Lofar að CIA endurveki aldrei pyntingaáætlun sína Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2018 12:03 Haspel hefur unnið fyrir CIA frá árinu 1985. Hún yrði fyrsta konan til að stýra leyniþjónustunni. Vísir/AFP Gina Haspel, frambjóðandi Donalds Trump Bandaríkjaforseta til embættis forstjóra leyniþjónustunnar CIA, lofar því að svonefnd „yfirheyrsluáætlun“ stofnunarinnar verði aldrei endurvakin. Haspel hefur mætt andspyrnu þingmanna vegna aðkomu hennar að pyntingum CIA eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september árið 2001. Tilnefning Haspel hefur reynst umdeild. Hún stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi árið 2002 þar sem grunaðir hryðjuverkamenn voru beittir vatnspyntingum. Hún tók einnig þátt í að eyða myndbandssönnunargögnum um pyntingarnar árið 2005. CIA hefur talað um pyntingarnar sem „auknar yfirheyrsluaðferðir“. Tengsl hennar við umdeildasta hluta síðari tíma sögu CIA reyndist Haspel fjötur um fót árið 2013 þegar stofnunin vildi fela henni að stýra leynilegum aðgerðum. Leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings neitaði að staðfesta tilnefningu Haspel vegna hennar.Yrði fyrst kvenna til að stýra CIA Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því um helgina að Haspel hefði boðist til að draga sig í hlé á föstudag til þess að hún þurfi ekki að ræða pyntingarnar opinberlega fyrir þingnefnd sem fjallar um tilnefningu hennar. Trump forseti lýsti engu að síður stuðning við hana og gaf í skyn að demókratar væru á móti Haspel vegna þess að hún tæki „hart“ á hryðjuverkum. Haspel kemur fyrir leyniþjónustunefndina í dag en fulltrúar hennar þurfa að staðfesta tilnefningu hennar sem forstjóri CIA. Í skriflegum framburði sem Haspel sendi nefndinni kemur fram að hún ætli sér afdráttarlaust ekki að endurvekja yfirheyrsluáætlunina og fangelsanir í leynifangelsum á erlendri grundu. Búist er við því að demókratar í nefndinni gangi hart að henni í dag, að sögn Washington Post. Repúblikanar hafa aftur á móti lofað feril hennar hjá CIA og bent á að hún yrði fyrsta konan til að gegna embætti forstjóra CIA. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Væntanlegur yfirmaður CIA vildi draga útnefninguna til baka Gina Haspel, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur útnefnt til embættis forstjóra Bandarísku leyniþjónustunnar bauðst um helgina til þess að stíga til hliðar vegna ótta um að hart yrði sótt að henni í staðfestingaryfirheyrslum bandaríska þingsins. 6. maí 2018 23:30 Konan sem á að stýra CIA tengist „svartasta kaflanum“ í sögu Bandaríkjanna Gina Haspel stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi þar sem fangar voru pyntaðir á síðasta áratug. 14. mars 2018 11:30 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Gina Haspel, frambjóðandi Donalds Trump Bandaríkjaforseta til embættis forstjóra leyniþjónustunnar CIA, lofar því að svonefnd „yfirheyrsluáætlun“ stofnunarinnar verði aldrei endurvakin. Haspel hefur mætt andspyrnu þingmanna vegna aðkomu hennar að pyntingum CIA eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september árið 2001. Tilnefning Haspel hefur reynst umdeild. Hún stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi árið 2002 þar sem grunaðir hryðjuverkamenn voru beittir vatnspyntingum. Hún tók einnig þátt í að eyða myndbandssönnunargögnum um pyntingarnar árið 2005. CIA hefur talað um pyntingarnar sem „auknar yfirheyrsluaðferðir“. Tengsl hennar við umdeildasta hluta síðari tíma sögu CIA reyndist Haspel fjötur um fót árið 2013 þegar stofnunin vildi fela henni að stýra leynilegum aðgerðum. Leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings neitaði að staðfesta tilnefningu Haspel vegna hennar.Yrði fyrst kvenna til að stýra CIA Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því um helgina að Haspel hefði boðist til að draga sig í hlé á föstudag til þess að hún þurfi ekki að ræða pyntingarnar opinberlega fyrir þingnefnd sem fjallar um tilnefningu hennar. Trump forseti lýsti engu að síður stuðning við hana og gaf í skyn að demókratar væru á móti Haspel vegna þess að hún tæki „hart“ á hryðjuverkum. Haspel kemur fyrir leyniþjónustunefndina í dag en fulltrúar hennar þurfa að staðfesta tilnefningu hennar sem forstjóri CIA. Í skriflegum framburði sem Haspel sendi nefndinni kemur fram að hún ætli sér afdráttarlaust ekki að endurvekja yfirheyrsluáætlunina og fangelsanir í leynifangelsum á erlendri grundu. Búist er við því að demókratar í nefndinni gangi hart að henni í dag, að sögn Washington Post. Repúblikanar hafa aftur á móti lofað feril hennar hjá CIA og bent á að hún yrði fyrsta konan til að gegna embætti forstjóra CIA.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Væntanlegur yfirmaður CIA vildi draga útnefninguna til baka Gina Haspel, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur útnefnt til embættis forstjóra Bandarísku leyniþjónustunnar bauðst um helgina til þess að stíga til hliðar vegna ótta um að hart yrði sótt að henni í staðfestingaryfirheyrslum bandaríska þingsins. 6. maí 2018 23:30 Konan sem á að stýra CIA tengist „svartasta kaflanum“ í sögu Bandaríkjanna Gina Haspel stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi þar sem fangar voru pyntaðir á síðasta áratug. 14. mars 2018 11:30 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Væntanlegur yfirmaður CIA vildi draga útnefninguna til baka Gina Haspel, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur útnefnt til embættis forstjóra Bandarísku leyniþjónustunnar bauðst um helgina til þess að stíga til hliðar vegna ótta um að hart yrði sótt að henni í staðfestingaryfirheyrslum bandaríska þingsins. 6. maí 2018 23:30
Konan sem á að stýra CIA tengist „svartasta kaflanum“ í sögu Bandaríkjanna Gina Haspel stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi þar sem fangar voru pyntaðir á síðasta áratug. 14. mars 2018 11:30