Chemnitz jafnar sig eftir óeirðir öfgamanna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. ágúst 2018 06:00 Öfgamenn hópuðust saman í þúsundatali í Chemnitz. Vísir/Getty Um 6.000 þjóðernishyggjumenn söfnuðust saman í þýsku borginni Chemnitz til að mótmæla á sunnudag. Átök brutust út við gagnmótmælendur og stóðu þau allt þar til í fyrrinótt. Samkvæmt þýska miðlinum Deutsche Welle voru gagnmótmælendurnir, sumir hverjir úr röðum andfasísku hreyfingarinnar Antifa, mun færri eða um þúsund talsins. Mótmælin spruttu upp eftir að heimamaður var myrtur á laugardagskvöld. Íraki og Sýrlendingur voru handteknir í tengslum við glæpinn á mánudag og kröfðust mótmælendur þess að innflytjendur yfirgæfu Þýskaland, landamærunum yrði lokað. Lögregla greindi frá því að mótmælendur hefðu sést heilsa að nasistasið. Enginn slasaðist þó alvarlega, að sögn lögreglu. Fulltrúar stærstu stjórnmálaflokka Þýskalands létu ekki sjá sig. Meðlimir Þjóðernishyggjuflokksins AfD héldu sig til að mynda í burtu og þótt Tim Detzner, leiðtogi Die Linke í Chemnitz, hafi skipulagt gagnmótmælin sáust merki flokksins hvergi. Samkvæmt Deutsche Welle var gærdagurinn rólegur í Chemnitz. Miðillinn tók íbúa tali og sagði einn þeirra, karlmaður á eftirlaunum, að hann óttaðist um orðspor borgarinnar nú sem og „ris nasismans í Þýskalandi“. Angela Merkel kanslari fordæmdi átökin og sagði að það væri ekki líðandi að taka lögin í eigin hendur. „Við munum ekki þola slíkar ólöglegar fjöldasamkomur og áreiti gagnvart fólki sem lítur öðruvísi út eða hefur annan bakgrunn,“ sagði upplýsingafulltrúi kanslara í yfirlýsingu í gær. Birtist í Fréttablaðinu Flóttamenn Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Sjá meira
Um 6.000 þjóðernishyggjumenn söfnuðust saman í þýsku borginni Chemnitz til að mótmæla á sunnudag. Átök brutust út við gagnmótmælendur og stóðu þau allt þar til í fyrrinótt. Samkvæmt þýska miðlinum Deutsche Welle voru gagnmótmælendurnir, sumir hverjir úr röðum andfasísku hreyfingarinnar Antifa, mun færri eða um þúsund talsins. Mótmælin spruttu upp eftir að heimamaður var myrtur á laugardagskvöld. Íraki og Sýrlendingur voru handteknir í tengslum við glæpinn á mánudag og kröfðust mótmælendur þess að innflytjendur yfirgæfu Þýskaland, landamærunum yrði lokað. Lögregla greindi frá því að mótmælendur hefðu sést heilsa að nasistasið. Enginn slasaðist þó alvarlega, að sögn lögreglu. Fulltrúar stærstu stjórnmálaflokka Þýskalands létu ekki sjá sig. Meðlimir Þjóðernishyggjuflokksins AfD héldu sig til að mynda í burtu og þótt Tim Detzner, leiðtogi Die Linke í Chemnitz, hafi skipulagt gagnmótmælin sáust merki flokksins hvergi. Samkvæmt Deutsche Welle var gærdagurinn rólegur í Chemnitz. Miðillinn tók íbúa tali og sagði einn þeirra, karlmaður á eftirlaunum, að hann óttaðist um orðspor borgarinnar nú sem og „ris nasismans í Þýskalandi“. Angela Merkel kanslari fordæmdi átökin og sagði að það væri ekki líðandi að taka lögin í eigin hendur. „Við munum ekki þola slíkar ólöglegar fjöldasamkomur og áreiti gagnvart fólki sem lítur öðruvísi út eða hefur annan bakgrunn,“ sagði upplýsingafulltrúi kanslara í yfirlýsingu í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Flóttamenn Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“