Assad-liðar segja Bandaríkin hafa framið „grimmilegt fjöldamorð“ Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2018 18:45 Bandaríkin segja að um 100 menn hafi fallið í loft- og stórskotaliðsárásum þeirra. Vísir/AFP Ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, segir Bandaríkin hafa framið „grimmilegt fjöldamorð“ með árásum á sveitir hliðhollar Assad í nótt. Bandaríkin segja að um 100 menn hafi fallið í loft- og stórskotaliðsárásum þeirra. Þá segjast Bandaríkin hafa brugðist við í sjálfsvörn þegar ráðist var á herstöð Kúrda og araba sem eru bandamenn Bandaríkjanna í Efrat-dalnum. Um er að ræða umfangsmestu átök á milli bandalags Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu og Assad-liða frá því að átökin hófust þar í landi. Talið er að rússneskir málaliðar hafi verið meðal Assad-liða og reynist það rétt er það í fyrsta sinn sem Bandaríkin fella Rússa í Sýrlandi. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir enga Rússa hafa verið á svæðinu. Þar að auki segja þeir að um 25 hafi særst og engir hafi látið lífið. Bandaríkin segja um 500 menn, studdir af stórskotaliði og skriðdrekum, hafi ráðist yfir Efrat-ána austur af borginni Deir al-Zour og á herstöð Syrian Democratic Forces þar. SDF eru regnhlífarsamtök Kúrda og Araba sem hafa tekið stóran hluta Sýrlands af Íslamska ríkinu. Einn meðlimur SDF er sagður hafa særst í árásinni. Bandarískir hermenn voru einnig á staðnum en þá sakaði ekki. Á svæðinu sem árásin átti sér stað eru gjöfular olíulindir. Bandaríkin segjast hafa orðið vör við uppbyggingu Assad-liða á svæðinu og að þeir hafi látið Rússa, sem standa við bakið á Assad, vita af veru SDF þar.Samkvæmt frétt BBC hefur Utanríkisráðuneyti Sýrlands sent bréf til Sameinuðu þjóðanna og farið fram á að árásirnar verði fordæmdar. Ríkisstjórn Assad segir að um stríðsglæp og glæp gegn mannkyninu sé að ræða.Assad-liðar hafa á undanförnum dögum gert fjölmargar loftárásir á bæi í Ghouta héraði sem uppreisnarmenn stjórna. Syrian Observatory for Human Rights segir minnst 36 almenna borgara hafa dáið í árásunum í dag og að alls hafi 185 dáið frá því á mánudaginn. Sömuleiðis var ríkisstjórn Assad sökuð um að beita efnavopnum gegn almennum borgurum fyrr í vikunni. Læknir á svæðinu sem blaðamaður Guardian ræddi við segir Ghouta vera að „drukkna í blóði“. Sýrland Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Sjá meira
Ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, segir Bandaríkin hafa framið „grimmilegt fjöldamorð“ með árásum á sveitir hliðhollar Assad í nótt. Bandaríkin segja að um 100 menn hafi fallið í loft- og stórskotaliðsárásum þeirra. Þá segjast Bandaríkin hafa brugðist við í sjálfsvörn þegar ráðist var á herstöð Kúrda og araba sem eru bandamenn Bandaríkjanna í Efrat-dalnum. Um er að ræða umfangsmestu átök á milli bandalags Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu og Assad-liða frá því að átökin hófust þar í landi. Talið er að rússneskir málaliðar hafi verið meðal Assad-liða og reynist það rétt er það í fyrsta sinn sem Bandaríkin fella Rússa í Sýrlandi. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir enga Rússa hafa verið á svæðinu. Þar að auki segja þeir að um 25 hafi særst og engir hafi látið lífið. Bandaríkin segja um 500 menn, studdir af stórskotaliði og skriðdrekum, hafi ráðist yfir Efrat-ána austur af borginni Deir al-Zour og á herstöð Syrian Democratic Forces þar. SDF eru regnhlífarsamtök Kúrda og Araba sem hafa tekið stóran hluta Sýrlands af Íslamska ríkinu. Einn meðlimur SDF er sagður hafa særst í árásinni. Bandarískir hermenn voru einnig á staðnum en þá sakaði ekki. Á svæðinu sem árásin átti sér stað eru gjöfular olíulindir. Bandaríkin segjast hafa orðið vör við uppbyggingu Assad-liða á svæðinu og að þeir hafi látið Rússa, sem standa við bakið á Assad, vita af veru SDF þar.Samkvæmt frétt BBC hefur Utanríkisráðuneyti Sýrlands sent bréf til Sameinuðu þjóðanna og farið fram á að árásirnar verði fordæmdar. Ríkisstjórn Assad segir að um stríðsglæp og glæp gegn mannkyninu sé að ræða.Assad-liðar hafa á undanförnum dögum gert fjölmargar loftárásir á bæi í Ghouta héraði sem uppreisnarmenn stjórna. Syrian Observatory for Human Rights segir minnst 36 almenna borgara hafa dáið í árásunum í dag og að alls hafi 185 dáið frá því á mánudaginn. Sömuleiðis var ríkisstjórn Assad sökuð um að beita efnavopnum gegn almennum borgurum fyrr í vikunni. Læknir á svæðinu sem blaðamaður Guardian ræddi við segir Ghouta vera að „drukkna í blóði“.
Sýrland Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Sjá meira