Mark Clattenburg: Átti að fá rautt spjald fyrir brotið á Gylfa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2018 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty Mark Clattenburg, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, skrifar um það í pistli sínum í Daily Mail, að Chelsea-maðurinn Jorginho hefði átt að fara útaf með rautt spjald eftir brotið á Gylfa Þór Sigurðssyni í fyrri hálfleik í markalausu jafntefli Chelsea og Everton á Stamford Bridge í gær. Gylfi meiddist á ökkla við brotið en píndi sig áfram langt fram í seinni hálfleik. Eftir leik komust Everton menn hinsvegar betur að alvarleika meiðslanna. Mark Clattenburg átti mjög farsælan feril sem alþjóðadómari og náði sem dæmi magnaðri þrennu sumarið 2016 þegar hann dæmdi úrslialeik enska bikarsins, úrslitaleik Meistaradeildarinnar og úrslitaleik Evrópukeppninnar á 50 dögum. Mark Clattenburg hefur skrifað pistla um dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni í vetur og að þessu sinni var það gróft brot á íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni sem hann tók fyrir.Klippa: Brot Jorginho á Gylfa Þór Jorginho klippti niður Gylfa með þeim afleiðingum að Gylfi lá lengi í jörðinni og yfirgaf seinna leikvanginn í spelku. Gylfi mun væntanlega missa af næstu leikjum íslenska landsliðsins vegna þessa grófa brots. Jorginho fékk gult spjald frá dómara leiksin en Mark Clattenburg var einn af þeim sem taldi að það hafi verið vitlaus litur á spjaldinu.6 MARK CLATTENBURG: Jorginho can count himself lucky not to have been sent off for his tackle on Gylfi Sigurdsson. He was off the ground with both feet and caught his opponent. 6 https://t.co/jA9FY2NO48pic.twitter.com/MFSXrsmYDO — Football Corner (@footcor) November 11, 2018 „Jorginho var heppinn að fá ekki rauða spjaldið fyrir þetta brot á Gylfa Sigurðssyni. Hann var með báða fætur á lofti og klippti mótherja sinn niður,“ skrifaði Mark Clattenburg meðal annars. „Þetta var mjög glannaleg tækling og átti skilið rautt spjald,“ bætti Mark Clattenburg en hann vildi þó jafnframt ekki vera mjög harður við Kevin Friend, dómara leiksins, því það var að hans mati erfitt að sjá það að báðir fætur Jorginho hafi verið á lofti. Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ Sjá meira
Mark Clattenburg, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, skrifar um það í pistli sínum í Daily Mail, að Chelsea-maðurinn Jorginho hefði átt að fara útaf með rautt spjald eftir brotið á Gylfa Þór Sigurðssyni í fyrri hálfleik í markalausu jafntefli Chelsea og Everton á Stamford Bridge í gær. Gylfi meiddist á ökkla við brotið en píndi sig áfram langt fram í seinni hálfleik. Eftir leik komust Everton menn hinsvegar betur að alvarleika meiðslanna. Mark Clattenburg átti mjög farsælan feril sem alþjóðadómari og náði sem dæmi magnaðri þrennu sumarið 2016 þegar hann dæmdi úrslialeik enska bikarsins, úrslitaleik Meistaradeildarinnar og úrslitaleik Evrópukeppninnar á 50 dögum. Mark Clattenburg hefur skrifað pistla um dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni í vetur og að þessu sinni var það gróft brot á íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni sem hann tók fyrir.Klippa: Brot Jorginho á Gylfa Þór Jorginho klippti niður Gylfa með þeim afleiðingum að Gylfi lá lengi í jörðinni og yfirgaf seinna leikvanginn í spelku. Gylfi mun væntanlega missa af næstu leikjum íslenska landsliðsins vegna þessa grófa brots. Jorginho fékk gult spjald frá dómara leiksin en Mark Clattenburg var einn af þeim sem taldi að það hafi verið vitlaus litur á spjaldinu.6 MARK CLATTENBURG: Jorginho can count himself lucky not to have been sent off for his tackle on Gylfi Sigurdsson. He was off the ground with both feet and caught his opponent. 6 https://t.co/jA9FY2NO48pic.twitter.com/MFSXrsmYDO — Football Corner (@footcor) November 11, 2018 „Jorginho var heppinn að fá ekki rauða spjaldið fyrir þetta brot á Gylfa Sigurðssyni. Hann var með báða fætur á lofti og klippti mótherja sinn niður,“ skrifaði Mark Clattenburg meðal annars. „Þetta var mjög glannaleg tækling og átti skilið rautt spjald,“ bætti Mark Clattenburg en hann vildi þó jafnframt ekki vera mjög harður við Kevin Friend, dómara leiksins, því það var að hans mati erfitt að sjá það að báðir fætur Jorginho hafi verið á lofti.
Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ Sjá meira