Nýfæddar stjörnur í glóandi gasskýi í nýju myndbandi NASA Kjartan Kjartansson skrifar 12. janúar 2018 14:30 Nýfæddar stjörnur, glóandi gas og rykskífur sem eru að mynda ný sólkerfi eru á meðal þess sem ber fyrir augu í myndbandinu af Sverðþokunni. NASA, ESA, F. Summers, G. Bacon, Z. Levay, J. DePasquale, L. Frattare, M. Robberto and M. Gennaro (STScI), and R. Hurt (Caltech/IPAC) Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur sameinað myndir frá tveimur geimsjónaukum til þess að búa til þrívíddarlíkan af Sverðþokunni, skærustu stjörnuþokunni á næturhimninum, í nýju myndbandi. Með því geta áhorfendur skoðað fæðingarstað stjarna í þokunni. Sverðþokan, einnig þekkt sem Messier 42, er það stjörnumyndunarsvæði í Vetrarbrautinni sem er næst jörðinni. Hún er jafnframt eitt bjartasta fyrirbærið á næturhiminum og þekur fjórfalt stærra svæði en fullt tungl, að því er segir á Stjörnufræðivefnum. Hún er um 24 ljósár að þvermáli og sést jafnvel með berum augum frá jörðinni. Hana má finna sunnan Fjósakvennanna í stjörnumerkinu Óríon. Augu manna geta þó ekki greint Sverðþokuna í öllu sínu veldi. Því skeyttu sérfræðingar NASA saman myndum frá Hubble-geimsjónaukanum, sem tekur myndir á sýnilega hluta litrófsins auk útfjólublá og nærinnrauða hlutans, við myndir frá Spitzer-geimsjónaukanum, sem er næmur fyrir innrauðu ljósi. Með hjálp þess sem þeir kalla „Hollywood-brellur“ bjuggu þeir til myndband af flugi í gegnum Sverðþokuna í þrívídd. „Að geta flogið í gegnum vefnað stjörnuþokunnar í þremur víddum gefur fólki miklu betri tilfinningu fyrir því hvernig alheimurinn er í raun og veru,“ segir Frank Summers frá Geimsjónaukavísindastofnuninni (STScI) sem leiddi hópinn sem setti saman myndbandið hjá NASA. Tækni Vísindi Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur sameinað myndir frá tveimur geimsjónaukum til þess að búa til þrívíddarlíkan af Sverðþokunni, skærustu stjörnuþokunni á næturhimninum, í nýju myndbandi. Með því geta áhorfendur skoðað fæðingarstað stjarna í þokunni. Sverðþokan, einnig þekkt sem Messier 42, er það stjörnumyndunarsvæði í Vetrarbrautinni sem er næst jörðinni. Hún er jafnframt eitt bjartasta fyrirbærið á næturhiminum og þekur fjórfalt stærra svæði en fullt tungl, að því er segir á Stjörnufræðivefnum. Hún er um 24 ljósár að þvermáli og sést jafnvel með berum augum frá jörðinni. Hana má finna sunnan Fjósakvennanna í stjörnumerkinu Óríon. Augu manna geta þó ekki greint Sverðþokuna í öllu sínu veldi. Því skeyttu sérfræðingar NASA saman myndum frá Hubble-geimsjónaukanum, sem tekur myndir á sýnilega hluta litrófsins auk útfjólublá og nærinnrauða hlutans, við myndir frá Spitzer-geimsjónaukanum, sem er næmur fyrir innrauðu ljósi. Með hjálp þess sem þeir kalla „Hollywood-brellur“ bjuggu þeir til myndband af flugi í gegnum Sverðþokuna í þrívídd. „Að geta flogið í gegnum vefnað stjörnuþokunnar í þremur víddum gefur fólki miklu betri tilfinningu fyrir því hvernig alheimurinn er í raun og veru,“ segir Frank Summers frá Geimsjónaukavísindastofnuninni (STScI) sem leiddi hópinn sem setti saman myndbandið hjá NASA.
Tækni Vísindi Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira