Auðjöfur hyggst greiða allar sektir vegna búrkubannsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. ágúst 2018 10:47 Rachid Nekkaz er franskur auðjöfur af alsírskum uppruna. Hann hyggst framvegis greiða allar sektir kvenna vegna búrkubannsins. Vísir/ap Franski auðjöfurinn Rachid Nekkaz ætlar að greiða allar sektir sem konum í Danmörku er gert að greiða fyrir að hafa brotið lög sem banna fólki að hylja andlit sitt í almannarýminu í Danmörku. Umdeildu lögin tóku gildi fyrir rúmri viku. Konur sem klæðast búrku eða niqab í Danmörku gætu átt á hættu að vera sektaðar. Bannið nær einnig yfir grímur, húfur sem hylja andlit og gerviskegg. Sektin hljóðar upp á tæpar 16.500 íslenskar krónur en gerist einstaklingur ítrekað brotlegur við lögin gæti hann hlotið sekt upp á tífalda þá upphæð. Á þriðja degi búrkubannsins var fyrsta konan sektuð fyrir að hylja andlit sitt. Hún er 28 ára gömul og var stödd í verslunarmiðstöð í norðurhluta Kaupmannahafnar þegar lögreglan hafði afskipti af henni og sektaði hana.Nekkaz segir að búrkubannið sé mannréttindabrot og að konur eigi að fá að velja sinn klæðnað sjálfar.vísir/gettyKonan þarf þó ekki að borga sektina sjálf því franski auðjöfurinn Rachid Nekkaz, sem er af alsírskum uppruna, er boðinn og búinn að standa straum af kostnaðinum í nafni mannréttinda og valfrelsis. Nekkaz ætlar framvegis að borga allar sektir fyrir danskar konur sem brjóta gegn búrkubanninu að því er fram kemur á vef politiken.Telur að brotið sé á mannréttindum með banninu „Ég verð í Kaupmannahöfn 11. september til að greiða allar sektir og ég mun gera það í hverjum mánuði. Þrátt fyrir að ég sjálfur sé á móti niqab mun ég alltaf verja mannréttindi alls staðar í heiminum; frelsi til að klæðast niqab og frelsi til að gera það ekki.“ Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Nekkaz gerir þetta því Washington Post greindi frá því snemma árs 2016 að hann hafi greitt yfir þúsund sektir fyrir konur í Frakklandi eftir að sams konar lög tóku gildi þar í landi. Tengdar fréttir Búrkubann tekur gildi í Danmörku Lög sem banna fólki að hylja andlit sitt á opinberum stöðum í Danmörku taka gildi í dag. 1. ágúst 2018 10:08 Búrkubann í Danmörku: Fyrsta konan sektuð Kona var sektuð fyrir að neita að taka niqab af sér. 4. ágúst 2018 17:00 Skiptar skoðanir um búrkubann í Danmörku Danskir fjölmiðlar taka ýmist afstöðu með eða á móti búrkubanninu svokallaða sem tók gildi í gær. Afar skiptar skoðanir eru um bannið að sögn íslensks fréttaljósmyndara sem starfar í Kaupmannahöfn. 2. ágúst 2018 19:30 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Franski auðjöfurinn Rachid Nekkaz ætlar að greiða allar sektir sem konum í Danmörku er gert að greiða fyrir að hafa brotið lög sem banna fólki að hylja andlit sitt í almannarýminu í Danmörku. Umdeildu lögin tóku gildi fyrir rúmri viku. Konur sem klæðast búrku eða niqab í Danmörku gætu átt á hættu að vera sektaðar. Bannið nær einnig yfir grímur, húfur sem hylja andlit og gerviskegg. Sektin hljóðar upp á tæpar 16.500 íslenskar krónur en gerist einstaklingur ítrekað brotlegur við lögin gæti hann hlotið sekt upp á tífalda þá upphæð. Á þriðja degi búrkubannsins var fyrsta konan sektuð fyrir að hylja andlit sitt. Hún er 28 ára gömul og var stödd í verslunarmiðstöð í norðurhluta Kaupmannahafnar þegar lögreglan hafði afskipti af henni og sektaði hana.Nekkaz segir að búrkubannið sé mannréttindabrot og að konur eigi að fá að velja sinn klæðnað sjálfar.vísir/gettyKonan þarf þó ekki að borga sektina sjálf því franski auðjöfurinn Rachid Nekkaz, sem er af alsírskum uppruna, er boðinn og búinn að standa straum af kostnaðinum í nafni mannréttinda og valfrelsis. Nekkaz ætlar framvegis að borga allar sektir fyrir danskar konur sem brjóta gegn búrkubanninu að því er fram kemur á vef politiken.Telur að brotið sé á mannréttindum með banninu „Ég verð í Kaupmannahöfn 11. september til að greiða allar sektir og ég mun gera það í hverjum mánuði. Þrátt fyrir að ég sjálfur sé á móti niqab mun ég alltaf verja mannréttindi alls staðar í heiminum; frelsi til að klæðast niqab og frelsi til að gera það ekki.“ Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Nekkaz gerir þetta því Washington Post greindi frá því snemma árs 2016 að hann hafi greitt yfir þúsund sektir fyrir konur í Frakklandi eftir að sams konar lög tóku gildi þar í landi.
Tengdar fréttir Búrkubann tekur gildi í Danmörku Lög sem banna fólki að hylja andlit sitt á opinberum stöðum í Danmörku taka gildi í dag. 1. ágúst 2018 10:08 Búrkubann í Danmörku: Fyrsta konan sektuð Kona var sektuð fyrir að neita að taka niqab af sér. 4. ágúst 2018 17:00 Skiptar skoðanir um búrkubann í Danmörku Danskir fjölmiðlar taka ýmist afstöðu með eða á móti búrkubanninu svokallaða sem tók gildi í gær. Afar skiptar skoðanir eru um bannið að sögn íslensks fréttaljósmyndara sem starfar í Kaupmannahöfn. 2. ágúst 2018 19:30 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Búrkubann tekur gildi í Danmörku Lög sem banna fólki að hylja andlit sitt á opinberum stöðum í Danmörku taka gildi í dag. 1. ágúst 2018 10:08
Búrkubann í Danmörku: Fyrsta konan sektuð Kona var sektuð fyrir að neita að taka niqab af sér. 4. ágúst 2018 17:00
Skiptar skoðanir um búrkubann í Danmörku Danskir fjölmiðlar taka ýmist afstöðu með eða á móti búrkubanninu svokallaða sem tók gildi í gær. Afar skiptar skoðanir eru um bannið að sögn íslensks fréttaljósmyndara sem starfar í Kaupmannahöfn. 2. ágúst 2018 19:30