Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. janúar 2018 18:45 Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. Maðurinn, sem óttast um heilsu sína, fékk hvorki túlk á spítalanum eftir árásina né í síðari læknisskoðunum. Hópur fanga gekk í skrokk á manninum í útivistartíma fanga í vikunni og mun árásin hafa verið einstaklega hrottaleg. Hún hefur verið sögð að öllu tilefnislaus og byggð á kynþáttahatri en fórnarlambið er ungur hælisleitandi frá Marokkó. Maðurinn kom til landsins árið 2016 og bar fyrir sig að vera 16 ára gamall. Tanngreining leiddi hins vegar í ljós að hann væri átján en sjálfur segist hann hafa orðið átján ára í desember síðastliðnum. Hann er nú í fangelsi fyrir ítrekaðar tilraunir til að komast úr landi með því að smygla sér um borð í flutningaskip. Lilja Margrét Olsen, verjandi hans, segir hann hafa verið að reyna halda flóttanum áfram áður en hann yrði sendur til heimalandsins af yfirvöldum en þar bíði hans ekkert. „Á ekki foreldra til að fara til eða fjölskyldu. Hann er aleinn hérna. Hann kom hingað til lands með vini sínum og þeir fóru í tanngreiningu þar sem vinur hans var álitin vera yngri og sá fékk fósturfjölskyldu og býr fyrir vestan með yndislega fjölskyldu. Á meðan er umbjóðandi minn í gæsluvarðhald i þar sem ítrekað er ráðist á hann og hann sætir illri meðferð hvar sem hann kemur,“ segir Lilja Margrét. Kerfið hafi ítrekað brugðist honum. Til að mynda hafi hann dvalið einn á gistiheimili í Reykjavík við óviðunandi aðstæður fyrstu mánuðina eftir að hann kom til landsins við lítil sem engin afskipti yfirvalda. Þá sé algjörlega fráleitt að svo ungur maður sé vistaður í fangelsi með fullorðnu fólki. Þess ber að geta að hann dvelur á Hólmsheiði í dag. „Þessi drengur var þegar ég hitti hann fyrst venjulegur unglingur en þetta kerfi sem við bjóðum upp á hefur brotið hans algjörlega niður.“ Þá er hún afar gagnrýnin á að hann hafi orðið fyrir hrottalegri árás í umsjá ríkisstofnunar. Einnig er hún ósátt við hvernig tekið var á málinu eftir árásina en þegar hann var fluttur á sjúkrahús fékk hann ekki túlkaþjónustu. Þá fór hann aftur til læknis í dag án þess að kallaður væri til túlkur. „Hann er með skófar í andlitinu og blóðhlaupna höfuðkúpu. Við höfum engar upplýsingar fengið. Hann hefur engar upplýsingar fengið um hvað er að honum. Hann óttast um ástand sitt. Þetta er sama sagan. Aftur og aftur og aftur. Allstaðar lokaðar dyr. Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi,“ segir Lilja Margrét Olsen. Tengdar fréttir Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. Maðurinn, sem óttast um heilsu sína, fékk hvorki túlk á spítalanum eftir árásina né í síðari læknisskoðunum. Hópur fanga gekk í skrokk á manninum í útivistartíma fanga í vikunni og mun árásin hafa verið einstaklega hrottaleg. Hún hefur verið sögð að öllu tilefnislaus og byggð á kynþáttahatri en fórnarlambið er ungur hælisleitandi frá Marokkó. Maðurinn kom til landsins árið 2016 og bar fyrir sig að vera 16 ára gamall. Tanngreining leiddi hins vegar í ljós að hann væri átján en sjálfur segist hann hafa orðið átján ára í desember síðastliðnum. Hann er nú í fangelsi fyrir ítrekaðar tilraunir til að komast úr landi með því að smygla sér um borð í flutningaskip. Lilja Margrét Olsen, verjandi hans, segir hann hafa verið að reyna halda flóttanum áfram áður en hann yrði sendur til heimalandsins af yfirvöldum en þar bíði hans ekkert. „Á ekki foreldra til að fara til eða fjölskyldu. Hann er aleinn hérna. Hann kom hingað til lands með vini sínum og þeir fóru í tanngreiningu þar sem vinur hans var álitin vera yngri og sá fékk fósturfjölskyldu og býr fyrir vestan með yndislega fjölskyldu. Á meðan er umbjóðandi minn í gæsluvarðhald i þar sem ítrekað er ráðist á hann og hann sætir illri meðferð hvar sem hann kemur,“ segir Lilja Margrét. Kerfið hafi ítrekað brugðist honum. Til að mynda hafi hann dvalið einn á gistiheimili í Reykjavík við óviðunandi aðstæður fyrstu mánuðina eftir að hann kom til landsins við lítil sem engin afskipti yfirvalda. Þá sé algjörlega fráleitt að svo ungur maður sé vistaður í fangelsi með fullorðnu fólki. Þess ber að geta að hann dvelur á Hólmsheiði í dag. „Þessi drengur var þegar ég hitti hann fyrst venjulegur unglingur en þetta kerfi sem við bjóðum upp á hefur brotið hans algjörlega niður.“ Þá er hún afar gagnrýnin á að hann hafi orðið fyrir hrottalegri árás í umsjá ríkisstofnunar. Einnig er hún ósátt við hvernig tekið var á málinu eftir árásina en þegar hann var fluttur á sjúkrahús fékk hann ekki túlkaþjónustu. Þá fór hann aftur til læknis í dag án þess að kallaður væri til túlkur. „Hann er með skófar í andlitinu og blóðhlaupna höfuðkúpu. Við höfum engar upplýsingar fengið. Hann hefur engar upplýsingar fengið um hvað er að honum. Hann óttast um ástand sitt. Þetta er sama sagan. Aftur og aftur og aftur. Allstaðar lokaðar dyr. Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi,“ segir Lilja Margrét Olsen.
Tengdar fréttir Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20
Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04
Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00