7 sigrar og 27 mörk hjá Liverpool á undirbúningstímabilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2018 12:00 Daniel Sturridge fagnar einu af sex mörkum sínum á undirbúningstímabilnu. Vísir/Getty Gekk kannski aðeins of vel hjá Liverpool-liðinu á undirbúningstímabilinu? Pressan er allavega komin á Liverpool liðið eftir hvern stórsigurinn á fætur öðrum í aðdraganda tímabilsins og það er búist við miklu af lærisveinum Jürgen Klopp í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Liverpool endaði stórglæsilegt undirbúningstímabil með 3-1 sigri á ítalska liðinu Torino á Anfield í gær. Liðið mætir síðan West Ham United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um næstu helgi. Þetta var sjöundi sigurleikur Liverpool á undirbúningstímabilinu þar sem liðið skoraði 27 mörk í 9 leikjum eða þrjú mörk að meðaltali í leik. Í sumar hefur farið saman frábær frammistaða á markaðnum og frábær frammistaða í æfingaleikjunum. Það er því ekkert skrýtið að stuðningsmenn Liverpool dreymi um fyrsta meistaratitlinn í 29 ár (frá 1989-90). Liverpool var mjög stórtækt á leikmannamarkaðnum í sumar og keypti fjóra mjög öfluga leikmenn. Þar á meðal voru tveir miðjumenn og markvörður en liðið þurfti vissulega á hjálp að halda í þessar stöður. Bestu fréttirnir voru eflaust kaupin á brasilíska markverðinum Alisson. Það er eitt sem ætti kannski að hræða andstæðinga Liverpool mest. Liverpool skoraði nefnilega 27 mörk í æfingaleikjum sínum en Mohamed Salah skoraði aðeins tvö þeirra. Þeir ættu því að eiga hann inni. Salah skoraði 44 mörk á sínu fyrsta tímabili með Liverpool þar af 32 þeirra í ensku úrvalsdeildinni. Daniel Sturridge minnti aftur á móti vel á sig á þessu undirbúningstímabili og var langmarkahæsti leikmaður Liverpool-liðsins með sex mörk. Hann skoraði í sigurleikjunum á Chester (2), Blackburn Rovers, Manchester United, Napoli og Torino. Fyrsti þrír leikir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni eru á móti West Ham United, Crystal Palace og Brighton & Hove Albion. Það er því allt til alls hjá liðinu til að byrja tímabilið sterkt.Leikir Liverpool á undirbúningstímabilinu: 7-0 sigur á Chester 3-2 sigur á Tranmere Rovers 0-0 jafntefli við Bury 2-0 sigur á Blackburn Rovers 3-1 tap fyrir Borussia Dortmund 2-1 sigur á Manchester City 4-1 sigur á Manchester United 5-0 sigur á Napoli 3-1 sigur á TorinoSamantekt:9 leikir 7 sigrar 1 jafntefli 1 tapMarkatalan: +1927 mörk skoruð 8 mörk fengin á sig Enski boltinn Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Sjá meira
Gekk kannski aðeins of vel hjá Liverpool-liðinu á undirbúningstímabilinu? Pressan er allavega komin á Liverpool liðið eftir hvern stórsigurinn á fætur öðrum í aðdraganda tímabilsins og það er búist við miklu af lærisveinum Jürgen Klopp í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Liverpool endaði stórglæsilegt undirbúningstímabil með 3-1 sigri á ítalska liðinu Torino á Anfield í gær. Liðið mætir síðan West Ham United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um næstu helgi. Þetta var sjöundi sigurleikur Liverpool á undirbúningstímabilinu þar sem liðið skoraði 27 mörk í 9 leikjum eða þrjú mörk að meðaltali í leik. Í sumar hefur farið saman frábær frammistaða á markaðnum og frábær frammistaða í æfingaleikjunum. Það er því ekkert skrýtið að stuðningsmenn Liverpool dreymi um fyrsta meistaratitlinn í 29 ár (frá 1989-90). Liverpool var mjög stórtækt á leikmannamarkaðnum í sumar og keypti fjóra mjög öfluga leikmenn. Þar á meðal voru tveir miðjumenn og markvörður en liðið þurfti vissulega á hjálp að halda í þessar stöður. Bestu fréttirnir voru eflaust kaupin á brasilíska markverðinum Alisson. Það er eitt sem ætti kannski að hræða andstæðinga Liverpool mest. Liverpool skoraði nefnilega 27 mörk í æfingaleikjum sínum en Mohamed Salah skoraði aðeins tvö þeirra. Þeir ættu því að eiga hann inni. Salah skoraði 44 mörk á sínu fyrsta tímabili með Liverpool þar af 32 þeirra í ensku úrvalsdeildinni. Daniel Sturridge minnti aftur á móti vel á sig á þessu undirbúningstímabili og var langmarkahæsti leikmaður Liverpool-liðsins með sex mörk. Hann skoraði í sigurleikjunum á Chester (2), Blackburn Rovers, Manchester United, Napoli og Torino. Fyrsti þrír leikir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni eru á móti West Ham United, Crystal Palace og Brighton & Hove Albion. Það er því allt til alls hjá liðinu til að byrja tímabilið sterkt.Leikir Liverpool á undirbúningstímabilinu: 7-0 sigur á Chester 3-2 sigur á Tranmere Rovers 0-0 jafntefli við Bury 2-0 sigur á Blackburn Rovers 3-1 tap fyrir Borussia Dortmund 2-1 sigur á Manchester City 4-1 sigur á Manchester United 5-0 sigur á Napoli 3-1 sigur á TorinoSamantekt:9 leikir 7 sigrar 1 jafntefli 1 tapMarkatalan: +1927 mörk skoruð 8 mörk fengin á sig
Enski boltinn Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Sjá meira