Erlent

Búrkubann í Danmörku: Fyrsta konan sektuð

Bergþór Másson skrifar
Búrkubanni mótmælt í Danmörku.
Búrkubanni mótmælt í Danmörku. Vísir/Getty
28 ára gömul kona var sektuð fyrir að hylja andlit sitt með niqab í Danmörku í gær. Þeir sem klæðast búrku eða niqab í Danmörku geta átt hættu á að verða sektaðir vegna nýrra laga sem gengu í gildi á miðvikudaginn. BBC greinir frá því að atvik gærdagsins sé í fyrsta skipti sem lögregla hefur afskipti af manneskju klæddri búrku eða niqab.

Frá og með síðastliðnum miðvikudegi getur sá sem klæðist búrku eða niqab í Danmörku átt hættu á að verða sektaður. Bannið nær einnig til gríma, húfa sem hylja andlit og gerviskeggs. Fjöldi fólks safnaðist saman í Kaupmannahöfn til þess að mótmæla banninu daginn sem það tók gildi.

Sjá einnig: Búrkubann tekur gildi í Danmörku



Lögregla var kölluð til verslunarmiðstöðvar í norðurhluta Kaupmannahafnar eftir að átök brutust út á milli tveggja kvenna í rúllustiga í gær.

Talið er að upphaf átakanna megi rekja til þess að ein konan hafi beðið hina að taka af sér niqab sem huldi andlit hennar en hún hafi neitað.

Konan sem klæddist niqab var sektuð um 1000 danskar krónur, sem jafngilda 16.660 íslenskum krónum, fyrir að neita að taka andlitshuluna af sér eftir að lögreglan bað hana um það.


Tengdar fréttir

Skiptar skoðanir um búrkubann í Danmörku

Danskir fjölmiðlar taka ýmist afstöðu með eða á móti búrkubanninu svokallaða sem tók gildi í gær. Afar skiptar skoðanir eru um bannið að sögn íslensks fréttaljósmyndara sem starfar í Kaupmannahöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×