Manfred Weber verður forsetaefni evrópskra hægrimanna Atli Ísleifsson skrifar 8. nóvember 2018 11:41 Manfred Weber hefur gegnt embætti þingflokksformanns EPP á Evrópuþinginu frá 2014. Getty/Bloomberg Hægrimenn á Evrópuþinginu ákváðu í dag að Þjóðverjinn Manfred Weber, þingflokksformaður Evrópska þjóðarflokksins (EPP), skyldi verða kandídat þeirra þegar leiðtogaráð Evrópusambandsins ákveður hver skuli verða næsti forseti framkvæmdastjórnar ESB á næsta ári. Jean Claude Juncker hyggst láta af embættinu eftir kosningarnar sem fram fara í maí 2019. Fulltrúar flokkanna, sem eiga aðild að EPP á Evrópuþinginu, komu saman í Helsinki og greiddu í dag atkvæði um hver skyldi verða þeirra forsetaefni þeirra. Stóð valið milli Weber og Alexander Stubb, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands. Weber hlaut örugga kosningu, 492 atkvæði gegn 127 atkvæðum Stubb.Alexander Stubb og Manfred Weber.Getty/BloombergStefnir í að EPP verði áfram stærsturEvrópski þjóðarflokkurinn er nú stærsti flokkurinn á Evrópuþinginu og benda skoðanakannanir til að líklegt sé að EPP, sem er hreyfing hægriflokka og kristilegra demókrata í Evrópuþinginu, muni áfram verða stærstir á Evrópuþinginu eftir kosningar. Jafnvel að samstaða hafi náðst um Weber innan EPP og flokkurinn verði stærstur á Evrópuþingi, er þó á engan hátt víst að hann taki við af Juncker. Ástæðan er sú að margir leiðtogar aðildarríkjanna eru andsnúnir þeirri kröfu Evrópuþingsins að leiðtogaráðið verði að velja næsta forseta framkvæmdastjórnarinnar úr hópi þeirra kandídata sem flokkarnir á þinginu koma sér saman um til að tilnefna. Leiðtogaráðinu er þó ætlað að taka tillit til niðurstöðu kosninganna til Evrópuþingsins við val á næsta forseta. Hinn 46 ára Weber er frá Bæjaralandi og er meðlimur Kristilegra demókrata í Bæjaralandi (CSU). hefur átt sæti á Evrópuþinginu frá árinu 2004 og verið leiðtogi þingflokks EPP á Evrópuþinginu frá 2014.Timmermans kandídat JafnaðarmannaÞinghópur Jafnaðarmanna á Evrópuþinginu munu að öllum líkindum fylkja sér að baki Hollendingnum Frans Timmermans, einum varaforseta framkvæmdastjórnarinnar, á þingi sínu í Lissabon í næsta mánuði. Hópurinn er næststærsti þinghópurinn á Evrópuþinginu. Evrópusambandið Finnland Norðurlönd Þýskaland Tengdar fréttir Merkel vill sjá Weber sem arftaka Juncker Þýski Evrópuþingmaðurinn Manfred Weber lýsti í dag yfir að hann sækist eftir því að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB á næsta ári. 5. september 2018 23:22 Sefcovic styður Timmermans í vali á Jafnaðarmanna á mögulegum arftaka Juncker Slóvakinn Maros Sefcovic, einn varaforseta framkvæmdastjórnar ESB, hefur lýst því yfir að hann sækist ekki lengur eftir því að verða næsti forseti framkvæmdastjórnar ESB. 6. nóvember 2018 11:18 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Hægrimenn á Evrópuþinginu ákváðu í dag að Þjóðverjinn Manfred Weber, þingflokksformaður Evrópska þjóðarflokksins (EPP), skyldi verða kandídat þeirra þegar leiðtogaráð Evrópusambandsins ákveður hver skuli verða næsti forseti framkvæmdastjórnar ESB á næsta ári. Jean Claude Juncker hyggst láta af embættinu eftir kosningarnar sem fram fara í maí 2019. Fulltrúar flokkanna, sem eiga aðild að EPP á Evrópuþinginu, komu saman í Helsinki og greiddu í dag atkvæði um hver skyldi verða þeirra forsetaefni þeirra. Stóð valið milli Weber og Alexander Stubb, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands. Weber hlaut örugga kosningu, 492 atkvæði gegn 127 atkvæðum Stubb.Alexander Stubb og Manfred Weber.Getty/BloombergStefnir í að EPP verði áfram stærsturEvrópski þjóðarflokkurinn er nú stærsti flokkurinn á Evrópuþinginu og benda skoðanakannanir til að líklegt sé að EPP, sem er hreyfing hægriflokka og kristilegra demókrata í Evrópuþinginu, muni áfram verða stærstir á Evrópuþinginu eftir kosningar. Jafnvel að samstaða hafi náðst um Weber innan EPP og flokkurinn verði stærstur á Evrópuþingi, er þó á engan hátt víst að hann taki við af Juncker. Ástæðan er sú að margir leiðtogar aðildarríkjanna eru andsnúnir þeirri kröfu Evrópuþingsins að leiðtogaráðið verði að velja næsta forseta framkvæmdastjórnarinnar úr hópi þeirra kandídata sem flokkarnir á þinginu koma sér saman um til að tilnefna. Leiðtogaráðinu er þó ætlað að taka tillit til niðurstöðu kosninganna til Evrópuþingsins við val á næsta forseta. Hinn 46 ára Weber er frá Bæjaralandi og er meðlimur Kristilegra demókrata í Bæjaralandi (CSU). hefur átt sæti á Evrópuþinginu frá árinu 2004 og verið leiðtogi þingflokks EPP á Evrópuþinginu frá 2014.Timmermans kandídat JafnaðarmannaÞinghópur Jafnaðarmanna á Evrópuþinginu munu að öllum líkindum fylkja sér að baki Hollendingnum Frans Timmermans, einum varaforseta framkvæmdastjórnarinnar, á þingi sínu í Lissabon í næsta mánuði. Hópurinn er næststærsti þinghópurinn á Evrópuþinginu.
Evrópusambandið Finnland Norðurlönd Þýskaland Tengdar fréttir Merkel vill sjá Weber sem arftaka Juncker Þýski Evrópuþingmaðurinn Manfred Weber lýsti í dag yfir að hann sækist eftir því að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB á næsta ári. 5. september 2018 23:22 Sefcovic styður Timmermans í vali á Jafnaðarmanna á mögulegum arftaka Juncker Slóvakinn Maros Sefcovic, einn varaforseta framkvæmdastjórnar ESB, hefur lýst því yfir að hann sækist ekki lengur eftir því að verða næsti forseti framkvæmdastjórnar ESB. 6. nóvember 2018 11:18 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Merkel vill sjá Weber sem arftaka Juncker Þýski Evrópuþingmaðurinn Manfred Weber lýsti í dag yfir að hann sækist eftir því að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB á næsta ári. 5. september 2018 23:22
Sefcovic styður Timmermans í vali á Jafnaðarmanna á mögulegum arftaka Juncker Slóvakinn Maros Sefcovic, einn varaforseta framkvæmdastjórnar ESB, hefur lýst því yfir að hann sækist ekki lengur eftir því að verða næsti forseti framkvæmdastjórnar ESB. 6. nóvember 2018 11:18