Hvetur leiðtoga Írans til þess að líta í spegil Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. september 2018 23:30 NIkki Haley er fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ. Vísir/Getty Nikki Haley, fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum hvetur leiðtoga Írans til þess að „líta í spegil“ vilji þeir komast að því hverjar séu ástæðurnar sem lágu að baki mannskæðri skotárás á hersýningu í gær.25 létust og fjölmargir særðust er árásarmenn hófu skothríð í miðri hersýningu í borginni Ahvaz í suðvesturhluta landsins. Yngsta fórnarlambið var aðeins fjögurra ára gamalt. Hassan Rouhani, forseti Írans, brást ókvæða við árásinni og sagði hann hegðun yfirvalda í Bandaríkjunum og „leppríkja þeirra“ hafa gert það að verkum að árásin var framin. Sagði hann raunar að yfirvöld í Bandaríkjunum væru yfirgangsseggir með tengsl við hópana sem lýst hafa yfir ábyrgð á árásinni. Bæði ISIS og hópur sem berst gegn stjórn Írans hafa lýst yfir ábyrgð. Bandaríkin hafa hins vegar alfarið neitað ásökunum Rouhani og í viðtali við CNN sagði Haley að Rouhani ætti að líta sjálfum sér nær áður en hann færi að saka aðra um að bera ábyrgð á ódæðinu. „Hann hefur kúgað sitt fólk í lengri tíma og hann þarf að líta inn á við ef hann vill átta sig á því hvaðan andstaðan kemur,“ sagði Haley. „Hann getur kennt okkur um eins og hann vill. Það sem hann þarf hins vegar að gera er að líta í spegil“. Rouhani er væntanlegur til Bandaríkjanna í næstu viku til þess að verða viðstaddur allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin Tengdar fréttir Á þriðja tug látnir í skotárás í Íran Að minnsta kosti 24 létust og 53 særðust í skotárás sem gerð var á hernaðarskrúðgöngu í borginni Ahvas í suðvesturhluta Íran. 22. september 2018 10:31 Gagnrýnir Bandaríkin eftir mannskæða skotárás Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur gagnrýnt bandarísk stjórnvöld harðlega eftir mannskæða skotárás sem gerð var á hersýningu í borginni Ahvaz í gær. Þetta kemur fram á vef BBC. 23. september 2018 11:04 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Sjá meira
Nikki Haley, fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum hvetur leiðtoga Írans til þess að „líta í spegil“ vilji þeir komast að því hverjar séu ástæðurnar sem lágu að baki mannskæðri skotárás á hersýningu í gær.25 létust og fjölmargir særðust er árásarmenn hófu skothríð í miðri hersýningu í borginni Ahvaz í suðvesturhluta landsins. Yngsta fórnarlambið var aðeins fjögurra ára gamalt. Hassan Rouhani, forseti Írans, brást ókvæða við árásinni og sagði hann hegðun yfirvalda í Bandaríkjunum og „leppríkja þeirra“ hafa gert það að verkum að árásin var framin. Sagði hann raunar að yfirvöld í Bandaríkjunum væru yfirgangsseggir með tengsl við hópana sem lýst hafa yfir ábyrgð á árásinni. Bæði ISIS og hópur sem berst gegn stjórn Írans hafa lýst yfir ábyrgð. Bandaríkin hafa hins vegar alfarið neitað ásökunum Rouhani og í viðtali við CNN sagði Haley að Rouhani ætti að líta sjálfum sér nær áður en hann færi að saka aðra um að bera ábyrgð á ódæðinu. „Hann hefur kúgað sitt fólk í lengri tíma og hann þarf að líta inn á við ef hann vill átta sig á því hvaðan andstaðan kemur,“ sagði Haley. „Hann getur kennt okkur um eins og hann vill. Það sem hann þarf hins vegar að gera er að líta í spegil“. Rouhani er væntanlegur til Bandaríkjanna í næstu viku til þess að verða viðstaddur allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna.
Bandaríkin Tengdar fréttir Á þriðja tug látnir í skotárás í Íran Að minnsta kosti 24 létust og 53 særðust í skotárás sem gerð var á hernaðarskrúðgöngu í borginni Ahvas í suðvesturhluta Íran. 22. september 2018 10:31 Gagnrýnir Bandaríkin eftir mannskæða skotárás Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur gagnrýnt bandarísk stjórnvöld harðlega eftir mannskæða skotárás sem gerð var á hersýningu í borginni Ahvaz í gær. Þetta kemur fram á vef BBC. 23. september 2018 11:04 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Sjá meira
Á þriðja tug látnir í skotárás í Íran Að minnsta kosti 24 létust og 53 særðust í skotárás sem gerð var á hernaðarskrúðgöngu í borginni Ahvas í suðvesturhluta Íran. 22. september 2018 10:31
Gagnrýnir Bandaríkin eftir mannskæða skotárás Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur gagnrýnt bandarísk stjórnvöld harðlega eftir mannskæða skotárás sem gerð var á hersýningu í borginni Ahvaz í gær. Þetta kemur fram á vef BBC. 23. september 2018 11:04