Vildi vita hvort ráðlegt væri að náða Manafort Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. ágúst 2018 21:24 Trump er afar ósáttur með meðferðina sem Paul Manafort hefur fengið. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti leitaði fyrir nokkrum vikum ráða hjá lögmannateymi sínu um það hvort ráðlegt væri að náða Paul Manafort, fyrrum kosningastjóra forsetans. Þetta sagði Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, í viðtali við Washington Post í dag. Manafort var á þriðjudaginn fundinn sekur um banka- og skattsvik, auk þess að fela erlenda bankareikninga, en hann er sagður hafa opnað fleiri en þrjátíu bankareikninga í þremur erlendum ríkjum til þess að taka við og fela tugi milljóna dollara sem hann þáði frá úkraínskum stjórnvöldum fyrir bandarískum skattyfirvöldum. Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lýst yfir vanþóknun sinni á því að Manafort hafi verið til rannsóknar og síðar meir ákærður en það var gert fyrir tilstilli sérstaks saksóknara bandaríska dómsmálaráðuneytisins, Roberts Muellers en Mueller leiðir hina svokölluðu Rússarannsókn, sem ætlað er að varpa ljósi á hvort Trump hefði þegið hjálp frá Rússum við að vinna forsetakosningarnar 2016. Mueller hefur ákært fjölmarga Rússa fyrir tölvuárásir gegn Demókrataflokknum og aðra glæpi tengda forsetakosningunum 2016. Margir aðrir eru til rannsóknar og þeirra á meðal er Donald Trump yngri fyrir fund hans með útsendurum Rússlands í Trump-turninum í New York.Ráðlögðu Trump að bíða með náðumLögmenn Trumps ráðlögðu honum að bíða með að náða Manafort þar til rannsókn Mueller yrði lokið og sagði Giuliani að Trump hefði verið sammála lögmönnum sínum og ekki aðhafst meira í málinu. Þá sagði Giuliani málið vera afar furðulegt og sagði að best væri að fara að öllu með gát í málum sem þessu þar sem almenningsálit hefði mikið um niðurstöðu málsins að segja. Að lokum bætti lögmaðurinn því við að forsetanum fyndist illa farið með kosningastjórann fyrrverandi en hann hefur ítrekað kallað rannsóknina í heild sinni „ósanngjarnar nornaveiðar.“ Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump segist geta tekið yfir Rússarannsóknina Hann sagði einu ástæðuna fyrir því að rannsókn sérstaka saksóknarans Robert Mueller stæði enn yfir vera þá að hann hefði ekki ákveðið enn að binda enda á hana. 21. ágúst 2018 11:03 Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20 Segir að vantrauststillaga myndi fella efnahag Bandaríkjanna Trump segir að efnahagur Bandaríkjanna muni hrynja, verði lögð fram vantrauststillaga gegn honum. 23. ágúst 2018 14:30 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti leitaði fyrir nokkrum vikum ráða hjá lögmannateymi sínu um það hvort ráðlegt væri að náða Paul Manafort, fyrrum kosningastjóra forsetans. Þetta sagði Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, í viðtali við Washington Post í dag. Manafort var á þriðjudaginn fundinn sekur um banka- og skattsvik, auk þess að fela erlenda bankareikninga, en hann er sagður hafa opnað fleiri en þrjátíu bankareikninga í þremur erlendum ríkjum til þess að taka við og fela tugi milljóna dollara sem hann þáði frá úkraínskum stjórnvöldum fyrir bandarískum skattyfirvöldum. Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lýst yfir vanþóknun sinni á því að Manafort hafi verið til rannsóknar og síðar meir ákærður en það var gert fyrir tilstilli sérstaks saksóknara bandaríska dómsmálaráðuneytisins, Roberts Muellers en Mueller leiðir hina svokölluðu Rússarannsókn, sem ætlað er að varpa ljósi á hvort Trump hefði þegið hjálp frá Rússum við að vinna forsetakosningarnar 2016. Mueller hefur ákært fjölmarga Rússa fyrir tölvuárásir gegn Demókrataflokknum og aðra glæpi tengda forsetakosningunum 2016. Margir aðrir eru til rannsóknar og þeirra á meðal er Donald Trump yngri fyrir fund hans með útsendurum Rússlands í Trump-turninum í New York.Ráðlögðu Trump að bíða með náðumLögmenn Trumps ráðlögðu honum að bíða með að náða Manafort þar til rannsókn Mueller yrði lokið og sagði Giuliani að Trump hefði verið sammála lögmönnum sínum og ekki aðhafst meira í málinu. Þá sagði Giuliani málið vera afar furðulegt og sagði að best væri að fara að öllu með gát í málum sem þessu þar sem almenningsálit hefði mikið um niðurstöðu málsins að segja. Að lokum bætti lögmaðurinn því við að forsetanum fyndist illa farið með kosningastjórann fyrrverandi en hann hefur ítrekað kallað rannsóknina í heild sinni „ósanngjarnar nornaveiðar.“
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump segist geta tekið yfir Rússarannsóknina Hann sagði einu ástæðuna fyrir því að rannsókn sérstaka saksóknarans Robert Mueller stæði enn yfir vera þá að hann hefði ekki ákveðið enn að binda enda á hana. 21. ágúst 2018 11:03 Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20 Segir að vantrauststillaga myndi fella efnahag Bandaríkjanna Trump segir að efnahagur Bandaríkjanna muni hrynja, verði lögð fram vantrauststillaga gegn honum. 23. ágúst 2018 14:30 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Trump segist geta tekið yfir Rússarannsóknina Hann sagði einu ástæðuna fyrir því að rannsókn sérstaka saksóknarans Robert Mueller stæði enn yfir vera þá að hann hefði ekki ákveðið enn að binda enda á hana. 21. ágúst 2018 11:03
Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20
Segir að vantrauststillaga myndi fella efnahag Bandaríkjanna Trump segir að efnahagur Bandaríkjanna muni hrynja, verði lögð fram vantrauststillaga gegn honum. 23. ágúst 2018 14:30