Vestrænir leiðtogar harma ákvörðun Trump Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. maí 2018 06:19 Macron, May og Merkel eru ósammála Trump. Vísir/getty Stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Rússlandi og Kína segjast öll vera staðráðin í að halda kjarnorkusamningnum við Íran til streitu. Donald Trump tilkynnti í gær að hann hygðist draga Bandaríkin úr samningnum en forsetinn hefur lengi hatast við samkomulagið sem hann hefur lýst sem „geðveiku“. Fulltrúar ríkjanna fimm hafa á síðustu vikum reynt ítrekað að tala Trump af því að rifta samkomulaginu. Þeir viðurkenna að þó að samningurinn sé kannski ekki fullkominn sé hann þó skömminni skárri en enginn. Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim.Sjá einnig: Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við ÍranFrance, Germany, and the UK regret the U.S. decision to leave the JCPOA. The nuclear non-proliferation regime is at stake.— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) May 8, 2018 Írönsk stjórnvöld tilkynntu jafnframt í gær að þau myndu hefja aftur auðgun úrans, ef samningnum yrði ekki bjargað. Hassan Rouhani, forseti Írans, sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hann sagði að utanríkisráðuneyti landsins fengi nú það hlutverk að setjast við samningaborðið með aðilum að fyrra samkomulagi - vitaskuld að frátöldum Bandaríkjunum. Forsetinn ítrekaði þó að náist samningar að nýju muni Íranar að sjálfsögðu standa við hann. Bandaríkjaforseti sagði í ræðu sinni í gær að hann myndi aftur setja á „þyngstu mögulegu viðskiptaþvinganir“ á Íran, sem hann hefur lengi grunað um að hafi farið á svig við fyrri samning. Stjórnmálaskýrendur telja að ákvörðun Trump muni einangra Bandaríkjastjórn á alþjóðavettvangi, setja samskiptin við þessar helstu bandalagsþjóðir í uppnám, gera samskiptin við Kínverja og Rússa enn stirðari og auka óstöðugleika í Austurlöndum nær. Bandaríkin Tengdar fréttir Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningi stórveldanna Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. 8. maí 2018 18:15 Obama segir ákvörðun Trump „alvarleg mistök“ Theresa May forsætisráðherra Bretlands, Angela Merkel kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron Frakklandsforseti gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem að þau lýsa yfir áhyggjum og harma ákvörðun Trump. 8. maí 2018 22:45 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Rússlandi og Kína segjast öll vera staðráðin í að halda kjarnorkusamningnum við Íran til streitu. Donald Trump tilkynnti í gær að hann hygðist draga Bandaríkin úr samningnum en forsetinn hefur lengi hatast við samkomulagið sem hann hefur lýst sem „geðveiku“. Fulltrúar ríkjanna fimm hafa á síðustu vikum reynt ítrekað að tala Trump af því að rifta samkomulaginu. Þeir viðurkenna að þó að samningurinn sé kannski ekki fullkominn sé hann þó skömminni skárri en enginn. Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim.Sjá einnig: Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við ÍranFrance, Germany, and the UK regret the U.S. decision to leave the JCPOA. The nuclear non-proliferation regime is at stake.— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) May 8, 2018 Írönsk stjórnvöld tilkynntu jafnframt í gær að þau myndu hefja aftur auðgun úrans, ef samningnum yrði ekki bjargað. Hassan Rouhani, forseti Írans, sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hann sagði að utanríkisráðuneyti landsins fengi nú það hlutverk að setjast við samningaborðið með aðilum að fyrra samkomulagi - vitaskuld að frátöldum Bandaríkjunum. Forsetinn ítrekaði þó að náist samningar að nýju muni Íranar að sjálfsögðu standa við hann. Bandaríkjaforseti sagði í ræðu sinni í gær að hann myndi aftur setja á „þyngstu mögulegu viðskiptaþvinganir“ á Íran, sem hann hefur lengi grunað um að hafi farið á svig við fyrri samning. Stjórnmálaskýrendur telja að ákvörðun Trump muni einangra Bandaríkjastjórn á alþjóðavettvangi, setja samskiptin við þessar helstu bandalagsþjóðir í uppnám, gera samskiptin við Kínverja og Rússa enn stirðari og auka óstöðugleika í Austurlöndum nær.
Bandaríkin Tengdar fréttir Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningi stórveldanna Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. 8. maí 2018 18:15 Obama segir ákvörðun Trump „alvarleg mistök“ Theresa May forsætisráðherra Bretlands, Angela Merkel kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron Frakklandsforseti gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem að þau lýsa yfir áhyggjum og harma ákvörðun Trump. 8. maí 2018 22:45 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningi stórveldanna Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. 8. maí 2018 18:15
Obama segir ákvörðun Trump „alvarleg mistök“ Theresa May forsætisráðherra Bretlands, Angela Merkel kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron Frakklandsforseti gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem að þau lýsa yfir áhyggjum og harma ákvörðun Trump. 8. maí 2018 22:45