Óvíst hvort nokkuð fáist upp í milljóna tjón Hörpu og Sigur Rósar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. september 2018 06:00 Kári Sturluson. Fréttablaðið/gva „Málið er komið í það horf sem til þarf til að komast að því hvort það séu einhverjar eignir þarna,“ segir Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður Hörpu ohf. sem staðið hefur í málarekstri gegn tónleikahaldaranum Kára Sturlusyni og félagi hans, KS Productions slf., til að endurheimta þær 35 milljónir króna af miðasölutekjum sem Kári fékk fyrirframgreiddar vegna tónleika Sigur Rósar í desember síðastliðnum. Fréttablaðið greindi frá því fyrst í september í fyrra að 35 milljónir af miðasölutekjunum væru horfnar. Í nóvember fór Harpa fram á kyrrsetningu á öllum eignum Kára og KS Productions til að tryggja hagsmuni Hörpu og hljómsveitarinnar auk þess sem Kára var stefnt til greiðslu á 35 milljónunum. Kyrrsetningin var staðfest en reyndist árangurslaus að hluta þar sem eignir nægðu ekki upp í kröfuna og óskaði Harpa ohf. því eftir gjaldþrotaskiptum á Kára og félaginu. Héraðsdómur úrskurðaði Kára og félagið gjaldþrota í maí og staðfesti Landsréttur það mánuði síðar. Þegar ljóst varð að þrotameðferð væri hafin á Kára og KS Productions var kyrrsetningarmálið fellt niður af Hörpu. Skiptastjóri þrotabús Kára krafði þá Hörpu um málskostnað og féllst héraðsdómur á að Hörpu bæri að greiða Kára 400 þúsund krónur í málskostnað en Landsréttur sneri þeirri niðurstöðu við. Harpa slapp því við málskostnaðinn. Staðan nú er því sú að skiptastjóri vinnur að því að finna eignir upp í kröfur Hörpu í málinu. Fram hafði komið fyrir dómi í málinu að Harpa og Sigur Rós hefðu skipt með sér 35 milljóna króna tapinu á sínum tíma svo tónleikarnir gætu farið fram. Hvort það fjárhagstjón sem af gjörningnum varð fáist bætt veltur því nú á því hvort skiptastjóra takist að finna nægar eignir upp í kröfuna og takist betur upp en í árangurslausu kyrrsetningunni sem reynd var áður. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Staðfestir gjaldþrot Kára og félags hans vegna Hörputónleika Sigur Rósar Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að að tónleikahaldarinn Kári Sturluson og fyrirtæki hans, KS Productions, verði úrskurðað gjaldþrota. 20. júní 2018 16:35 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Sjá meira
„Málið er komið í það horf sem til þarf til að komast að því hvort það séu einhverjar eignir þarna,“ segir Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður Hörpu ohf. sem staðið hefur í málarekstri gegn tónleikahaldaranum Kára Sturlusyni og félagi hans, KS Productions slf., til að endurheimta þær 35 milljónir króna af miðasölutekjum sem Kári fékk fyrirframgreiddar vegna tónleika Sigur Rósar í desember síðastliðnum. Fréttablaðið greindi frá því fyrst í september í fyrra að 35 milljónir af miðasölutekjunum væru horfnar. Í nóvember fór Harpa fram á kyrrsetningu á öllum eignum Kára og KS Productions til að tryggja hagsmuni Hörpu og hljómsveitarinnar auk þess sem Kára var stefnt til greiðslu á 35 milljónunum. Kyrrsetningin var staðfest en reyndist árangurslaus að hluta þar sem eignir nægðu ekki upp í kröfuna og óskaði Harpa ohf. því eftir gjaldþrotaskiptum á Kára og félaginu. Héraðsdómur úrskurðaði Kára og félagið gjaldþrota í maí og staðfesti Landsréttur það mánuði síðar. Þegar ljóst varð að þrotameðferð væri hafin á Kára og KS Productions var kyrrsetningarmálið fellt niður af Hörpu. Skiptastjóri þrotabús Kára krafði þá Hörpu um málskostnað og féllst héraðsdómur á að Hörpu bæri að greiða Kára 400 þúsund krónur í málskostnað en Landsréttur sneri þeirri niðurstöðu við. Harpa slapp því við málskostnaðinn. Staðan nú er því sú að skiptastjóri vinnur að því að finna eignir upp í kröfur Hörpu í málinu. Fram hafði komið fyrir dómi í málinu að Harpa og Sigur Rós hefðu skipt með sér 35 milljóna króna tapinu á sínum tíma svo tónleikarnir gætu farið fram. Hvort það fjárhagstjón sem af gjörningnum varð fáist bætt veltur því nú á því hvort skiptastjóra takist að finna nægar eignir upp í kröfuna og takist betur upp en í árangurslausu kyrrsetningunni sem reynd var áður.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Staðfestir gjaldþrot Kára og félags hans vegna Hörputónleika Sigur Rósar Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að að tónleikahaldarinn Kári Sturluson og fyrirtæki hans, KS Productions, verði úrskurðað gjaldþrota. 20. júní 2018 16:35 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Sjá meira
Staðfestir gjaldþrot Kára og félags hans vegna Hörputónleika Sigur Rósar Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að að tónleikahaldarinn Kári Sturluson og fyrirtæki hans, KS Productions, verði úrskurðað gjaldþrota. 20. júní 2018 16:35