Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. janúar 2018 18:45 Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. Maðurinn, sem óttast um heilsu sína, fékk hvorki túlk á spítalanum eftir árásina né í síðari læknisskoðunum. Hópur fanga gekk í skrokk á manninum í útivistartíma fanga í vikunni og mun árásin hafa verið einstaklega hrottaleg. Hún hefur verið sögð að öllu tilefnislaus og byggð á kynþáttahatri en fórnarlambið er ungur hælisleitandi frá Marokkó. Maðurinn kom til landsins árið 2016 og bar fyrir sig að vera 16 ára gamall. Tanngreining leiddi hins vegar í ljós að hann væri átján en sjálfur segist hann hafa orðið átján ára í desember síðastliðnum. Hann er nú í fangelsi fyrir ítrekaðar tilraunir til að komast úr landi með því að smygla sér um borð í flutningaskip. Lilja Margrét Olsen, verjandi hans, segir hann hafa verið að reyna halda flóttanum áfram áður en hann yrði sendur til heimalandsins af yfirvöldum en þar bíði hans ekkert. „Á ekki foreldra til að fara til eða fjölskyldu. Hann er aleinn hérna. Hann kom hingað til lands með vini sínum og þeir fóru í tanngreiningu þar sem vinur hans var álitin vera yngri og sá fékk fósturfjölskyldu og býr fyrir vestan með yndislega fjölskyldu. Á meðan er umbjóðandi minn í gæsluvarðhald i þar sem ítrekað er ráðist á hann og hann sætir illri meðferð hvar sem hann kemur,“ segir Lilja Margrét. Kerfið hafi ítrekað brugðist honum. Til að mynda hafi hann dvalið einn á gistiheimili í Reykjavík við óviðunandi aðstæður fyrstu mánuðina eftir að hann kom til landsins við lítil sem engin afskipti yfirvalda. Þá sé algjörlega fráleitt að svo ungur maður sé vistaður í fangelsi með fullorðnu fólki. Þess ber að geta að hann dvelur á Hólmsheiði í dag. „Þessi drengur var þegar ég hitti hann fyrst venjulegur unglingur en þetta kerfi sem við bjóðum upp á hefur brotið hans algjörlega niður.“ Þá er hún afar gagnrýnin á að hann hafi orðið fyrir hrottalegri árás í umsjá ríkisstofnunar. Einnig er hún ósátt við hvernig tekið var á málinu eftir árásina en þegar hann var fluttur á sjúkrahús fékk hann ekki túlkaþjónustu. Þá fór hann aftur til læknis í dag án þess að kallaður væri til túlkur. „Hann er með skófar í andlitinu og blóðhlaupna höfuðkúpu. Við höfum engar upplýsingar fengið. Hann hefur engar upplýsingar fengið um hvað er að honum. Hann óttast um ástand sitt. Þetta er sama sagan. Aftur og aftur og aftur. Allstaðar lokaðar dyr. Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi,“ segir Lilja Margrét Olsen. Tengdar fréttir Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. Maðurinn, sem óttast um heilsu sína, fékk hvorki túlk á spítalanum eftir árásina né í síðari læknisskoðunum. Hópur fanga gekk í skrokk á manninum í útivistartíma fanga í vikunni og mun árásin hafa verið einstaklega hrottaleg. Hún hefur verið sögð að öllu tilefnislaus og byggð á kynþáttahatri en fórnarlambið er ungur hælisleitandi frá Marokkó. Maðurinn kom til landsins árið 2016 og bar fyrir sig að vera 16 ára gamall. Tanngreining leiddi hins vegar í ljós að hann væri átján en sjálfur segist hann hafa orðið átján ára í desember síðastliðnum. Hann er nú í fangelsi fyrir ítrekaðar tilraunir til að komast úr landi með því að smygla sér um borð í flutningaskip. Lilja Margrét Olsen, verjandi hans, segir hann hafa verið að reyna halda flóttanum áfram áður en hann yrði sendur til heimalandsins af yfirvöldum en þar bíði hans ekkert. „Á ekki foreldra til að fara til eða fjölskyldu. Hann er aleinn hérna. Hann kom hingað til lands með vini sínum og þeir fóru í tanngreiningu þar sem vinur hans var álitin vera yngri og sá fékk fósturfjölskyldu og býr fyrir vestan með yndislega fjölskyldu. Á meðan er umbjóðandi minn í gæsluvarðhald i þar sem ítrekað er ráðist á hann og hann sætir illri meðferð hvar sem hann kemur,“ segir Lilja Margrét. Kerfið hafi ítrekað brugðist honum. Til að mynda hafi hann dvalið einn á gistiheimili í Reykjavík við óviðunandi aðstæður fyrstu mánuðina eftir að hann kom til landsins við lítil sem engin afskipti yfirvalda. Þá sé algjörlega fráleitt að svo ungur maður sé vistaður í fangelsi með fullorðnu fólki. Þess ber að geta að hann dvelur á Hólmsheiði í dag. „Þessi drengur var þegar ég hitti hann fyrst venjulegur unglingur en þetta kerfi sem við bjóðum upp á hefur brotið hans algjörlega niður.“ Þá er hún afar gagnrýnin á að hann hafi orðið fyrir hrottalegri árás í umsjá ríkisstofnunar. Einnig er hún ósátt við hvernig tekið var á málinu eftir árásina en þegar hann var fluttur á sjúkrahús fékk hann ekki túlkaþjónustu. Þá fór hann aftur til læknis í dag án þess að kallaður væri til túlkur. „Hann er með skófar í andlitinu og blóðhlaupna höfuðkúpu. Við höfum engar upplýsingar fengið. Hann hefur engar upplýsingar fengið um hvað er að honum. Hann óttast um ástand sitt. Þetta er sama sagan. Aftur og aftur og aftur. Allstaðar lokaðar dyr. Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi,“ segir Lilja Margrét Olsen.
Tengdar fréttir Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20
Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04
Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00