Mark Clattenburg: Átti að fá rautt spjald fyrir brotið á Gylfa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2018 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty Mark Clattenburg, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, skrifar um það í pistli sínum í Daily Mail, að Chelsea-maðurinn Jorginho hefði átt að fara útaf með rautt spjald eftir brotið á Gylfa Þór Sigurðssyni í fyrri hálfleik í markalausu jafntefli Chelsea og Everton á Stamford Bridge í gær. Gylfi meiddist á ökkla við brotið en píndi sig áfram langt fram í seinni hálfleik. Eftir leik komust Everton menn hinsvegar betur að alvarleika meiðslanna. Mark Clattenburg átti mjög farsælan feril sem alþjóðadómari og náði sem dæmi magnaðri þrennu sumarið 2016 þegar hann dæmdi úrslialeik enska bikarsins, úrslitaleik Meistaradeildarinnar og úrslitaleik Evrópukeppninnar á 50 dögum. Mark Clattenburg hefur skrifað pistla um dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni í vetur og að þessu sinni var það gróft brot á íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni sem hann tók fyrir.Klippa: Brot Jorginho á Gylfa Þór Jorginho klippti niður Gylfa með þeim afleiðingum að Gylfi lá lengi í jörðinni og yfirgaf seinna leikvanginn í spelku. Gylfi mun væntanlega missa af næstu leikjum íslenska landsliðsins vegna þessa grófa brots. Jorginho fékk gult spjald frá dómara leiksin en Mark Clattenburg var einn af þeim sem taldi að það hafi verið vitlaus litur á spjaldinu.6 MARK CLATTENBURG: Jorginho can count himself lucky not to have been sent off for his tackle on Gylfi Sigurdsson. He was off the ground with both feet and caught his opponent. 6 https://t.co/jA9FY2NO48pic.twitter.com/MFSXrsmYDO — Football Corner (@footcor) November 11, 2018 „Jorginho var heppinn að fá ekki rauða spjaldið fyrir þetta brot á Gylfa Sigurðssyni. Hann var með báða fætur á lofti og klippti mótherja sinn niður,“ skrifaði Mark Clattenburg meðal annars. „Þetta var mjög glannaleg tækling og átti skilið rautt spjald,“ bætti Mark Clattenburg en hann vildi þó jafnframt ekki vera mjög harður við Kevin Friend, dómara leiksins, því það var að hans mati erfitt að sjá það að báðir fætur Jorginho hafi verið á lofti. Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Mark Clattenburg, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, skrifar um það í pistli sínum í Daily Mail, að Chelsea-maðurinn Jorginho hefði átt að fara útaf með rautt spjald eftir brotið á Gylfa Þór Sigurðssyni í fyrri hálfleik í markalausu jafntefli Chelsea og Everton á Stamford Bridge í gær. Gylfi meiddist á ökkla við brotið en píndi sig áfram langt fram í seinni hálfleik. Eftir leik komust Everton menn hinsvegar betur að alvarleika meiðslanna. Mark Clattenburg átti mjög farsælan feril sem alþjóðadómari og náði sem dæmi magnaðri þrennu sumarið 2016 þegar hann dæmdi úrslialeik enska bikarsins, úrslitaleik Meistaradeildarinnar og úrslitaleik Evrópukeppninnar á 50 dögum. Mark Clattenburg hefur skrifað pistla um dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni í vetur og að þessu sinni var það gróft brot á íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni sem hann tók fyrir.Klippa: Brot Jorginho á Gylfa Þór Jorginho klippti niður Gylfa með þeim afleiðingum að Gylfi lá lengi í jörðinni og yfirgaf seinna leikvanginn í spelku. Gylfi mun væntanlega missa af næstu leikjum íslenska landsliðsins vegna þessa grófa brots. Jorginho fékk gult spjald frá dómara leiksin en Mark Clattenburg var einn af þeim sem taldi að það hafi verið vitlaus litur á spjaldinu.6 MARK CLATTENBURG: Jorginho can count himself lucky not to have been sent off for his tackle on Gylfi Sigurdsson. He was off the ground with both feet and caught his opponent. 6 https://t.co/jA9FY2NO48pic.twitter.com/MFSXrsmYDO — Football Corner (@footcor) November 11, 2018 „Jorginho var heppinn að fá ekki rauða spjaldið fyrir þetta brot á Gylfa Sigurðssyni. Hann var með báða fætur á lofti og klippti mótherja sinn niður,“ skrifaði Mark Clattenburg meðal annars. „Þetta var mjög glannaleg tækling og átti skilið rautt spjald,“ bætti Mark Clattenburg en hann vildi þó jafnframt ekki vera mjög harður við Kevin Friend, dómara leiksins, því það var að hans mati erfitt að sjá það að báðir fætur Jorginho hafi verið á lofti.
Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti