Gagnrýnir Bandaríkin eftir mannskæða skotárás Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. september 2018 11:04 Hassan Rouhani, forseti Írans, var ómyrkur í máli þegar hann talaði um hvern ætti að gera ábyrgan fyrir skotárásinni í Ahvaz. Vísir/Getty Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur gagnrýnt bandarísk stjórnvöld harðlega eftir mannskæða skotárás sem gerð var á hersýningu í borginni Ahvaz í gær. Þetta kemur fram á vef BBC. 25 létust í árásinni en meðal þeirra sem létust voru blaðamenn og almennir borgarar, yngst fórnarlambanna var fjögurra ára gömul stúlka. FulltRúar hins íslamska ríkis, ISIS, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en það hafa and-arabískir andstæðingar írönsku ríkisstjórnarinnar einnig gert. Hvorugur hópanna hefur þó getað sannað mál sitt, svo erfitt er að fullyrða nokkuð um hver stendur að baki voðaverkinu. Rouhani sagði að „yfirgangsSeggurinn“ Bandaríkin, ásamt nágrannaríkjum Írans við Persaflóa, hefðu gert árásarmönnunum kleift að fremja árásina. Rouhani og Donald Trump Bandaríkjaforseti munu mætast á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna seinna í vikunni, og ljóst er að þessi orð Íransforseta verða ekki til þess að liðka fyrir nú þegar ansi stirðum samskiptum milli Írans og Bandaríkjanna. Áður en Rouhani hélt til New York, hvar allsherjarþingið er haldið, hét hann því að Íran myndi ekki „leyfa þessum glæp að standa.“ Þá sagði forsetinn deginum ljósara hverjir hafi framið voðaverkin og hverjum þeir tengdust. „Hin smáu strengjabrúðuríki á svæðinu eru studd af Bandaríkjamönnum, sem espa þau upp og veita þeim bolmagnið sem nauðsynlegt er til slíkra verka.“ Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira
Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur gagnrýnt bandarísk stjórnvöld harðlega eftir mannskæða skotárás sem gerð var á hersýningu í borginni Ahvaz í gær. Þetta kemur fram á vef BBC. 25 létust í árásinni en meðal þeirra sem létust voru blaðamenn og almennir borgarar, yngst fórnarlambanna var fjögurra ára gömul stúlka. FulltRúar hins íslamska ríkis, ISIS, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en það hafa and-arabískir andstæðingar írönsku ríkisstjórnarinnar einnig gert. Hvorugur hópanna hefur þó getað sannað mál sitt, svo erfitt er að fullyrða nokkuð um hver stendur að baki voðaverkinu. Rouhani sagði að „yfirgangsSeggurinn“ Bandaríkin, ásamt nágrannaríkjum Írans við Persaflóa, hefðu gert árásarmönnunum kleift að fremja árásina. Rouhani og Donald Trump Bandaríkjaforseti munu mætast á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna seinna í vikunni, og ljóst er að þessi orð Íransforseta verða ekki til þess að liðka fyrir nú þegar ansi stirðum samskiptum milli Írans og Bandaríkjanna. Áður en Rouhani hélt til New York, hvar allsherjarþingið er haldið, hét hann því að Íran myndi ekki „leyfa þessum glæp að standa.“ Þá sagði forsetinn deginum ljósara hverjir hafi framið voðaverkin og hverjum þeir tengdust. „Hin smáu strengjabrúðuríki á svæðinu eru studd af Bandaríkjamönnum, sem espa þau upp og veita þeim bolmagnið sem nauðsynlegt er til slíkra verka.“
Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira