Fær enn morðhótanir eftir að hún sakaði hæstaréttardómaraefni um kynferðisofbeldi Kjartan Kjartansson skrifar 13. nóvember 2018 15:20 Christine Blasey Ford sór eið um sannsögli þegar hún kom fyrir þingnefnd í september. Getty/Win McNamee Lífverðir þurfa enn að gæta öryggis Christine Blasey Ford, konunnar sem sakaði hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta um kynferðisofbeldi nú þegar meira en mánuður er liðinn frá því að hún bar vitni fyrir þingnefnd. Hún hefur heldur ekki getað snúið aftur til vinnu og fær enn morðhótanir. Blasey Ford sakaði Brett Kavanaugh, sem Trump tilnefndi til hæstarréttar, um að hafa reynt að nauðga sér í teiti á námsárum þeirra í Maryland. Stuðningsmenn Kavanaugh, þar á meðal Trump forseti, héldu því fram að ásakanir Blasey Ford og fleiri kvenna væru að „rústa“ lífi Kavanaugh. Kavanaugh var skipaður hæstaréttardómari í síðasta mánuði og tók sæti 9. október. Hæstaréttardómarar eru skipaðir til lífstíðar. Á meðan fær Blasey Ford hins vegar hótanir. Lögmaður hennar sagði í yfirlýsingu til NPR í síðustu viku að hún hafi þurft að flytja fjórum sinnum vegna þeirra. Hún hafi ekki getað snúið aftur til vinnu sem prófessor við Palo Alto-háskólann í Kaliforníu og óljóst sé hvenær hún geti það. Öryggisverðir gæti hennar. Þegar Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings lýsti hún því hvernig hún hefði verið áreitt linnulaust og fengið morðhótanir eftir að hún steig fram. „Fólk hefur birt persónulegar upplýsingar um mig á netinu. Þetta hefur leitt til frekari tölvupósta, símhringinga og hótana. Við fjölskyldan neyddumst til að flytja út af heimilinu. Við fjölskyldan höfum búið að nokkrum ólíkum öruggum stöðum með vörðum,“ sagði hún þá.Kavanaugh (t.h.) var kampakátur við athöfn sem var haldin honum til heiðurs í Hæstarétti Bandaríkjanna 8. nóvember. Hann tók sæti Anthony Kennedy (t.v.) sem hætti störfum á þessu ári.Vísir/AP Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segist handviss um að sálfræðiprófessorinn hafi farið mannavillt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist vera hundrað prósent viss um að Dr. Christine Blasey Ford hafi haft Brett Kavanaugh fyrir rangri sök þegar hún sakaði hann um kynferðisofbeldi í yfirheyrslum vegna tilnefningar hans til embættis dómara Hæstaréttar. 6. október 2018 23:13 Trump hæddist að vitnisburði Blasey Ford Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefndina í síðustu viku og bar þar vitni vegna ásakana sem hún hefur sett fram á hendur Brett Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna. 3. október 2018 08:09 Skipan Bretts Kavanaugh staðfest Tilnefning Kavanaugh hefur verið afar umdeild og stigu fram þrjár konur sem sökuðu hann um kynferðislegt misferli, þar á meðal sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford sem gaf vitnisburð sinn fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir rúmri viku. 6. október 2018 20:07 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Lífverðir þurfa enn að gæta öryggis Christine Blasey Ford, konunnar sem sakaði hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta um kynferðisofbeldi nú þegar meira en mánuður er liðinn frá því að hún bar vitni fyrir þingnefnd. Hún hefur heldur ekki getað snúið aftur til vinnu og fær enn morðhótanir. Blasey Ford sakaði Brett Kavanaugh, sem Trump tilnefndi til hæstarréttar, um að hafa reynt að nauðga sér í teiti á námsárum þeirra í Maryland. Stuðningsmenn Kavanaugh, þar á meðal Trump forseti, héldu því fram að ásakanir Blasey Ford og fleiri kvenna væru að „rústa“ lífi Kavanaugh. Kavanaugh var skipaður hæstaréttardómari í síðasta mánuði og tók sæti 9. október. Hæstaréttardómarar eru skipaðir til lífstíðar. Á meðan fær Blasey Ford hins vegar hótanir. Lögmaður hennar sagði í yfirlýsingu til NPR í síðustu viku að hún hafi þurft að flytja fjórum sinnum vegna þeirra. Hún hafi ekki getað snúið aftur til vinnu sem prófessor við Palo Alto-háskólann í Kaliforníu og óljóst sé hvenær hún geti það. Öryggisverðir gæti hennar. Þegar Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings lýsti hún því hvernig hún hefði verið áreitt linnulaust og fengið morðhótanir eftir að hún steig fram. „Fólk hefur birt persónulegar upplýsingar um mig á netinu. Þetta hefur leitt til frekari tölvupósta, símhringinga og hótana. Við fjölskyldan neyddumst til að flytja út af heimilinu. Við fjölskyldan höfum búið að nokkrum ólíkum öruggum stöðum með vörðum,“ sagði hún þá.Kavanaugh (t.h.) var kampakátur við athöfn sem var haldin honum til heiðurs í Hæstarétti Bandaríkjanna 8. nóvember. Hann tók sæti Anthony Kennedy (t.v.) sem hætti störfum á þessu ári.Vísir/AP
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segist handviss um að sálfræðiprófessorinn hafi farið mannavillt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist vera hundrað prósent viss um að Dr. Christine Blasey Ford hafi haft Brett Kavanaugh fyrir rangri sök þegar hún sakaði hann um kynferðisofbeldi í yfirheyrslum vegna tilnefningar hans til embættis dómara Hæstaréttar. 6. október 2018 23:13 Trump hæddist að vitnisburði Blasey Ford Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefndina í síðustu viku og bar þar vitni vegna ásakana sem hún hefur sett fram á hendur Brett Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna. 3. október 2018 08:09 Skipan Bretts Kavanaugh staðfest Tilnefning Kavanaugh hefur verið afar umdeild og stigu fram þrjár konur sem sökuðu hann um kynferðislegt misferli, þar á meðal sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford sem gaf vitnisburð sinn fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir rúmri viku. 6. október 2018 20:07 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Trump segist handviss um að sálfræðiprófessorinn hafi farið mannavillt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist vera hundrað prósent viss um að Dr. Christine Blasey Ford hafi haft Brett Kavanaugh fyrir rangri sök þegar hún sakaði hann um kynferðisofbeldi í yfirheyrslum vegna tilnefningar hans til embættis dómara Hæstaréttar. 6. október 2018 23:13
Trump hæddist að vitnisburði Blasey Ford Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefndina í síðustu viku og bar þar vitni vegna ásakana sem hún hefur sett fram á hendur Brett Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna. 3. október 2018 08:09
Skipan Bretts Kavanaugh staðfest Tilnefning Kavanaugh hefur verið afar umdeild og stigu fram þrjár konur sem sökuðu hann um kynferðislegt misferli, þar á meðal sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford sem gaf vitnisburð sinn fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir rúmri viku. 6. október 2018 20:07
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna