þriðjudaginn að fjölskyldan hefði fengið stuðning frá vinum af öllum þjóðernum og kynþáttum. „Vinsamlegast munið að illska er í ÖLLUM litum,“ skrifaði Calderwood. Önnur frænka hennar, Sam Lucas, fékk nóg þegar hún las tíst um Tibbetts. Þær voru fjarskyldar og Lucas segist ekki hafa ætlað sér að vera einhverskonar talskona fjölskyldunnar. Hins vegar finnist henni óþolandi að morð frænku sinnar sé notað í pólitískum tilgangi. Það kom henni á óvart hve fljótt það gerðist. „Ja hérna, ættingjar mínir misstu fjölskyldumeðlim og þetta eru fyrstu viðbrögðin,“ sagði Lucas við Washington Post.and fyi @RealCandaceO, my whole family is hurting right now and you’re not helping. you’re despicable and this is so far from the loving and kind soul that mollie was. my prayers go out to you in hopes that maybe you’ll become a better person. not hedging my bets tho. — sam (@samlucasss) August 22, 2018 Frá því hún birti tístið segist Lucas hafa orðið fyrir miklu áreiti. Þar á meðal hafi fólk óskað þess að hún hefði verið myrt en ekki Tibbetts. Hún segist skilja að umræða um innflytjendur í Bandaríkjanna þurfi að eiga sér stað en tekur fyrir að sú umræða eigi að snúast um frænku sína. „Fólk er að segja: „Ef við værum með betra landamæraeftirlit, væri frænka þín á lífi“. Það er mögulega satt en fullt af ungum konum eru myrtar af löglegum innflytjendum eða fólki sem fæddist hérna.“ Umræða Repúblikana virðist að mestu leyti byggja á þeirri hugmynd að innflytjendur fremja fjölmarga glæpi. Rannsóknir hafa þó sýnt fram á hið gagnstæða. Að innflytjendur í Bandaríkjunum fremji færri glæpi en þeir sem fæðast í Bandaríkjunum og að fleiri innflytjendur leiði ekki til fleiri glæpa. Buzzfeed hefur tekið nokkrar slíkar rannsóknir saman.Óljóst er hvort að Cristhian Rivera, sem sakaður er um að hafa myrt Tibbetts, hafi verið í Bandaríkjunum ólöglega. Lögfræðingur hans hefur sagt að hann hafi verið með atvinnuleyfi en landamæraeftirlit Bandaríkjanna segir svo ekki vera. Bandaríkin Tengdar fréttir Hinn seki leiddi lögreglu að líki FitBit-stúlkunnar Hin tvítuga Mollie Tibbetts, sem saknað hafði verið frá 18. júlí, fannst látin á kornakri í gær eftir að maðurinn sem grunaður er um morðið leiddi lögreglu að líkinu. 22. ágúst 2018 00:31 Notar morðið á Tibbetts til að gagnrýna „vonlaus“ innflytjendalög Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær myndband á Twitter-reikningi sínum þar sem hann notar morðið á Mollie Tibbetts til þess að kalla eftir hertri innflytjendalöggjöf í Bandaríkjunum. 23. ágúst 2018 07:41 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Ættingjar Mollie Tibbetts haffa stigið fram og gagnrýnt hvernig íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa notað morð hennar í pólitískum tilgangi. Ólöglegur innflytjandi hefur verið ákærður fyrir morð hennar og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar hafa haldið því fram að morð hennar sýni fram á nauðsyn þess að taka á innflytjendamálum Bandaríkjanna og jafnvel nauðsyn þessa að byggja vegg á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna.Sjá einnig: Notar morðið á Tibbetts til að gagnrýna „vonlaus“ innflytjendalögFrænka Tibbetts, Billie Jo Calderwood, skrifaði á Facebook á þriðjudaginn að fjölskyldan hefði fengið stuðning frá vinum af öllum þjóðernum og kynþáttum. „Vinsamlegast munið að illska er í ÖLLUM litum,“ skrifaði Calderwood. Önnur frænka hennar, Sam Lucas, fékk nóg þegar hún las tíst um Tibbetts. Þær voru fjarskyldar og Lucas segist ekki hafa ætlað sér að vera einhverskonar talskona fjölskyldunnar. Hins vegar finnist henni óþolandi að morð frænku sinnar sé notað í pólitískum tilgangi. Það kom henni á óvart hve fljótt það gerðist. „Ja hérna, ættingjar mínir misstu fjölskyldumeðlim og þetta eru fyrstu viðbrögðin,“ sagði Lucas við Washington Post.and fyi @RealCandaceO, my whole family is hurting right now and you’re not helping. you’re despicable and this is so far from the loving and kind soul that mollie was. my prayers go out to you in hopes that maybe you’ll become a better person. not hedging my bets tho. — sam (@samlucasss) August 22, 2018 Frá því hún birti tístið segist Lucas hafa orðið fyrir miklu áreiti. Þar á meðal hafi fólk óskað þess að hún hefði verið myrt en ekki Tibbetts. Hún segist skilja að umræða um innflytjendur í Bandaríkjanna þurfi að eiga sér stað en tekur fyrir að sú umræða eigi að snúast um frænku sína. „Fólk er að segja: „Ef við værum með betra landamæraeftirlit, væri frænka þín á lífi“. Það er mögulega satt en fullt af ungum konum eru myrtar af löglegum innflytjendum eða fólki sem fæddist hérna.“ Umræða Repúblikana virðist að mestu leyti byggja á þeirri hugmynd að innflytjendur fremja fjölmarga glæpi. Rannsóknir hafa þó sýnt fram á hið gagnstæða. Að innflytjendur í Bandaríkjunum fremji færri glæpi en þeir sem fæðast í Bandaríkjunum og að fleiri innflytjendur leiði ekki til fleiri glæpa. Buzzfeed hefur tekið nokkrar slíkar rannsóknir saman.Óljóst er hvort að Cristhian Rivera, sem sakaður er um að hafa myrt Tibbetts, hafi verið í Bandaríkjunum ólöglega. Lögfræðingur hans hefur sagt að hann hafi verið með atvinnuleyfi en landamæraeftirlit Bandaríkjanna segir svo ekki vera.
Bandaríkin Tengdar fréttir Hinn seki leiddi lögreglu að líki FitBit-stúlkunnar Hin tvítuga Mollie Tibbetts, sem saknað hafði verið frá 18. júlí, fannst látin á kornakri í gær eftir að maðurinn sem grunaður er um morðið leiddi lögreglu að líkinu. 22. ágúst 2018 00:31 Notar morðið á Tibbetts til að gagnrýna „vonlaus“ innflytjendalög Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær myndband á Twitter-reikningi sínum þar sem hann notar morðið á Mollie Tibbetts til þess að kalla eftir hertri innflytjendalöggjöf í Bandaríkjunum. 23. ágúst 2018 07:41 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Hinn seki leiddi lögreglu að líki FitBit-stúlkunnar Hin tvítuga Mollie Tibbetts, sem saknað hafði verið frá 18. júlí, fannst látin á kornakri í gær eftir að maðurinn sem grunaður er um morðið leiddi lögreglu að líkinu. 22. ágúst 2018 00:31
Notar morðið á Tibbetts til að gagnrýna „vonlaus“ innflytjendalög Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær myndband á Twitter-reikningi sínum þar sem hann notar morðið á Mollie Tibbetts til þess að kalla eftir hertri innflytjendalöggjöf í Bandaríkjunum. 23. ágúst 2018 07:41