Nýjung boðar byltingu í greiningu krabbameina Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 8. desember 2018 07:30 Tölvuteiknuð mynd af illkynja frumu í hvítblæði. Nordicphotos/Getty Vísindamenn við deild hins ástralska Queensland-háskóla í lífefnaverkfræði og nanótækni kynntu í vikunni byltingarkennda tækni sem sögð er opna dyrnar fyrir skjóta og ódýra frumgreiningu á nær öllum gerðum krabbameins sem aðeins krefst blóð- eða vefjasýnis. Prófið sem vísindamennirnir þróuðu, og kynntu í vísindaritinu Nature Communications, fer fram með því að bæta lífsýni í vökva sem skiptir um lit þegar og ef krabbameinsfrumur eru til staðar. Þær niðurstöður sem kynntar voru í vikunni byggja á prófunum með 200 mismunandi krabbameinsfrumur og heilbrigðar frumur. Vísindamennirnir telja að prófið virki fyrir 90 prósent allra krabbameina. Aðferðin byggir á því að greina dreifingu svokallaðra metýlhópa – sem stýra því hvaða gen eru virk og hvaða gen eru bæld – í erfðaefni frumna. Í heilbrigðum frumum dreifast þessir hópar með jöfnum hætti um DNA en í krabbameinsfrumum safnast þeir saman á tilteknum stöðum. Með þessa vitneskju gátu vísindamennirnir þróað próf sem leitar að þessu óeðlilega mynstri metýlhópa. „Nær allar gerðir krabbameinsfrumna sem við rannsökuðum innihéldu þetta óeðlilega mynstur,“ segir Matt Trau, prófessor við Queensland-háskóla. „Þetta virðist vera einkennandi fyrir krabbamein, og það er mögnuð uppgötvun.“ Afrakstur þessarar vinnu er próf þar sem lífsýni er blandað við vatn sem inniheldur agnarsmáar gullagnir sem breyta um lit ef erfðaefni krabbameinsfrumna er til staðar. „Það þarf ekki meira en einn blóðdropa til að framkalla þessi áhrif. Maður getur séð þetta gerast með berum augum. Þetta er svo einfalt,“ segir Trau. Vísindamennirnir ítreka að tæknin sé á þróunarstigi og huga þurfi að því að bæta greiningarferlið með tilliti til falskra niðurstaðna. „Þessi uppgötvun gæti breytt miklu fyrir nærrannsóknir á krabbameini,“ segir Abuy Sina, rannsakandi hjá Queensland-háskóla. „Aðferðin er ekki fullkomin á þessum tímapunkti, en þetta er heillavænlegur upphafspunktur.“ Trau tekur í sama streng. „Við erum langt frá því að fullyrða um það hvort þetta sé hið heilaga gral krabbameinsgreininga, en þetta er afar athyglisvert í ljósi þess að hér höfum við algilt lífmerki fyrir krabbamein.“ Ástralía Birtist í Fréttablaðinu Eyjaálfa Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Vísindamenn við deild hins ástralska Queensland-háskóla í lífefnaverkfræði og nanótækni kynntu í vikunni byltingarkennda tækni sem sögð er opna dyrnar fyrir skjóta og ódýra frumgreiningu á nær öllum gerðum krabbameins sem aðeins krefst blóð- eða vefjasýnis. Prófið sem vísindamennirnir þróuðu, og kynntu í vísindaritinu Nature Communications, fer fram með því að bæta lífsýni í vökva sem skiptir um lit þegar og ef krabbameinsfrumur eru til staðar. Þær niðurstöður sem kynntar voru í vikunni byggja á prófunum með 200 mismunandi krabbameinsfrumur og heilbrigðar frumur. Vísindamennirnir telja að prófið virki fyrir 90 prósent allra krabbameina. Aðferðin byggir á því að greina dreifingu svokallaðra metýlhópa – sem stýra því hvaða gen eru virk og hvaða gen eru bæld – í erfðaefni frumna. Í heilbrigðum frumum dreifast þessir hópar með jöfnum hætti um DNA en í krabbameinsfrumum safnast þeir saman á tilteknum stöðum. Með þessa vitneskju gátu vísindamennirnir þróað próf sem leitar að þessu óeðlilega mynstri metýlhópa. „Nær allar gerðir krabbameinsfrumna sem við rannsökuðum innihéldu þetta óeðlilega mynstur,“ segir Matt Trau, prófessor við Queensland-háskóla. „Þetta virðist vera einkennandi fyrir krabbamein, og það er mögnuð uppgötvun.“ Afrakstur þessarar vinnu er próf þar sem lífsýni er blandað við vatn sem inniheldur agnarsmáar gullagnir sem breyta um lit ef erfðaefni krabbameinsfrumna er til staðar. „Það þarf ekki meira en einn blóðdropa til að framkalla þessi áhrif. Maður getur séð þetta gerast með berum augum. Þetta er svo einfalt,“ segir Trau. Vísindamennirnir ítreka að tæknin sé á þróunarstigi og huga þurfi að því að bæta greiningarferlið með tilliti til falskra niðurstaðna. „Þessi uppgötvun gæti breytt miklu fyrir nærrannsóknir á krabbameini,“ segir Abuy Sina, rannsakandi hjá Queensland-háskóla. „Aðferðin er ekki fullkomin á þessum tímapunkti, en þetta er heillavænlegur upphafspunktur.“ Trau tekur í sama streng. „Við erum langt frá því að fullyrða um það hvort þetta sé hið heilaga gral krabbameinsgreininga, en þetta er afar athyglisvert í ljósi þess að hér höfum við algilt lífmerki fyrir krabbamein.“
Ástralía Birtist í Fréttablaðinu Eyjaálfa Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira