Óvíst hvort nokkuð fáist upp í milljóna tjón Hörpu og Sigur Rósar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. september 2018 06:00 Kári Sturluson. Fréttablaðið/gva „Málið er komið í það horf sem til þarf til að komast að því hvort það séu einhverjar eignir þarna,“ segir Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður Hörpu ohf. sem staðið hefur í málarekstri gegn tónleikahaldaranum Kára Sturlusyni og félagi hans, KS Productions slf., til að endurheimta þær 35 milljónir króna af miðasölutekjum sem Kári fékk fyrirframgreiddar vegna tónleika Sigur Rósar í desember síðastliðnum. Fréttablaðið greindi frá því fyrst í september í fyrra að 35 milljónir af miðasölutekjunum væru horfnar. Í nóvember fór Harpa fram á kyrrsetningu á öllum eignum Kára og KS Productions til að tryggja hagsmuni Hörpu og hljómsveitarinnar auk þess sem Kára var stefnt til greiðslu á 35 milljónunum. Kyrrsetningin var staðfest en reyndist árangurslaus að hluta þar sem eignir nægðu ekki upp í kröfuna og óskaði Harpa ohf. því eftir gjaldþrotaskiptum á Kára og félaginu. Héraðsdómur úrskurðaði Kára og félagið gjaldþrota í maí og staðfesti Landsréttur það mánuði síðar. Þegar ljóst varð að þrotameðferð væri hafin á Kára og KS Productions var kyrrsetningarmálið fellt niður af Hörpu. Skiptastjóri þrotabús Kára krafði þá Hörpu um málskostnað og féllst héraðsdómur á að Hörpu bæri að greiða Kára 400 þúsund krónur í málskostnað en Landsréttur sneri þeirri niðurstöðu við. Harpa slapp því við málskostnaðinn. Staðan nú er því sú að skiptastjóri vinnur að því að finna eignir upp í kröfur Hörpu í málinu. Fram hafði komið fyrir dómi í málinu að Harpa og Sigur Rós hefðu skipt með sér 35 milljóna króna tapinu á sínum tíma svo tónleikarnir gætu farið fram. Hvort það fjárhagstjón sem af gjörningnum varð fáist bætt veltur því nú á því hvort skiptastjóra takist að finna nægar eignir upp í kröfuna og takist betur upp en í árangurslausu kyrrsetningunni sem reynd var áður. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Staðfestir gjaldþrot Kára og félags hans vegna Hörputónleika Sigur Rósar Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að að tónleikahaldarinn Kári Sturluson og fyrirtæki hans, KS Productions, verði úrskurðað gjaldþrota. 20. júní 2018 16:35 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Sjá meira
„Málið er komið í það horf sem til þarf til að komast að því hvort það séu einhverjar eignir þarna,“ segir Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður Hörpu ohf. sem staðið hefur í málarekstri gegn tónleikahaldaranum Kára Sturlusyni og félagi hans, KS Productions slf., til að endurheimta þær 35 milljónir króna af miðasölutekjum sem Kári fékk fyrirframgreiddar vegna tónleika Sigur Rósar í desember síðastliðnum. Fréttablaðið greindi frá því fyrst í september í fyrra að 35 milljónir af miðasölutekjunum væru horfnar. Í nóvember fór Harpa fram á kyrrsetningu á öllum eignum Kára og KS Productions til að tryggja hagsmuni Hörpu og hljómsveitarinnar auk þess sem Kára var stefnt til greiðslu á 35 milljónunum. Kyrrsetningin var staðfest en reyndist árangurslaus að hluta þar sem eignir nægðu ekki upp í kröfuna og óskaði Harpa ohf. því eftir gjaldþrotaskiptum á Kára og félaginu. Héraðsdómur úrskurðaði Kára og félagið gjaldþrota í maí og staðfesti Landsréttur það mánuði síðar. Þegar ljóst varð að þrotameðferð væri hafin á Kára og KS Productions var kyrrsetningarmálið fellt niður af Hörpu. Skiptastjóri þrotabús Kára krafði þá Hörpu um málskostnað og féllst héraðsdómur á að Hörpu bæri að greiða Kára 400 þúsund krónur í málskostnað en Landsréttur sneri þeirri niðurstöðu við. Harpa slapp því við málskostnaðinn. Staðan nú er því sú að skiptastjóri vinnur að því að finna eignir upp í kröfur Hörpu í málinu. Fram hafði komið fyrir dómi í málinu að Harpa og Sigur Rós hefðu skipt með sér 35 milljóna króna tapinu á sínum tíma svo tónleikarnir gætu farið fram. Hvort það fjárhagstjón sem af gjörningnum varð fáist bætt veltur því nú á því hvort skiptastjóra takist að finna nægar eignir upp í kröfuna og takist betur upp en í árangurslausu kyrrsetningunni sem reynd var áður.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Staðfestir gjaldþrot Kára og félags hans vegna Hörputónleika Sigur Rósar Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að að tónleikahaldarinn Kári Sturluson og fyrirtæki hans, KS Productions, verði úrskurðað gjaldþrota. 20. júní 2018 16:35 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Sjá meira
Staðfestir gjaldþrot Kára og félags hans vegna Hörputónleika Sigur Rósar Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að að tónleikahaldarinn Kári Sturluson og fyrirtæki hans, KS Productions, verði úrskurðað gjaldþrota. 20. júní 2018 16:35