Fleiri börn leita til transteymis Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. janúar 2018 06:00 Stuðnings- og baráttusamtök fyrir trans fólk á Íslandi voru stofnuð fyrir ellefu árum. Félagið á aðild að Samtökunum '78 og tekur jafnan virkan þátt í hinni árlegu Gleðigöngu ásamt mörgum fleiri. vísir/valli Sextán beiðnir bárust barna- og unglingadeild Landspítalans í fyrra vegna kynáttunarvanda unglinga. Þar er starfandi transteymi sem vinnur með börnum og unglingum að átján ára aldri sem ekki eru sátt við það kyn sem þau fengu úthlutað við fæðingu. Eftirspurnin eftir þjónustu teymisins hefur vaxið undanfarin ár, en í fyrra bárust einnig 16 beiðnir, tíu árið 2015, þrjár beiðnir árið 2014, fjórar árið 2013 og sex 2012. „Þetta er í sjálfu sér frekar nýleg þjónusta hér. Svo þurfum við að vinna í því að efla þetta teymi og þurfum kannski til þess meira fjármagn,“ segir Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, barnageðlæknir á BUGL. Hún segir teyminu yfirleitt berast beiðnir vegna barna sem komin eru á unglingsár en líka vegna einstaka yngri barna.Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir á BUGL (t.h.).vísir/stefánÞegar leitað er eftir þjónustu frá teyminu fer af stað ákveðið greiningarferli sem hefst strax í fyrsta viðtali við barnið og foreldra. Þar er útskýrt hvað felst í greiningarferlinu. Á eftir fylgja svo fleiri viðtöl við barnið og viðtöl við foreldra. Óttar Guðmundsson geðlæknir segir fullorðnum einstaklingum sem leita til transteymis á geðsviði líka hafa fjölgað. Þegar byrjað var að veita meðferð fyrir um 20 árum var gert ráð fyrir um tveimur einstaklingum á ári. Nú eru þeir að jafnaði tveir til þrír í mánuði. Hann segir enga skýringu vera á þessari fjölgun. „Þetta er alþjóðleg þróun og sést í öllum okkar nágrannalöndum. „Þessir einstaklingar koma fyrr til greiningar og það er það sem þau sjá á BUGL. Við sjáum nákvæmlega það sama hér í fullorðinsteyminu. Við sjáum fjölgun þessara einstaklinga og þeir verða yngri og yngri sem leita til okkar.“ Óttar segir ekki heldur vera neinar nýjar kenningar um það hvað veldur kynáttunarvandanum. „Það sem skiptir mjög miklu máli er að upplýsingaflæði nútímans sé virkt. Það sem helst hefur breyst er að það er miklu meira upplýsingaflæði fyrir hendi,“ segir hann. Kynjahlutföll hafa gerbreyst á þeim 20 árum sem liðin eru frá því að byrjað var að veita meðferð hér. „Þegar þetta byrjaði þá voru kynjahlutföllin allt önnur. Ein bíólógísk kona á móti fimm karlmönnum. En núna eru kynjahlutföllin svo til þau sömu. Það er kannski 1,5 bíólógískur karl á móti einni konu. Þetta er gjörbreytt,“ segir Óttar. Konum í kynáttunarvanda hefur því fjölgað mikið. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sjá meira
Sextán beiðnir bárust barna- og unglingadeild Landspítalans í fyrra vegna kynáttunarvanda unglinga. Þar er starfandi transteymi sem vinnur með börnum og unglingum að átján ára aldri sem ekki eru sátt við það kyn sem þau fengu úthlutað við fæðingu. Eftirspurnin eftir þjónustu teymisins hefur vaxið undanfarin ár, en í fyrra bárust einnig 16 beiðnir, tíu árið 2015, þrjár beiðnir árið 2014, fjórar árið 2013 og sex 2012. „Þetta er í sjálfu sér frekar nýleg þjónusta hér. Svo þurfum við að vinna í því að efla þetta teymi og þurfum kannski til þess meira fjármagn,“ segir Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, barnageðlæknir á BUGL. Hún segir teyminu yfirleitt berast beiðnir vegna barna sem komin eru á unglingsár en líka vegna einstaka yngri barna.Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir á BUGL (t.h.).vísir/stefánÞegar leitað er eftir þjónustu frá teyminu fer af stað ákveðið greiningarferli sem hefst strax í fyrsta viðtali við barnið og foreldra. Þar er útskýrt hvað felst í greiningarferlinu. Á eftir fylgja svo fleiri viðtöl við barnið og viðtöl við foreldra. Óttar Guðmundsson geðlæknir segir fullorðnum einstaklingum sem leita til transteymis á geðsviði líka hafa fjölgað. Þegar byrjað var að veita meðferð fyrir um 20 árum var gert ráð fyrir um tveimur einstaklingum á ári. Nú eru þeir að jafnaði tveir til þrír í mánuði. Hann segir enga skýringu vera á þessari fjölgun. „Þetta er alþjóðleg þróun og sést í öllum okkar nágrannalöndum. „Þessir einstaklingar koma fyrr til greiningar og það er það sem þau sjá á BUGL. Við sjáum nákvæmlega það sama hér í fullorðinsteyminu. Við sjáum fjölgun þessara einstaklinga og þeir verða yngri og yngri sem leita til okkar.“ Óttar segir ekki heldur vera neinar nýjar kenningar um það hvað veldur kynáttunarvandanum. „Það sem skiptir mjög miklu máli er að upplýsingaflæði nútímans sé virkt. Það sem helst hefur breyst er að það er miklu meira upplýsingaflæði fyrir hendi,“ segir hann. Kynjahlutföll hafa gerbreyst á þeim 20 árum sem liðin eru frá því að byrjað var að veita meðferð hér. „Þegar þetta byrjaði þá voru kynjahlutföllin allt önnur. Ein bíólógísk kona á móti fimm karlmönnum. En núna eru kynjahlutföllin svo til þau sömu. Það er kannski 1,5 bíólógískur karl á móti einni konu. Þetta er gjörbreytt,“ segir Óttar. Konum í kynáttunarvanda hefur því fjölgað mikið.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sjá meira