Trump reiður eftir að Sanders viðurkenndi tilvist þagnarsamkomulags Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2018 22:15 Donald Trump og Stephanie Clifford, einnig þekkt sem Stormy Daniels. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er reiður Sarah Huckabee Sanders, talskonu Hvíta hússins, eftir að hún virtist óvart viðurkenna í gær að Trump hefði gert þagnarsamkomulag við klámmyndaleikkonuna Stormy Daniels, sem heitir réttu nafni Stephanie Clifford. Leikkonan höfðaði mál gegn forsetanum í vikunni og segir þagnarsamkomulag þeirra dautt og ómerkt vegna þess að Trump hafi ekki skrifað undir það.Fréttir af samkomulaginu voru fyrirferðamiklar í upphafi árs en lögmaður Bandaríkjaforseta, Michael Cohen, er sagður hafa greitt Clifford 130 þúsund dali, skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016, svo hún segði ekki frá kynlífi hennar með forsetanum árið 2006. Trump og Melania Trump gengu í það heilaga árið 2005 og á framhjáhaldið að hafa átt sér stað skömmu eftir að Melania fæddi Baron Trump, son þeirra hjóna. Hvíta húsið hefur ætíð þvertekið fyrir að þetta sé satt.Cohen viðurkenndi að hafa greitt Daniels en sagðist hafa gert það úr eigin vasa og þvertók fyrir að það væri vegna umrædds samkomulags. Tilefni ummæla Cohen var að yfirkjörstjórn Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið hafa verið beðin um að kanna hvort að greiðslan hafi komið úr kosningasjóði Trump og hvort hún hafi verið ólögleg. Hins vegar sagði Sanders við blaðamenn í gær ásakanirnar um samkomulagið væru ósannar en bætti við að Trump hefði unnið málið gegn Daniels og virtist hún þar með staðfesta að þagnarsamkomulagið væri raunverulegt. Rétt á eftir því að hafa sagt þetta vera ósannar ásakanir. Samkvæmt heimildum CNN er Trump verulega reiður vegna þessa.Lögmaður Daniels segir að Trump hafi ekki unnið málið. Í lögsókn Daniels segir að framhjáhaldið hafi haldið áfram langt á árið 2007 og að Daniels eigi „skilaboð og/eða myndir“ því til sönnunar. Klámmyndaleikkonan er ekki sú eina sem heldur því fram að hafa gert þagnarsamkomulag við Trump. Playboy-fyrirsætan Karen McDougal sagði New Yorker í síðasta mánuði að í ágúst 2016 hefði hún fengið 150 þúsund dali frá fjölmiðlafyrirtækinu American Media Inc. fyrir sögu hennar af níu mánaða sambandi hennar og Trump. Sagan birtist þó aldrei. Í umfjöllun New Yorker segir að framkvæmdastjóri AMI, David Pecker, sé vinur Trump og hann hafi reglulega keypt réttinn af sögum fólks til þess að koma í veg fyrir birtingu þeirra. Donald Trump Tengdar fréttir Fox News sat á frétt um Trump og klámstjörnu í kosningabaráttunni Íhaldssama fréttastöðin segist ekki hafa geta staðfest fréttir um meint samband Donalds Trump við Stormy Daniels. 17. janúar 2018 08:48 Klámmyndaleikkonan kærir Trump Stormy Daniels segir Bandaríkjaforseta aldrei hafa undirritað umtalað þagnarsamkomulag þeirra. 7. mars 2018 06:39 Lögmaður Trump segist hafa borgað klámmyndaleikkonu úr eigin vasa Michael Cohen segir 130 þúsund dala greiðslu til Stormy Daniels, sem sagðist hafa sofið hjá Donald Trump árið 2006, ekki koma forsetanum við. 14. febrúar 2018 10:04 Fleiri klámmyndaleikkonur segjast hafa átt í samskiptum við Trump Klámmyndaleikkonan Alana Evans segir að sér hafi verið boðið upp á hótelherbergi Donalds Trump árið 2006. 14. janúar 2018 15:38 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er reiður Sarah Huckabee Sanders, talskonu Hvíta hússins, eftir að hún virtist óvart viðurkenna í gær að Trump hefði gert þagnarsamkomulag við klámmyndaleikkonuna Stormy Daniels, sem heitir réttu nafni Stephanie Clifford. Leikkonan höfðaði mál gegn forsetanum í vikunni og segir þagnarsamkomulag þeirra dautt og ómerkt vegna þess að Trump hafi ekki skrifað undir það.Fréttir af samkomulaginu voru fyrirferðamiklar í upphafi árs en lögmaður Bandaríkjaforseta, Michael Cohen, er sagður hafa greitt Clifford 130 þúsund dali, skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016, svo hún segði ekki frá kynlífi hennar með forsetanum árið 2006. Trump og Melania Trump gengu í það heilaga árið 2005 og á framhjáhaldið að hafa átt sér stað skömmu eftir að Melania fæddi Baron Trump, son þeirra hjóna. Hvíta húsið hefur ætíð þvertekið fyrir að þetta sé satt.Cohen viðurkenndi að hafa greitt Daniels en sagðist hafa gert það úr eigin vasa og þvertók fyrir að það væri vegna umrædds samkomulags. Tilefni ummæla Cohen var að yfirkjörstjórn Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið hafa verið beðin um að kanna hvort að greiðslan hafi komið úr kosningasjóði Trump og hvort hún hafi verið ólögleg. Hins vegar sagði Sanders við blaðamenn í gær ásakanirnar um samkomulagið væru ósannar en bætti við að Trump hefði unnið málið gegn Daniels og virtist hún þar með staðfesta að þagnarsamkomulagið væri raunverulegt. Rétt á eftir því að hafa sagt þetta vera ósannar ásakanir. Samkvæmt heimildum CNN er Trump verulega reiður vegna þessa.Lögmaður Daniels segir að Trump hafi ekki unnið málið. Í lögsókn Daniels segir að framhjáhaldið hafi haldið áfram langt á árið 2007 og að Daniels eigi „skilaboð og/eða myndir“ því til sönnunar. Klámmyndaleikkonan er ekki sú eina sem heldur því fram að hafa gert þagnarsamkomulag við Trump. Playboy-fyrirsætan Karen McDougal sagði New Yorker í síðasta mánuði að í ágúst 2016 hefði hún fengið 150 þúsund dali frá fjölmiðlafyrirtækinu American Media Inc. fyrir sögu hennar af níu mánaða sambandi hennar og Trump. Sagan birtist þó aldrei. Í umfjöllun New Yorker segir að framkvæmdastjóri AMI, David Pecker, sé vinur Trump og hann hafi reglulega keypt réttinn af sögum fólks til þess að koma í veg fyrir birtingu þeirra.
Donald Trump Tengdar fréttir Fox News sat á frétt um Trump og klámstjörnu í kosningabaráttunni Íhaldssama fréttastöðin segist ekki hafa geta staðfest fréttir um meint samband Donalds Trump við Stormy Daniels. 17. janúar 2018 08:48 Klámmyndaleikkonan kærir Trump Stormy Daniels segir Bandaríkjaforseta aldrei hafa undirritað umtalað þagnarsamkomulag þeirra. 7. mars 2018 06:39 Lögmaður Trump segist hafa borgað klámmyndaleikkonu úr eigin vasa Michael Cohen segir 130 þúsund dala greiðslu til Stormy Daniels, sem sagðist hafa sofið hjá Donald Trump árið 2006, ekki koma forsetanum við. 14. febrúar 2018 10:04 Fleiri klámmyndaleikkonur segjast hafa átt í samskiptum við Trump Klámmyndaleikkonan Alana Evans segir að sér hafi verið boðið upp á hótelherbergi Donalds Trump árið 2006. 14. janúar 2018 15:38 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Sjá meira
Fox News sat á frétt um Trump og klámstjörnu í kosningabaráttunni Íhaldssama fréttastöðin segist ekki hafa geta staðfest fréttir um meint samband Donalds Trump við Stormy Daniels. 17. janúar 2018 08:48
Klámmyndaleikkonan kærir Trump Stormy Daniels segir Bandaríkjaforseta aldrei hafa undirritað umtalað þagnarsamkomulag þeirra. 7. mars 2018 06:39
Lögmaður Trump segist hafa borgað klámmyndaleikkonu úr eigin vasa Michael Cohen segir 130 þúsund dala greiðslu til Stormy Daniels, sem sagðist hafa sofið hjá Donald Trump árið 2006, ekki koma forsetanum við. 14. febrúar 2018 10:04
Fleiri klámmyndaleikkonur segjast hafa átt í samskiptum við Trump Klámmyndaleikkonan Alana Evans segir að sér hafi verið boðið upp á hótelherbergi Donalds Trump árið 2006. 14. janúar 2018 15:38