Manfred Weber verður forsetaefni evrópskra hægrimanna Atli Ísleifsson skrifar 8. nóvember 2018 11:41 Manfred Weber hefur gegnt embætti þingflokksformanns EPP á Evrópuþinginu frá 2014. Getty/Bloomberg Hægrimenn á Evrópuþinginu ákváðu í dag að Þjóðverjinn Manfred Weber, þingflokksformaður Evrópska þjóðarflokksins (EPP), skyldi verða kandídat þeirra þegar leiðtogaráð Evrópusambandsins ákveður hver skuli verða næsti forseti framkvæmdastjórnar ESB á næsta ári. Jean Claude Juncker hyggst láta af embættinu eftir kosningarnar sem fram fara í maí 2019. Fulltrúar flokkanna, sem eiga aðild að EPP á Evrópuþinginu, komu saman í Helsinki og greiddu í dag atkvæði um hver skyldi verða þeirra forsetaefni þeirra. Stóð valið milli Weber og Alexander Stubb, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands. Weber hlaut örugga kosningu, 492 atkvæði gegn 127 atkvæðum Stubb.Alexander Stubb og Manfred Weber.Getty/BloombergStefnir í að EPP verði áfram stærsturEvrópski þjóðarflokkurinn er nú stærsti flokkurinn á Evrópuþinginu og benda skoðanakannanir til að líklegt sé að EPP, sem er hreyfing hægriflokka og kristilegra demókrata í Evrópuþinginu, muni áfram verða stærstir á Evrópuþinginu eftir kosningar. Jafnvel að samstaða hafi náðst um Weber innan EPP og flokkurinn verði stærstur á Evrópuþingi, er þó á engan hátt víst að hann taki við af Juncker. Ástæðan er sú að margir leiðtogar aðildarríkjanna eru andsnúnir þeirri kröfu Evrópuþingsins að leiðtogaráðið verði að velja næsta forseta framkvæmdastjórnarinnar úr hópi þeirra kandídata sem flokkarnir á þinginu koma sér saman um til að tilnefna. Leiðtogaráðinu er þó ætlað að taka tillit til niðurstöðu kosninganna til Evrópuþingsins við val á næsta forseta. Hinn 46 ára Weber er frá Bæjaralandi og er meðlimur Kristilegra demókrata í Bæjaralandi (CSU). hefur átt sæti á Evrópuþinginu frá árinu 2004 og verið leiðtogi þingflokks EPP á Evrópuþinginu frá 2014.Timmermans kandídat JafnaðarmannaÞinghópur Jafnaðarmanna á Evrópuþinginu munu að öllum líkindum fylkja sér að baki Hollendingnum Frans Timmermans, einum varaforseta framkvæmdastjórnarinnar, á þingi sínu í Lissabon í næsta mánuði. Hópurinn er næststærsti þinghópurinn á Evrópuþinginu. Evrópusambandið Finnland Norðurlönd Þýskaland Tengdar fréttir Merkel vill sjá Weber sem arftaka Juncker Þýski Evrópuþingmaðurinn Manfred Weber lýsti í dag yfir að hann sækist eftir því að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB á næsta ári. 5. september 2018 23:22 Sefcovic styður Timmermans í vali á Jafnaðarmanna á mögulegum arftaka Juncker Slóvakinn Maros Sefcovic, einn varaforseta framkvæmdastjórnar ESB, hefur lýst því yfir að hann sækist ekki lengur eftir því að verða næsti forseti framkvæmdastjórnar ESB. 6. nóvember 2018 11:18 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira
Hægrimenn á Evrópuþinginu ákváðu í dag að Þjóðverjinn Manfred Weber, þingflokksformaður Evrópska þjóðarflokksins (EPP), skyldi verða kandídat þeirra þegar leiðtogaráð Evrópusambandsins ákveður hver skuli verða næsti forseti framkvæmdastjórnar ESB á næsta ári. Jean Claude Juncker hyggst láta af embættinu eftir kosningarnar sem fram fara í maí 2019. Fulltrúar flokkanna, sem eiga aðild að EPP á Evrópuþinginu, komu saman í Helsinki og greiddu í dag atkvæði um hver skyldi verða þeirra forsetaefni þeirra. Stóð valið milli Weber og Alexander Stubb, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands. Weber hlaut örugga kosningu, 492 atkvæði gegn 127 atkvæðum Stubb.Alexander Stubb og Manfred Weber.Getty/BloombergStefnir í að EPP verði áfram stærsturEvrópski þjóðarflokkurinn er nú stærsti flokkurinn á Evrópuþinginu og benda skoðanakannanir til að líklegt sé að EPP, sem er hreyfing hægriflokka og kristilegra demókrata í Evrópuþinginu, muni áfram verða stærstir á Evrópuþinginu eftir kosningar. Jafnvel að samstaða hafi náðst um Weber innan EPP og flokkurinn verði stærstur á Evrópuþingi, er þó á engan hátt víst að hann taki við af Juncker. Ástæðan er sú að margir leiðtogar aðildarríkjanna eru andsnúnir þeirri kröfu Evrópuþingsins að leiðtogaráðið verði að velja næsta forseta framkvæmdastjórnarinnar úr hópi þeirra kandídata sem flokkarnir á þinginu koma sér saman um til að tilnefna. Leiðtogaráðinu er þó ætlað að taka tillit til niðurstöðu kosninganna til Evrópuþingsins við val á næsta forseta. Hinn 46 ára Weber er frá Bæjaralandi og er meðlimur Kristilegra demókrata í Bæjaralandi (CSU). hefur átt sæti á Evrópuþinginu frá árinu 2004 og verið leiðtogi þingflokks EPP á Evrópuþinginu frá 2014.Timmermans kandídat JafnaðarmannaÞinghópur Jafnaðarmanna á Evrópuþinginu munu að öllum líkindum fylkja sér að baki Hollendingnum Frans Timmermans, einum varaforseta framkvæmdastjórnarinnar, á þingi sínu í Lissabon í næsta mánuði. Hópurinn er næststærsti þinghópurinn á Evrópuþinginu.
Evrópusambandið Finnland Norðurlönd Þýskaland Tengdar fréttir Merkel vill sjá Weber sem arftaka Juncker Þýski Evrópuþingmaðurinn Manfred Weber lýsti í dag yfir að hann sækist eftir því að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB á næsta ári. 5. september 2018 23:22 Sefcovic styður Timmermans í vali á Jafnaðarmanna á mögulegum arftaka Juncker Slóvakinn Maros Sefcovic, einn varaforseta framkvæmdastjórnar ESB, hefur lýst því yfir að hann sækist ekki lengur eftir því að verða næsti forseti framkvæmdastjórnar ESB. 6. nóvember 2018 11:18 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira
Merkel vill sjá Weber sem arftaka Juncker Þýski Evrópuþingmaðurinn Manfred Weber lýsti í dag yfir að hann sækist eftir því að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB á næsta ári. 5. september 2018 23:22
Sefcovic styður Timmermans í vali á Jafnaðarmanna á mögulegum arftaka Juncker Slóvakinn Maros Sefcovic, einn varaforseta framkvæmdastjórnar ESB, hefur lýst því yfir að hann sækist ekki lengur eftir því að verða næsti forseti framkvæmdastjórnar ESB. 6. nóvember 2018 11:18