Rusl úr flugeldi dró Lukku nærri til dauða Lovísa Arnardóttir skrifar 19. janúar 2018 08:00 Helga Þ. Stephensen og hundurinn Lukka. Vísir/Vilhelm „Þetta er búið að vera rosa ástand síðan um áramótin eiginlega,“ segir Helga Þ. Stephensen leikari, sem á hundinn Lukku sem hún þurfti að leita með til dýralæknis áður en tappi úr flugeldi fannst í maga dýrsins. „Hún Lukka mín er hálfur Íslendingur og voða góð og ljúf. Ég tók eftir því skömmu eftir áramótin að hún hætti að gera stykkin sín og var orðin eitthvað skrítin. Þetta var orðið meiriháttar vesen. Ég fór með hana tvisvar eða þrisvar og þetta var myndað en ekkert fannst. Að lokum fannst þetta þó. Þær eru svo flinkar og góðar á Dýraspítalanum, Katrín og Hrund.“Snæfríður Aþena Stefánsdóttir, dýrahjúkrunarfræðingur á Dýraspítalanum.vísir/vilhelmHelga og Lukka búa í miðbænum þar sem þær fara iðulega í göngutúra saman. Helga taldi líklegt að Lukka hefði komist í rusl í Hljómskálagarðinum, þar sem mikið var sprengt um áramótin. Hegðun Lukku breyttist fljótlega eftir áramót og segir eigandinn hennar að hún hafi hætt að nærast. „Þetta var svo skorið burt að lokum. Þá var þetta stærðarinnar korktappi með gati í gegn. Við nánari skoðun sáum við að þetta var líklega úr flugeldi. Þetta er úr einhvers konar korki og hálfbrunnið. Þetta var einfaldlega að drepa hundinn. Dýralæknirinn sagði að það hefði bara verið korter í það.“ Aðgerðin kostaði Helgu 200 þúsund krónur, en sem betur fer hafði hún tryggt Lukku vel og býst við því að hún sé tryggð fyrir þessu óhappi. Hún segir áramótin erfið fyrir dýrin og þetta væri ekki til að bæta það.Tappinn sem Lukka át og þurfti að sækja með skurðaðgerð. Hann er tæplega 5 cm að lengd.„Þetta er því ekki bara hávaðinn og lætin í kringum þetta sem er slæmt fyrir dýrin, heldur einnig þessi svakalegu eftirköst, allt þetta sorp sem er skilið eftir úti um allt og ekki hreinsað um leið.“ Samkvæmt upplýsingum frá Dýraspítalanum eru slík óhöpp algengari á þessum árstíma. „Við höfum fengið einn kött í ár og nokkra hunda. Þetta getur auðvitað gerst hvenær sem er ársins, en er kannski algengara núna,“ segir Snæfríður Aþena Stefánsdóttir, sem er dýrahjúkrunarfræðingur á Dýraspítalanum í Víðidal. „Ef það er eitthvert plastdót í flugeldunum sjálfum, sem dýrin éta, þá geta magasýrurnar ekki brotið það niður og þá myndast allsherjar stífla. Dýrin hætta að éta og drekka. Um leið og þau reyna að ná einhverju niður þá bregst líkaminn þannig við að þau byrja bara að kasta upp. Líkaminn er þá bara alveg stíflaður. Þá þarf að opna til að fjarlægja tappann sem hefur myndast. Þau hreinlega geta endað á því að svelta í hel. Þau geta því dáið af svona stíflum,“ segir Snæfríður. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
„Þetta er búið að vera rosa ástand síðan um áramótin eiginlega,“ segir Helga Þ. Stephensen leikari, sem á hundinn Lukku sem hún þurfti að leita með til dýralæknis áður en tappi úr flugeldi fannst í maga dýrsins. „Hún Lukka mín er hálfur Íslendingur og voða góð og ljúf. Ég tók eftir því skömmu eftir áramótin að hún hætti að gera stykkin sín og var orðin eitthvað skrítin. Þetta var orðið meiriháttar vesen. Ég fór með hana tvisvar eða þrisvar og þetta var myndað en ekkert fannst. Að lokum fannst þetta þó. Þær eru svo flinkar og góðar á Dýraspítalanum, Katrín og Hrund.“Snæfríður Aþena Stefánsdóttir, dýrahjúkrunarfræðingur á Dýraspítalanum.vísir/vilhelmHelga og Lukka búa í miðbænum þar sem þær fara iðulega í göngutúra saman. Helga taldi líklegt að Lukka hefði komist í rusl í Hljómskálagarðinum, þar sem mikið var sprengt um áramótin. Hegðun Lukku breyttist fljótlega eftir áramót og segir eigandinn hennar að hún hafi hætt að nærast. „Þetta var svo skorið burt að lokum. Þá var þetta stærðarinnar korktappi með gati í gegn. Við nánari skoðun sáum við að þetta var líklega úr flugeldi. Þetta er úr einhvers konar korki og hálfbrunnið. Þetta var einfaldlega að drepa hundinn. Dýralæknirinn sagði að það hefði bara verið korter í það.“ Aðgerðin kostaði Helgu 200 þúsund krónur, en sem betur fer hafði hún tryggt Lukku vel og býst við því að hún sé tryggð fyrir þessu óhappi. Hún segir áramótin erfið fyrir dýrin og þetta væri ekki til að bæta það.Tappinn sem Lukka át og þurfti að sækja með skurðaðgerð. Hann er tæplega 5 cm að lengd.„Þetta er því ekki bara hávaðinn og lætin í kringum þetta sem er slæmt fyrir dýrin, heldur einnig þessi svakalegu eftirköst, allt þetta sorp sem er skilið eftir úti um allt og ekki hreinsað um leið.“ Samkvæmt upplýsingum frá Dýraspítalanum eru slík óhöpp algengari á þessum árstíma. „Við höfum fengið einn kött í ár og nokkra hunda. Þetta getur auðvitað gerst hvenær sem er ársins, en er kannski algengara núna,“ segir Snæfríður Aþena Stefánsdóttir, sem er dýrahjúkrunarfræðingur á Dýraspítalanum í Víðidal. „Ef það er eitthvert plastdót í flugeldunum sjálfum, sem dýrin éta, þá geta magasýrurnar ekki brotið það niður og þá myndast allsherjar stífla. Dýrin hætta að éta og drekka. Um leið og þau reyna að ná einhverju niður þá bregst líkaminn þannig við að þau byrja bara að kasta upp. Líkaminn er þá bara alveg stíflaður. Þá þarf að opna til að fjarlægja tappann sem hefur myndast. Þau hreinlega geta endað á því að svelta í hel. Þau geta því dáið af svona stíflum,“ segir Snæfríður.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira