Brjálaður yfir brotinu á Gylfa og býst ekki við að Gylfi spili með íslenska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2018 09:30 Gylfi Þór Sigurðsson og Marco Silva. Vísir/Getty Marco Silva, knattspyrnustjóri Everton, var allt annað en sáttur með meðferðina sem íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fékk á Stamford Bridge í gær. Jorginho, leikmaður Chelsea, fékk þá að halda áfram leik þrátt fyrir að klippa Gylfa gróflega niður. Flestir eru sammála að Jorginho hafi átt að fá rautt spjald en hann fékk bara gult. Atvikið gerðist í fyrri hálfleik í þessu markalausa jafntefli Chelsea og Everton en Everton liðið hefði verið í allt annarri og betri stöðu ef að Jorginho hefði þarna þurft að yfirgefa völlinn. Í stað þess að vera manni færri í meira en einn hálfleik þá hélt ítalski miðjumaðurinn áfram leik. Silva expects Gylfi Sigurdsson to miss #Iceland upcoming games with Belgium and Qatar. “Did you see the tackle by Jorginho? I hope we don't lose him for the next matches. I think he's not in a condition to play for the national team. Let's see in the next days.” #EFC — The Most GuardioLa (@frankewusi123) November 11, 2018Gylfi lá lengi sárþjáður í grasinu en stóð upp aftur og hélt áfram leik. Gylfi dugði fram í seinni hálfleik en yfirgaf síðan leikvanginn í spelku. Það muna kannski margir eftir því þegar Gylfi meiddist á síðustu leiktíð. Líkt og í gær þá hélt hann áfram leik eftir meiðslin en seinna kom alvarleiki þeirra betur í ljós. Vonandi er harka Gylfa ekki að fela önnur slík slæm meiðsli nú. Marco Silva skammaðist yfir brotinu á Gylfa eftir leik. „Sáuð þið þessa tæklingu hjá Jorginho? Ég vona að ég missi Gylfa ekki fyrir næstu leiki okkar. Ég held að hann sé ekki í ástandi til að geta spilað þessa tvo landsleiki með Íslandi. Við sjáum það betur á næstu dögum,“ sagði Marco Silva. Þetta var líka ekki góð helgi fyrir íslenska landsliðið því Jóhann Berg Guðmundsson meiddist einnig í leik með Burnley og verður því ekki með íslenska landsliðinu á móti Belgíu og Katar.Klippa: Brot Jorginho á Gylfa Þór Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi haltraði af velli í dag - Landsleikirnir í hættu? Gylfi Þór Sigurðsson haltraði af velli í leik Chelsea og Everton í dag en hann varð fyrir ljótri tæklingu frá Jorginho í leiknum í dag. 11. nóvember 2018 18:43 Mark Clattenburg: Átti að fá rautt spjald fyrir brotið á Gylfa Mark Clattenburg, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, skrifar um það í pistli sínum í Daily Mail, að Chelsea-maðurinn Jorginho hefði átt að fara útaf með rautt spjald eftir brotið á Gylfa Þór Sigurðssyni í fyrri hálfleik í markalausu jafntefli Chelsea og Everton á Stamford Bridge í gær. 12. nóvember 2018 09:00 Gylfi yfirgaf Brúna í spelku Gylfi Þór Sigurðsson yfirgaf Stamford Bridge í dag í spelku en hann meiddist í leiknum og þurfti að yfirgefa völlinn. 11. nóvember 2018 21:24 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Sjá meira
Marco Silva, knattspyrnustjóri Everton, var allt annað en sáttur með meðferðina sem íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fékk á Stamford Bridge í gær. Jorginho, leikmaður Chelsea, fékk þá að halda áfram leik þrátt fyrir að klippa Gylfa gróflega niður. Flestir eru sammála að Jorginho hafi átt að fá rautt spjald en hann fékk bara gult. Atvikið gerðist í fyrri hálfleik í þessu markalausa jafntefli Chelsea og Everton en Everton liðið hefði verið í allt annarri og betri stöðu ef að Jorginho hefði þarna þurft að yfirgefa völlinn. Í stað þess að vera manni færri í meira en einn hálfleik þá hélt ítalski miðjumaðurinn áfram leik. Silva expects Gylfi Sigurdsson to miss #Iceland upcoming games with Belgium and Qatar. “Did you see the tackle by Jorginho? I hope we don't lose him for the next matches. I think he's not in a condition to play for the national team. Let's see in the next days.” #EFC — The Most GuardioLa (@frankewusi123) November 11, 2018Gylfi lá lengi sárþjáður í grasinu en stóð upp aftur og hélt áfram leik. Gylfi dugði fram í seinni hálfleik en yfirgaf síðan leikvanginn í spelku. Það muna kannski margir eftir því þegar Gylfi meiddist á síðustu leiktíð. Líkt og í gær þá hélt hann áfram leik eftir meiðslin en seinna kom alvarleiki þeirra betur í ljós. Vonandi er harka Gylfa ekki að fela önnur slík slæm meiðsli nú. Marco Silva skammaðist yfir brotinu á Gylfa eftir leik. „Sáuð þið þessa tæklingu hjá Jorginho? Ég vona að ég missi Gylfa ekki fyrir næstu leiki okkar. Ég held að hann sé ekki í ástandi til að geta spilað þessa tvo landsleiki með Íslandi. Við sjáum það betur á næstu dögum,“ sagði Marco Silva. Þetta var líka ekki góð helgi fyrir íslenska landsliðið því Jóhann Berg Guðmundsson meiddist einnig í leik með Burnley og verður því ekki með íslenska landsliðinu á móti Belgíu og Katar.Klippa: Brot Jorginho á Gylfa Þór
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi haltraði af velli í dag - Landsleikirnir í hættu? Gylfi Þór Sigurðsson haltraði af velli í leik Chelsea og Everton í dag en hann varð fyrir ljótri tæklingu frá Jorginho í leiknum í dag. 11. nóvember 2018 18:43 Mark Clattenburg: Átti að fá rautt spjald fyrir brotið á Gylfa Mark Clattenburg, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, skrifar um það í pistli sínum í Daily Mail, að Chelsea-maðurinn Jorginho hefði átt að fara útaf með rautt spjald eftir brotið á Gylfa Þór Sigurðssyni í fyrri hálfleik í markalausu jafntefli Chelsea og Everton á Stamford Bridge í gær. 12. nóvember 2018 09:00 Gylfi yfirgaf Brúna í spelku Gylfi Þór Sigurðsson yfirgaf Stamford Bridge í dag í spelku en hann meiddist í leiknum og þurfti að yfirgefa völlinn. 11. nóvember 2018 21:24 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Sjá meira
Gylfi haltraði af velli í dag - Landsleikirnir í hættu? Gylfi Þór Sigurðsson haltraði af velli í leik Chelsea og Everton í dag en hann varð fyrir ljótri tæklingu frá Jorginho í leiknum í dag. 11. nóvember 2018 18:43
Mark Clattenburg: Átti að fá rautt spjald fyrir brotið á Gylfa Mark Clattenburg, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, skrifar um það í pistli sínum í Daily Mail, að Chelsea-maðurinn Jorginho hefði átt að fara útaf með rautt spjald eftir brotið á Gylfa Þór Sigurðssyni í fyrri hálfleik í markalausu jafntefli Chelsea og Everton á Stamford Bridge í gær. 12. nóvember 2018 09:00
Gylfi yfirgaf Brúna í spelku Gylfi Þór Sigurðsson yfirgaf Stamford Bridge í dag í spelku en hann meiddist í leiknum og þurfti að yfirgefa völlinn. 11. nóvember 2018 21:24