Trump spurði vitni í Rússarannsókn út í framburð þeirra Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. mars 2018 07:56 Samskiptin forsetans við vitnin eru sögð á mjög gráu svæði. VÍSIR/GETTY Donald Trump Bandaríkjaforseti ræddi við tvö lykilvitni um vitnisburð þeirra frammi fyrir rannsakendum Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem kannaa íhlutun Rússa í bandarísku forsetakosningunum árið 2016. Þrátt fyrir að ekki sé talið að Trump hafi brotið lög með samtölum sínum þótti vitnunum og lögmönnum þeirra áhugi forsetans vera á gráu svæði. Létu þau því Robert Mueller, sem fer með rannsókn málsins, vita af samskiptunum.New York Times segir frá tilfellunum tveimur. Annars vegar er um að ræða tilraunir forsetans til að fá lögmann Hvíta hússins, Donald F. McGahn II, til að senda frá sér yfirlýsingu þar sem hann myndi þvertaka fyrir fréttaflutning New York Times. Í grein blaðsins sagði að lögmaðurinn hafi tjáð rannsóknarnefndinni að forsetinn hafi óskað þess að Mueller yrði rekinn. McGhan sendi hins vegar aldrei út neina yfirlýsingu. Þess í stað minnti McGhan forsetann á að hann hafi í raun beðið hann um að reka Mueller. Í hinu tilfellinu er vitnið sem um ræðir fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Reince Priebus. Trump er sagður hafa spurt hann út í hvernig vitnisburður hans hafi gengið og hvort rannsakendurnir hafi verið „kurteisir“ (e. nice), ef marka má tvö vitni að samtali þeirra Trump og Preibus. Samtölin tvö eru talin til marks um það að Trump sé að hegða sér með „óþarflega vafasömum hætti,“ þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir lögmanna hans. Þeir hafa hvatt hann til að gera ekki neitt sem gæti látið hann líta út fyrir að vera að vasast í rannsókn Muellers. Bandaríkjaforseti má vart við fleiri slíkum ásökunum. Í sjónarpsviðtali sem hann veitti skömmu eftir að James Comey, fyrrverandi forstjóri Alríkislögregunnar, var rekinn sagði Trump að hann hafi ekki síst verið látinn fara vegna rannsóknar sinnar á Rússamálunum. Óhætt er að segja að forsetinn, þrátt fyrir harða gagnrýni, hafi ekki bitið úr nálinni ennþá vegna þeirra ummæla. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðgjafi: Trump gæti hafa gert eitthvað ólöglegt Sam Nunberg, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hann muni ekki una stefnu til að bera vitni í rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. 5. mars 2018 22:26 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump segist ekki hafa áhyggjur af afskiptum Rússa Hann segir að Bandaríkin muni bregðast við öllu því sem Rússar geri. 6. mars 2018 22:00 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fleiri fréttir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti ræddi við tvö lykilvitni um vitnisburð þeirra frammi fyrir rannsakendum Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem kannaa íhlutun Rússa í bandarísku forsetakosningunum árið 2016. Þrátt fyrir að ekki sé talið að Trump hafi brotið lög með samtölum sínum þótti vitnunum og lögmönnum þeirra áhugi forsetans vera á gráu svæði. Létu þau því Robert Mueller, sem fer með rannsókn málsins, vita af samskiptunum.New York Times segir frá tilfellunum tveimur. Annars vegar er um að ræða tilraunir forsetans til að fá lögmann Hvíta hússins, Donald F. McGahn II, til að senda frá sér yfirlýsingu þar sem hann myndi þvertaka fyrir fréttaflutning New York Times. Í grein blaðsins sagði að lögmaðurinn hafi tjáð rannsóknarnefndinni að forsetinn hafi óskað þess að Mueller yrði rekinn. McGhan sendi hins vegar aldrei út neina yfirlýsingu. Þess í stað minnti McGhan forsetann á að hann hafi í raun beðið hann um að reka Mueller. Í hinu tilfellinu er vitnið sem um ræðir fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Reince Priebus. Trump er sagður hafa spurt hann út í hvernig vitnisburður hans hafi gengið og hvort rannsakendurnir hafi verið „kurteisir“ (e. nice), ef marka má tvö vitni að samtali þeirra Trump og Preibus. Samtölin tvö eru talin til marks um það að Trump sé að hegða sér með „óþarflega vafasömum hætti,“ þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir lögmanna hans. Þeir hafa hvatt hann til að gera ekki neitt sem gæti látið hann líta út fyrir að vera að vasast í rannsókn Muellers. Bandaríkjaforseti má vart við fleiri slíkum ásökunum. Í sjónarpsviðtali sem hann veitti skömmu eftir að James Comey, fyrrverandi forstjóri Alríkislögregunnar, var rekinn sagði Trump að hann hafi ekki síst verið látinn fara vegna rannsóknar sinnar á Rússamálunum. Óhætt er að segja að forsetinn, þrátt fyrir harða gagnrýni, hafi ekki bitið úr nálinni ennþá vegna þeirra ummæla.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðgjafi: Trump gæti hafa gert eitthvað ólöglegt Sam Nunberg, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hann muni ekki una stefnu til að bera vitni í rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. 5. mars 2018 22:26 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump segist ekki hafa áhyggjur af afskiptum Rússa Hann segir að Bandaríkin muni bregðast við öllu því sem Rússar geri. 6. mars 2018 22:00 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fleiri fréttir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Sjá meira
Fyrrverandi ráðgjafi: Trump gæti hafa gert eitthvað ólöglegt Sam Nunberg, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hann muni ekki una stefnu til að bera vitni í rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. 5. mars 2018 22:26
Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53
Trump segist ekki hafa áhyggjur af afskiptum Rússa Hann segir að Bandaríkin muni bregðast við öllu því sem Rússar geri. 6. mars 2018 22:00