Birkir lagði upp í sigri Aston Villa | Wolves meistarar Dagur Lárusson skrifar 21. apríl 2018 16:00 Birkir Bjarnason lagði upp fjórða mark Villa. vísir/getty Birkir Bjarnason lagði upp fjórða mark Aston Villa í 4-0 sigri gegn Ipswich í ensku 1.deildinni en með sigrinum komst Aston Villa í 82 stig og situr í fjórða sæti deildarinnar. Það sást strax á fyrstu mínútum leiksins að liðsmenn Aston Villa voru hungraðir í sigur en þeir sóttu stíft og sköpuðu sér mikið af færum. Fyrsta mark leiksins kom á 25. mínútu en þá skoraði Conor Hourihane nokkuð skrautlegt mark. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleiknum en Grant Ward, leikmaður Ipswich, fékk þó að líta rauða spjaldið á 42. mínútu og Ipswich þá manni færri. Liðsmenn Aston Villa héldu yfirburðum sínum í seinni hálfleiknum og héldu áfram að skapa mikið af færum og fékk Birkir meðal annars ágætis færi sem hann náði þau ekki að nýta sér. Aston Villa náði að nýta sér eitt af þessum færum á 57. mínútu en þá skoraði Lewis Grabban og var staðan því orðin 2-0. Lewis Grabban var þó ekki hættur heldur skoraði hann sitt annað mark á 76. mínútu eftir flottan undirbúning Josh Onomah og var staðan því orðin 3-0. Henri Lansbury skoraði fjórða mark Aston Villa á 82. mínútu en það var enginn annar en Birkir Bjarnason sem lagði markið upp með frábærri fyrirgjöf inná teig. Fleiri mörk voru ekki skoruð og lokatölur því 4-0. Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Reading gegn Sheffield Wednesday en Jón Daði og félagar eru í bullandi fallbaráttu. Jón Daði spilaði 80. mínútur í þessum leik en honum lauk með 3-0 sigri Sheffield. Eftir leikinn er Reading í 19. sæti deildarinnar með. Wolves tryggðu sér svo bikarinn með 4-0 sigri á Bolton þar sem þeir Barry Douglas, Benik Afobe, Diogo Jota og Conor Coady skoruðu.Úrslit dagsins: Birmingham 2-1 Sheffield United Bolton 0-4 Wolves Brentford 2-1 QPR Bristol City 5-5 Hull Derby County 1-2 Middlesbrough Ipswich 0-4 Aston Villa Leeds United 2-1 Barnsley Preston 0-0 Norwich City Sheffield Wednesday 3-0 Reading Sunderland 1-2 Burton Albion Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Fylgja stefnu Trump og banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira
Birkir Bjarnason lagði upp fjórða mark Aston Villa í 4-0 sigri gegn Ipswich í ensku 1.deildinni en með sigrinum komst Aston Villa í 82 stig og situr í fjórða sæti deildarinnar. Það sást strax á fyrstu mínútum leiksins að liðsmenn Aston Villa voru hungraðir í sigur en þeir sóttu stíft og sköpuðu sér mikið af færum. Fyrsta mark leiksins kom á 25. mínútu en þá skoraði Conor Hourihane nokkuð skrautlegt mark. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleiknum en Grant Ward, leikmaður Ipswich, fékk þó að líta rauða spjaldið á 42. mínútu og Ipswich þá manni færri. Liðsmenn Aston Villa héldu yfirburðum sínum í seinni hálfleiknum og héldu áfram að skapa mikið af færum og fékk Birkir meðal annars ágætis færi sem hann náði þau ekki að nýta sér. Aston Villa náði að nýta sér eitt af þessum færum á 57. mínútu en þá skoraði Lewis Grabban og var staðan því orðin 2-0. Lewis Grabban var þó ekki hættur heldur skoraði hann sitt annað mark á 76. mínútu eftir flottan undirbúning Josh Onomah og var staðan því orðin 3-0. Henri Lansbury skoraði fjórða mark Aston Villa á 82. mínútu en það var enginn annar en Birkir Bjarnason sem lagði markið upp með frábærri fyrirgjöf inná teig. Fleiri mörk voru ekki skoruð og lokatölur því 4-0. Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Reading gegn Sheffield Wednesday en Jón Daði og félagar eru í bullandi fallbaráttu. Jón Daði spilaði 80. mínútur í þessum leik en honum lauk með 3-0 sigri Sheffield. Eftir leikinn er Reading í 19. sæti deildarinnar með. Wolves tryggðu sér svo bikarinn með 4-0 sigri á Bolton þar sem þeir Barry Douglas, Benik Afobe, Diogo Jota og Conor Coady skoruðu.Úrslit dagsins: Birmingham 2-1 Sheffield United Bolton 0-4 Wolves Brentford 2-1 QPR Bristol City 5-5 Hull Derby County 1-2 Middlesbrough Ipswich 0-4 Aston Villa Leeds United 2-1 Barnsley Preston 0-0 Norwich City Sheffield Wednesday 3-0 Reading Sunderland 1-2 Burton Albion
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Fylgja stefnu Trump og banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira