Starfsfólk RÚV foxillt vegna sekta Bílastæðasjóðs Jakob Bjarnar skrifar 15. janúar 2018 13:52 Meðal þeirra sem fengu vænar sektir, sér til mikillar hrellingar, voru þau Þórhildur, Doddi litli og Gísli Einarsson. Mikil gremja er meðal starfsmanna RÚV vegna bílastæðamála sem eru í miklum ólestri við Efstaleitið. Mjög hefur þrengt að húsinu í kjölfar byggingaframkvæmda við húsið og bílastæðum fækkað. Hópur fjölmiðlafólks fékk fyrir helgi háar sektir, eða tíu þúsund króna sektarmiða, fyrir að leggja ólöglega. Þeirra á meðal eru útvarpsmaðurinn Doddi litli, Þórhildur Ólafsdóttir útvarpsmaður á Rás 1 og sjónvarpsstjarnan Gísli Einarsson. Þetta hleypti illu blóði í mannskapinn og var ekki á það bætandi því vegna skorts á bílastæðum og erfiðu aðgengi hefur borið á því að gestir hafi beinlínis hætt við að mæta í viðtöl vegna ástandsins. Þá eiga aldraðir og fatlaðir í stökustu vandræðum með að komast að húsinu, sem ekki er gott því auk Ríkisútvarpsins er Félagsþjónustan í Reykjavík með aðsetur í útvarpshúsinu við Efstaleiti. Sú stofnun leigir alla fjórðu hæð hússins, fimmtu einnig fyrir utan mötuneytið og góðan skerf af þeirri fyrstu af RÚV. Þar ríkir einnig mikil gremja vegna þessa ástands og er talað um svik og vísað til loforða þess efnis að stæðum við húsið myndi ekki fækka vegna byggingarframkvæmdanna. Sem ekki hefur staðist. Heimaþjónustan kemur ekki að um 30 bílum sem hún notar til starfseminnar við húsið með góðu móti. Eins og fram hefur komið seldi RÚV byggingarétt á lóð við Efstaleiti 1 fyrir 1.535 milljónir króna. Salan var umdeild en áhöld voru uppi um eignarrétt, hvort RÚV ætti í raun landið. Undanfarið hafa byggingar sprottið þar upp, með tilheyrandi raski en áætlanir gera ráð fyrir 350 íbúðum á lóðinni.Uppfært 16.01.18 kl. 12:00 Ábending hefur borist þess efnis að ekki sé um að ræða 250 íbúðir sem nú rísa við Efstaleiti, eins og áætlanir gerðu upphaflega ráð fyrir og sagði upphaflega í þessari frétt, heldur 350 íbúðir. Og munar um minna en þetta hefur nú verið lagfært. Fjölmiðlar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Milljarða uppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Sjá meira
Mikil gremja er meðal starfsmanna RÚV vegna bílastæðamála sem eru í miklum ólestri við Efstaleitið. Mjög hefur þrengt að húsinu í kjölfar byggingaframkvæmda við húsið og bílastæðum fækkað. Hópur fjölmiðlafólks fékk fyrir helgi háar sektir, eða tíu þúsund króna sektarmiða, fyrir að leggja ólöglega. Þeirra á meðal eru útvarpsmaðurinn Doddi litli, Þórhildur Ólafsdóttir útvarpsmaður á Rás 1 og sjónvarpsstjarnan Gísli Einarsson. Þetta hleypti illu blóði í mannskapinn og var ekki á það bætandi því vegna skorts á bílastæðum og erfiðu aðgengi hefur borið á því að gestir hafi beinlínis hætt við að mæta í viðtöl vegna ástandsins. Þá eiga aldraðir og fatlaðir í stökustu vandræðum með að komast að húsinu, sem ekki er gott því auk Ríkisútvarpsins er Félagsþjónustan í Reykjavík með aðsetur í útvarpshúsinu við Efstaleiti. Sú stofnun leigir alla fjórðu hæð hússins, fimmtu einnig fyrir utan mötuneytið og góðan skerf af þeirri fyrstu af RÚV. Þar ríkir einnig mikil gremja vegna þessa ástands og er talað um svik og vísað til loforða þess efnis að stæðum við húsið myndi ekki fækka vegna byggingarframkvæmdanna. Sem ekki hefur staðist. Heimaþjónustan kemur ekki að um 30 bílum sem hún notar til starfseminnar við húsið með góðu móti. Eins og fram hefur komið seldi RÚV byggingarétt á lóð við Efstaleiti 1 fyrir 1.535 milljónir króna. Salan var umdeild en áhöld voru uppi um eignarrétt, hvort RÚV ætti í raun landið. Undanfarið hafa byggingar sprottið þar upp, með tilheyrandi raski en áætlanir gera ráð fyrir 350 íbúðum á lóðinni.Uppfært 16.01.18 kl. 12:00 Ábending hefur borist þess efnis að ekki sé um að ræða 250 íbúðir sem nú rísa við Efstaleiti, eins og áætlanir gerðu upphaflega ráð fyrir og sagði upphaflega í þessari frétt, heldur 350 íbúðir. Og munar um minna en þetta hefur nú verið lagfært.
Fjölmiðlar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Milljarða uppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent