Enn allt í hnút vestanhafs Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. janúar 2018 07:36 Fjölmargar ríkisstofnanir, svo sem þjóðgarðar, opna ekki fyrr en þingið hefur fundið lausn á peningamálunum. Vísir/Getty Hundruð þúsunda opinberra starfsmanna munu ekki geta mætt til vinnu í Bandaríkjunum í dag þar sem þingmönnum hefur ekki tekist að semja um greiðsluheimildir til áframhaldandi starfsemi þeirra. Lokunin tók gildi á miðnætti á föstudag og tilraunir manna um helgina til að leysa málið hafa ekki borið árangur. Til stóð að greiða atkvæði í öldungadeildinni seint í gær en atkvæðagreiðslunni var frestað til klukkan fimm að íslenskum tíma í dag. Lítið virðist þokast í deilunni og kenna þingmenn Demókrata og Repúblikana hver öðrum um hvernig málið er komið í hnút. Demókratar vilja ólmir að endurskoðun á innflytjendamálum verði hluti af yfirstandandi greiðsluheimildarviðræðum á meðan Repúblikanar segja að engin slík endurskoðun geti átt sér stað meðan starfsemi alríkisins liggur niðri.Sjá einnig: Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnarÁ sama tíma vilja Repúblikanar fá aukið fjármagn til landamæravörslu, þannig að reisa megi múrinn við Mexíkó, ásamt auknum fjármunum til herdeilda landsins. Þrátt fyrir að Repúblikanar séu með meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings, 51 sæti af 100, þarf að 60 atkvæði til að samþykkja greiðsluheimildirnar. Því þarf flokkurinn að reiða sig á töluverðan stuðning Demókrata ef þeir vilja binda enda á vinnustöðvunina. Forseti Bandaríkjanna vill að flokksmenn sínir taki málið í sínar hendur og keyri það í gegn, eins og sjá má í tísti hans hér að neðan. Síðast kom þessi staða upp árið 2013, í stjórnartíð Baracks Obama, þegar lokunin stóð yfir í um 16 daga. Þetta þýðir að margir ríkisstarfsmenn sitja heima, launalaust, uns hnúturinn leysist - og gætu gert það næstu daga.Great to see how hard Republicans are fighting for our Military and Safety at the Border. The Dems just want illegal immigrants to pour into our nation unchecked. If stalemate continues, Republicans should go to 51% (Nuclear Option) and vote on real, long term budget, no C.R.'s!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 21, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump stingur af til að fagna á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir Gestir í hátíðarfögnuði Trump í Mar-a-Lago þurfa að reiða fram tugi milljóna króna til að fagna ársafmæli hans í embætti forseta. Á meðan gæti rekstur bandaríska alríkisins stöðvast. 19. janúar 2018 09:24 Hundruð þúsunda mótmæla þegar eitt ár er liðið af forsetatíð Trump Í dag er eitt ár liði frá því að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta. 20. janúar 2018 21:00 Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískum alríkisstofnunum hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings. 20. janúar 2018 07:47 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Hundruð þúsunda opinberra starfsmanna munu ekki geta mætt til vinnu í Bandaríkjunum í dag þar sem þingmönnum hefur ekki tekist að semja um greiðsluheimildir til áframhaldandi starfsemi þeirra. Lokunin tók gildi á miðnætti á föstudag og tilraunir manna um helgina til að leysa málið hafa ekki borið árangur. Til stóð að greiða atkvæði í öldungadeildinni seint í gær en atkvæðagreiðslunni var frestað til klukkan fimm að íslenskum tíma í dag. Lítið virðist þokast í deilunni og kenna þingmenn Demókrata og Repúblikana hver öðrum um hvernig málið er komið í hnút. Demókratar vilja ólmir að endurskoðun á innflytjendamálum verði hluti af yfirstandandi greiðsluheimildarviðræðum á meðan Repúblikanar segja að engin slík endurskoðun geti átt sér stað meðan starfsemi alríkisins liggur niðri.Sjá einnig: Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnarÁ sama tíma vilja Repúblikanar fá aukið fjármagn til landamæravörslu, þannig að reisa megi múrinn við Mexíkó, ásamt auknum fjármunum til herdeilda landsins. Þrátt fyrir að Repúblikanar séu með meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings, 51 sæti af 100, þarf að 60 atkvæði til að samþykkja greiðsluheimildirnar. Því þarf flokkurinn að reiða sig á töluverðan stuðning Demókrata ef þeir vilja binda enda á vinnustöðvunina. Forseti Bandaríkjanna vill að flokksmenn sínir taki málið í sínar hendur og keyri það í gegn, eins og sjá má í tísti hans hér að neðan. Síðast kom þessi staða upp árið 2013, í stjórnartíð Baracks Obama, þegar lokunin stóð yfir í um 16 daga. Þetta þýðir að margir ríkisstarfsmenn sitja heima, launalaust, uns hnúturinn leysist - og gætu gert það næstu daga.Great to see how hard Republicans are fighting for our Military and Safety at the Border. The Dems just want illegal immigrants to pour into our nation unchecked. If stalemate continues, Republicans should go to 51% (Nuclear Option) and vote on real, long term budget, no C.R.'s!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 21, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump stingur af til að fagna á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir Gestir í hátíðarfögnuði Trump í Mar-a-Lago þurfa að reiða fram tugi milljóna króna til að fagna ársafmæli hans í embætti forseta. Á meðan gæti rekstur bandaríska alríkisins stöðvast. 19. janúar 2018 09:24 Hundruð þúsunda mótmæla þegar eitt ár er liðið af forsetatíð Trump Í dag er eitt ár liði frá því að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta. 20. janúar 2018 21:00 Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískum alríkisstofnunum hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings. 20. janúar 2018 07:47 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Trump stingur af til að fagna á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir Gestir í hátíðarfögnuði Trump í Mar-a-Lago þurfa að reiða fram tugi milljóna króna til að fagna ársafmæli hans í embætti forseta. Á meðan gæti rekstur bandaríska alríkisins stöðvast. 19. janúar 2018 09:24
Hundruð þúsunda mótmæla þegar eitt ár er liðið af forsetatíð Trump Í dag er eitt ár liði frá því að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta. 20. janúar 2018 21:00
Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískum alríkisstofnunum hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings. 20. janúar 2018 07:47