Segir að Houssin eigi ekki heima innan um harðsvíraða glæpamenn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. janúar 2018 08:39 Inga Rún Sigfúsdóttir yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð segir að Houssin sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Litla Hrauni, eigi ekki heima innan um harðsvíraða glæpamenn. Úr einkasafni Inga Rún Sigfúsdóttir yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð segir að búið sé að margbrjóta á mannréttindum Houssin, sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Litla Hrauni á miðvikudag. Inga Rún spyr hver ætli að taka ábyrgð í málinu og segir að það þurfi að bjarga lífi hans. Houssin var fluttur í gæsluvarðhald í fangelsið á Hólmsheiði eftir árásina en Inga Rún fékk leyfi hans til að segja frá atburðarásinni á Facebook síðu sinni. „Í september 2016 komu hingað til lands tveir ungir hælisleitendur með Norrænu á Seyðisfjörð. Þeir náðust á Breiðdalsvík og sögðust þá vera 16 og 17 ára. Eftir að hafa verið færðir á lögreglustöðina á Egilsstöðum og yfirheyrðir, voru þeir voru settir í hendur barnaverndaryfirvalda í Fjarðabyggð. Þegar farið var að leita eftir því hvernig ætti að snúa sér í málum drengjanna var fátt um svör.“ Inga Rún kom þá fram í fjölmiðlum og ræddi úrræðaleysið varðandi fylgdarlaus börn. „Hver benti á annan og engin var með svör um næstu skref. þeir fóru í læknisskoðun, bólusetningar, aldursgreiningu og viðtöl í Barnahúsi. Allt þetta ferli tók mjög langan tíma og þótt þeir væru í ágætis aðstæðum er varðaði fæði og húsnæði þá leiddist þeim að hafa ekkert fyrir stafni. Þeim stóð til boða að fara í sund og í líkamsrækt en það var ekki mikið annað sem hægt var að bjóða þeim, þar sem þeir voru ekki til í kerfinu. Houssin leið ekki vel andlega, honum fannst hann vera einangraður og innilokaður enda sagt við hann að ef hann myndi fara þá yrði hann fluttur aftur í Fjarðabyggð þar sem Barnavernd Fjarðabyggðar myndi bera ábyrgð á honum.“ Í kjölfarið fóru þeir í aldursgreiningu á tönnum. Inga Rún bendir á að slíkar aldursgreiningar séu umdeildar og hætt sé að nota þær á Íslandi og í flestum öðrum löndum. „Niðurstaðan úr aldursgreinginu var samkvæmt Útlendingastofnun að þeir skildu fá að njóta vafans og að þeir yrðu áfram í umsjá barnaverndarnefndar Fjarðabyggðar. Miðað var við dagsetninguna 23.12.99 fyrir Houssin og fékk hann útgefið skírteini sem hælisleitandi frá Útlendingastofnun með þeim degi.“Fékk 30 daga til að yfirgefa landiðÍ júlí á síðasta ári fékk hinn drengurinn dvalarleyfi af mannúðaraðstæðum en Houssin fékk synjun frá Útlendingastofnun. „Lögfræðingur Rauða krossins áfrýjaði ákvörðuninni til Úrskurðarnefndar útlendingamála og úrskurðurinn sem var synjun kom svo í september en þá var Houssin búin að vera á landinu i eitt ár. Rökstuðningur Úrskurðarnefndar var að hann hefði sagt rangt til um aldur og að það hafi verið lesið vitlaust í aldursgreininguna og að hann væri trúlega orðin 18 ára.“ Inga Rún segir að Houssin hafi fengið 30 daga til að koma sér úr landi og ef hann væri ekki farin innan þeirra tímamarka yrði hann sendur úr landi með lögreglufylgd. „Hvernig átti hann að koma sér sjálfur úr landi þar sem hann átti hvorki vegabréf né pening? Á þessum tíma var hinn drengurinn komin með dvalarleyfi, fluttur á fósturheimili og byrjaður í menntaskóla. Eftir að Houssin fékk svo úrskurðinn um að hann yrði sendur til Marokkó aftur, brotnaði hann niður andlega og sagði við mig að hann myndi frekar deyja en að fara aftur til Marokkó. Eftir að Úrskurðarnefnd úrskurðaði að Houssin fengi ekki dvalarleyfi vegna þess að hann væri yfir lögaldri hætti hann að vera á ábyrgð barnaverndaryfirvalda í Fjarðabyggð. Ekkert tók við og hann lenti á götunni í Reykjavík þar sem að hann fékk hvorki húsnæði né vasapeninga.“Dýrmætt lífHann var mjög örvæntingarfullur og vonlaus og segir Inga Rún að hann hafi ítrekað reynt að komast um borð í skip á leið til Kanada. „Í nóvember er hann svo settur í gæsluvarðhald og ég heyrði ekkert í honum eftir það en frétti að það hefði átt að senda hann úr landi 16. desember 2017. Næsta sem ég frétti af Houssin er að hann hafi orðið fyrir hrottalegu ofbeldi á litla Hrauni þar sem nokkrir fangar hefðu ráðist á hann.“ Inga Rún segir að talið sé að árásin hafi verið vegna kynþáttahaturs eða vegna þess að hann var hafður á gangi með kynferðisafbrotamönnum. „En nú er nóg komið. Hver ætlar að bera ábyrgð á þessu máli, hvert er næsta skref? Ég get alveg sagt ykkur að Houssin á ekki heima í fangelsi innan um harðsvíraða glæpamenn. Að mínu mati er margbúið að brjóta á mannréttindum þessa unga manns og nú er komin tími til að sýna hvað í okkur býr Íslendingum með því að standa saman og bjarga dýrmætu lífi.“ Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Fleiri fréttir Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjá meira
Inga Rún Sigfúsdóttir yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð segir að búið sé að margbrjóta á mannréttindum Houssin, sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Litla Hrauni á miðvikudag. Inga Rún spyr hver ætli að taka ábyrgð í málinu og segir að það þurfi að bjarga lífi hans. Houssin var fluttur í gæsluvarðhald í fangelsið á Hólmsheiði eftir árásina en Inga Rún fékk leyfi hans til að segja frá atburðarásinni á Facebook síðu sinni. „Í september 2016 komu hingað til lands tveir ungir hælisleitendur með Norrænu á Seyðisfjörð. Þeir náðust á Breiðdalsvík og sögðust þá vera 16 og 17 ára. Eftir að hafa verið færðir á lögreglustöðina á Egilsstöðum og yfirheyrðir, voru þeir voru settir í hendur barnaverndaryfirvalda í Fjarðabyggð. Þegar farið var að leita eftir því hvernig ætti að snúa sér í málum drengjanna var fátt um svör.“ Inga Rún kom þá fram í fjölmiðlum og ræddi úrræðaleysið varðandi fylgdarlaus börn. „Hver benti á annan og engin var með svör um næstu skref. þeir fóru í læknisskoðun, bólusetningar, aldursgreiningu og viðtöl í Barnahúsi. Allt þetta ferli tók mjög langan tíma og þótt þeir væru í ágætis aðstæðum er varðaði fæði og húsnæði þá leiddist þeim að hafa ekkert fyrir stafni. Þeim stóð til boða að fara í sund og í líkamsrækt en það var ekki mikið annað sem hægt var að bjóða þeim, þar sem þeir voru ekki til í kerfinu. Houssin leið ekki vel andlega, honum fannst hann vera einangraður og innilokaður enda sagt við hann að ef hann myndi fara þá yrði hann fluttur aftur í Fjarðabyggð þar sem Barnavernd Fjarðabyggðar myndi bera ábyrgð á honum.“ Í kjölfarið fóru þeir í aldursgreiningu á tönnum. Inga Rún bendir á að slíkar aldursgreiningar séu umdeildar og hætt sé að nota þær á Íslandi og í flestum öðrum löndum. „Niðurstaðan úr aldursgreinginu var samkvæmt Útlendingastofnun að þeir skildu fá að njóta vafans og að þeir yrðu áfram í umsjá barnaverndarnefndar Fjarðabyggðar. Miðað var við dagsetninguna 23.12.99 fyrir Houssin og fékk hann útgefið skírteini sem hælisleitandi frá Útlendingastofnun með þeim degi.“Fékk 30 daga til að yfirgefa landiðÍ júlí á síðasta ári fékk hinn drengurinn dvalarleyfi af mannúðaraðstæðum en Houssin fékk synjun frá Útlendingastofnun. „Lögfræðingur Rauða krossins áfrýjaði ákvörðuninni til Úrskurðarnefndar útlendingamála og úrskurðurinn sem var synjun kom svo í september en þá var Houssin búin að vera á landinu i eitt ár. Rökstuðningur Úrskurðarnefndar var að hann hefði sagt rangt til um aldur og að það hafi verið lesið vitlaust í aldursgreininguna og að hann væri trúlega orðin 18 ára.“ Inga Rún segir að Houssin hafi fengið 30 daga til að koma sér úr landi og ef hann væri ekki farin innan þeirra tímamarka yrði hann sendur úr landi með lögreglufylgd. „Hvernig átti hann að koma sér sjálfur úr landi þar sem hann átti hvorki vegabréf né pening? Á þessum tíma var hinn drengurinn komin með dvalarleyfi, fluttur á fósturheimili og byrjaður í menntaskóla. Eftir að Houssin fékk svo úrskurðinn um að hann yrði sendur til Marokkó aftur, brotnaði hann niður andlega og sagði við mig að hann myndi frekar deyja en að fara aftur til Marokkó. Eftir að Úrskurðarnefnd úrskurðaði að Houssin fengi ekki dvalarleyfi vegna þess að hann væri yfir lögaldri hætti hann að vera á ábyrgð barnaverndaryfirvalda í Fjarðabyggð. Ekkert tók við og hann lenti á götunni í Reykjavík þar sem að hann fékk hvorki húsnæði né vasapeninga.“Dýrmætt lífHann var mjög örvæntingarfullur og vonlaus og segir Inga Rún að hann hafi ítrekað reynt að komast um borð í skip á leið til Kanada. „Í nóvember er hann svo settur í gæsluvarðhald og ég heyrði ekkert í honum eftir það en frétti að það hefði átt að senda hann úr landi 16. desember 2017. Næsta sem ég frétti af Houssin er að hann hafi orðið fyrir hrottalegu ofbeldi á litla Hrauni þar sem nokkrir fangar hefðu ráðist á hann.“ Inga Rún segir að talið sé að árásin hafi verið vegna kynþáttahaturs eða vegna þess að hann var hafður á gangi með kynferðisafbrotamönnum. „En nú er nóg komið. Hver ætlar að bera ábyrgð á þessu máli, hvert er næsta skref? Ég get alveg sagt ykkur að Houssin á ekki heima í fangelsi innan um harðsvíraða glæpamenn. Að mínu mati er margbúið að brjóta á mannréttindum þessa unga manns og nú er komin tími til að sýna hvað í okkur býr Íslendingum með því að standa saman og bjarga dýrmætu lífi.“
Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Fleiri fréttir Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjá meira
Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45
Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20
Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent