Starfsfólk RÚV foxillt vegna sekta Bílastæðasjóðs Jakob Bjarnar skrifar 15. janúar 2018 13:52 Meðal þeirra sem fengu vænar sektir, sér til mikillar hrellingar, voru þau Þórhildur, Doddi litli og Gísli Einarsson. Mikil gremja er meðal starfsmanna RÚV vegna bílastæðamála sem eru í miklum ólestri við Efstaleitið. Mjög hefur þrengt að húsinu í kjölfar byggingaframkvæmda við húsið og bílastæðum fækkað. Hópur fjölmiðlafólks fékk fyrir helgi háar sektir, eða tíu þúsund króna sektarmiða, fyrir að leggja ólöglega. Þeirra á meðal eru útvarpsmaðurinn Doddi litli, Þórhildur Ólafsdóttir útvarpsmaður á Rás 1 og sjónvarpsstjarnan Gísli Einarsson. Þetta hleypti illu blóði í mannskapinn og var ekki á það bætandi því vegna skorts á bílastæðum og erfiðu aðgengi hefur borið á því að gestir hafi beinlínis hætt við að mæta í viðtöl vegna ástandsins. Þá eiga aldraðir og fatlaðir í stökustu vandræðum með að komast að húsinu, sem ekki er gott því auk Ríkisútvarpsins er Félagsþjónustan í Reykjavík með aðsetur í útvarpshúsinu við Efstaleiti. Sú stofnun leigir alla fjórðu hæð hússins, fimmtu einnig fyrir utan mötuneytið og góðan skerf af þeirri fyrstu af RÚV. Þar ríkir einnig mikil gremja vegna þessa ástands og er talað um svik og vísað til loforða þess efnis að stæðum við húsið myndi ekki fækka vegna byggingarframkvæmdanna. Sem ekki hefur staðist. Heimaþjónustan kemur ekki að um 30 bílum sem hún notar til starfseminnar við húsið með góðu móti. Eins og fram hefur komið seldi RÚV byggingarétt á lóð við Efstaleiti 1 fyrir 1.535 milljónir króna. Salan var umdeild en áhöld voru uppi um eignarrétt, hvort RÚV ætti í raun landið. Undanfarið hafa byggingar sprottið þar upp, með tilheyrandi raski en áætlanir gera ráð fyrir 350 íbúðum á lóðinni.Uppfært 16.01.18 kl. 12:00 Ábending hefur borist þess efnis að ekki sé um að ræða 250 íbúðir sem nú rísa við Efstaleiti, eins og áætlanir gerðu upphaflega ráð fyrir og sagði upphaflega í þessari frétt, heldur 350 íbúðir. Og munar um minna en þetta hefur nú verið lagfært. Fjölmiðlar Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Mikil gremja er meðal starfsmanna RÚV vegna bílastæðamála sem eru í miklum ólestri við Efstaleitið. Mjög hefur þrengt að húsinu í kjölfar byggingaframkvæmda við húsið og bílastæðum fækkað. Hópur fjölmiðlafólks fékk fyrir helgi háar sektir, eða tíu þúsund króna sektarmiða, fyrir að leggja ólöglega. Þeirra á meðal eru útvarpsmaðurinn Doddi litli, Þórhildur Ólafsdóttir útvarpsmaður á Rás 1 og sjónvarpsstjarnan Gísli Einarsson. Þetta hleypti illu blóði í mannskapinn og var ekki á það bætandi því vegna skorts á bílastæðum og erfiðu aðgengi hefur borið á því að gestir hafi beinlínis hætt við að mæta í viðtöl vegna ástandsins. Þá eiga aldraðir og fatlaðir í stökustu vandræðum með að komast að húsinu, sem ekki er gott því auk Ríkisútvarpsins er Félagsþjónustan í Reykjavík með aðsetur í útvarpshúsinu við Efstaleiti. Sú stofnun leigir alla fjórðu hæð hússins, fimmtu einnig fyrir utan mötuneytið og góðan skerf af þeirri fyrstu af RÚV. Þar ríkir einnig mikil gremja vegna þessa ástands og er talað um svik og vísað til loforða þess efnis að stæðum við húsið myndi ekki fækka vegna byggingarframkvæmdanna. Sem ekki hefur staðist. Heimaþjónustan kemur ekki að um 30 bílum sem hún notar til starfseminnar við húsið með góðu móti. Eins og fram hefur komið seldi RÚV byggingarétt á lóð við Efstaleiti 1 fyrir 1.535 milljónir króna. Salan var umdeild en áhöld voru uppi um eignarrétt, hvort RÚV ætti í raun landið. Undanfarið hafa byggingar sprottið þar upp, með tilheyrandi raski en áætlanir gera ráð fyrir 350 íbúðum á lóðinni.Uppfært 16.01.18 kl. 12:00 Ábending hefur borist þess efnis að ekki sé um að ræða 250 íbúðir sem nú rísa við Efstaleiti, eins og áætlanir gerðu upphaflega ráð fyrir og sagði upphaflega í þessari frétt, heldur 350 íbúðir. Og munar um minna en þetta hefur nú verið lagfært.
Fjölmiðlar Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira