Ensku stelpurnar frábærar í fyrsta leiknum undir stjórn Phil Neville Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2018 09:00 Phil Neville jakkaklæddur og flottur í fyrsta leiknum sem þjálfari enska kvennalandsliðsins. Vísir/Getty Phil Neville stýrði enska kvennalandsliðinu í fótbolta í fyrsta sinn í gærkvöldi og gat ekki byrjað mikið betur. Enska landsliðið vann þá 4-1 sigur á Frakklandi en þessi leikur var í SheBelieves æfingamótinu í Bandaríkjunum.Now that's how you start a tournament. An incredible win for our #Lionesses and new boss Phil Neville pic.twitter.com/KOBHYj8ENy — Lionesses (@Lionesses) March 1, 2018 „Ég var svolítið stressaður fyrir leikinn og var með fiðrildi í maganum en ekki leikmennirnir mínir sem skipti mestu máli. Það eru miklar væntingar og ég elska væntingar,“ sagði Phil Neville. Ein af þeim fimm sem Phil Neville henti inn í byrjunarliðið var Toni Duggan og hún kom enska liðinu einmitt í 1-0 strax á 7. mínútu. Eftir 39 mínútur var staðan orðin 3-0 eftir að þær Jill Scott og Jodie Taylor bættu við mörkum. Fran Kirby kom enska liðinu í 4-0 strax í byrjun seinni hálfleiks en Gaetane Thiney minnkaði muninn fyrir franska liðið þrettán mínútum fyrir leikslok.Fantastic result from the girls today!! @Abss_5 first cap for the @Lionesses too!! On the up pic.twitter.com/VCrE5COU9P — Lucy Bronze (@LucyBronze) March 2, 2018 Franska liðið er númer sex á heimslistanum og er því eitt sterkasta landslið heims. Það er því ekki mikið hægt að kvarta yfir byrjun Phil Neville sem á sínum ferli lék bæði með Manchester United og Everton. Næsti leikur enska liðsins í mótinu er á móti þýska landsliðinu sem er enn að reyna að vinna sig út úr tapinu á móti stelpunum okkar síðasta haust. Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira
Phil Neville stýrði enska kvennalandsliðinu í fótbolta í fyrsta sinn í gærkvöldi og gat ekki byrjað mikið betur. Enska landsliðið vann þá 4-1 sigur á Frakklandi en þessi leikur var í SheBelieves æfingamótinu í Bandaríkjunum.Now that's how you start a tournament. An incredible win for our #Lionesses and new boss Phil Neville pic.twitter.com/KOBHYj8ENy — Lionesses (@Lionesses) March 1, 2018 „Ég var svolítið stressaður fyrir leikinn og var með fiðrildi í maganum en ekki leikmennirnir mínir sem skipti mestu máli. Það eru miklar væntingar og ég elska væntingar,“ sagði Phil Neville. Ein af þeim fimm sem Phil Neville henti inn í byrjunarliðið var Toni Duggan og hún kom enska liðinu einmitt í 1-0 strax á 7. mínútu. Eftir 39 mínútur var staðan orðin 3-0 eftir að þær Jill Scott og Jodie Taylor bættu við mörkum. Fran Kirby kom enska liðinu í 4-0 strax í byrjun seinni hálfleiks en Gaetane Thiney minnkaði muninn fyrir franska liðið þrettán mínútum fyrir leikslok.Fantastic result from the girls today!! @Abss_5 first cap for the @Lionesses too!! On the up pic.twitter.com/VCrE5COU9P — Lucy Bronze (@LucyBronze) March 2, 2018 Franska liðið er númer sex á heimslistanum og er því eitt sterkasta landslið heims. Það er því ekki mikið hægt að kvarta yfir byrjun Phil Neville sem á sínum ferli lék bæði með Manchester United og Everton. Næsti leikur enska liðsins í mótinu er á móti þýska landsliðinu sem er enn að reyna að vinna sig út úr tapinu á móti stelpunum okkar síðasta haust.
Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira