Michael Douglas hafnar fyrirfram ásökun um ósæmilega kynferðislega hegðun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. janúar 2018 21:19 Michael Douglas er margverðlaunaður fyrir störf sín í skemmtanaiðnaðinum og er sonur leikarans Kirk Douglas. Vísir/Getty Leikarinn Michael Douglas hefur stigið fram og hafnað ásökun á hendur honum um ósæmilega kynferðislega hegðun. Ásökunin hefur enn ekki verið sett fram opinberlega. Douglas sagðist finna sig knúinn til að vinna fram í tímann og deila áhyggjum sínum áður en frétt um málið væri birt. Hann segir að fyrrverandi starfskona hefði sakað sig um að fróa sér fyrir framan hana fyrir rúmum 30 árum síðan. „Þetta er eintóm lygi, uppspuni, ekki sannleikskorn,“ sagði Douglas í samtali við Deadline.Engar beinagrindur í skápnum Douglas segist hafa fengið símtal frá lögmanni sínum í desember um að fjölmiðill hygðist birta frétt um ásakanir konunnar. Þá hafi konan einnig sagt að Douglas hafi komið því í kring að hún fengi ekki vinnu eftir að hann sagði henni upp, að hann hafi notað „litríkt orðalag“ í kringum hana og verið klúr í einkasamtölum við vini sína í síma. „Þetta er gríðarlega sársaukafullt,“ segir Douglas sem lýsir aðstæðunum sem martröð. „Ég stæri mig af þvía ð vera heiðvirður í þessum bransa, svo ekki sé minnst á langa sögu föður míns og allt annað. Það eru engar beinagrindur í mínum skáp. Ég er ringlaður hvers vegna þetta lítur dagsins ljós núna eftir 32 ár,“ segir Douglas en faðir hans er hinn goðsagnakenndi leikari Kirk Douglas. Hann segist hafa séð tvo kosti í stöðunni, annars vegar að bíða eftir því að fréttin yrði birt og reyna þá að verja sig eða að deila áhyggjum sínum og sinni hlið áður en fréttin yrði birt. „Ég hef unnið með konum allt mitt líf. Þetta hefur aldrei verið vandamál,“ segir Douglas.Hefur áhyggjur af bakslagi Konan sem um ræðir er rithöfundur en hefur enn ekki verið nafngreind. Douglas segir að engin sönnunargögn séu til að styðja við frásögn hennar. „Ég get einungis ímyndað mér að þetta sé gert til að særa einhvern eða til að gagnast einhverjum við útgáfusamning svo hægt sé að skrifa kafla um mig.“ Douglas segist styðja MeToo byltinguna af öllu hjarta og að hann muni alltaf styðja við baráttu kvenna. Hann hafi þó áhyggjur af því að ásakanir sem ekki eigi sér stoðir í raunveruleikanum geti gert það að verkum að bakslag verði í baráttuna. „Að vera ásakaður, án nokkurs möguleika á að verja sig í dómsal. Án þess að hafa einhverjar upplýsingar fyrir framan sig svo maður geti sagt sína hlið eða varið sig. Það er engin málsmeðferð, enginn möguleiki á að sjá sönnunargögn frá þeim sem áskar mig. Það veldur mér áhyggjum.“ Hann segist enn hafa stuðning fjölskyldu sinnar og þeim kvikmyndastúdíóum sem hann starfi nú með en hann viðurkennir að hann sé óttasleginn. „Ég er sár, virkilega sár og móðgaður og ég velti því fyrir mér hvort að fólk átti sig á því að þegar þú gerir eitthvað svona þá særir það mun fleiri en bara eina manneskju.“ MeToo Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Leikarinn Michael Douglas hefur stigið fram og hafnað ásökun á hendur honum um ósæmilega kynferðislega hegðun. Ásökunin hefur enn ekki verið sett fram opinberlega. Douglas sagðist finna sig knúinn til að vinna fram í tímann og deila áhyggjum sínum áður en frétt um málið væri birt. Hann segir að fyrrverandi starfskona hefði sakað sig um að fróa sér fyrir framan hana fyrir rúmum 30 árum síðan. „Þetta er eintóm lygi, uppspuni, ekki sannleikskorn,“ sagði Douglas í samtali við Deadline.Engar beinagrindur í skápnum Douglas segist hafa fengið símtal frá lögmanni sínum í desember um að fjölmiðill hygðist birta frétt um ásakanir konunnar. Þá hafi konan einnig sagt að Douglas hafi komið því í kring að hún fengi ekki vinnu eftir að hann sagði henni upp, að hann hafi notað „litríkt orðalag“ í kringum hana og verið klúr í einkasamtölum við vini sína í síma. „Þetta er gríðarlega sársaukafullt,“ segir Douglas sem lýsir aðstæðunum sem martröð. „Ég stæri mig af þvía ð vera heiðvirður í þessum bransa, svo ekki sé minnst á langa sögu föður míns og allt annað. Það eru engar beinagrindur í mínum skáp. Ég er ringlaður hvers vegna þetta lítur dagsins ljós núna eftir 32 ár,“ segir Douglas en faðir hans er hinn goðsagnakenndi leikari Kirk Douglas. Hann segist hafa séð tvo kosti í stöðunni, annars vegar að bíða eftir því að fréttin yrði birt og reyna þá að verja sig eða að deila áhyggjum sínum og sinni hlið áður en fréttin yrði birt. „Ég hef unnið með konum allt mitt líf. Þetta hefur aldrei verið vandamál,“ segir Douglas.Hefur áhyggjur af bakslagi Konan sem um ræðir er rithöfundur en hefur enn ekki verið nafngreind. Douglas segir að engin sönnunargögn séu til að styðja við frásögn hennar. „Ég get einungis ímyndað mér að þetta sé gert til að særa einhvern eða til að gagnast einhverjum við útgáfusamning svo hægt sé að skrifa kafla um mig.“ Douglas segist styðja MeToo byltinguna af öllu hjarta og að hann muni alltaf styðja við baráttu kvenna. Hann hafi þó áhyggjur af því að ásakanir sem ekki eigi sér stoðir í raunveruleikanum geti gert það að verkum að bakslag verði í baráttuna. „Að vera ásakaður, án nokkurs möguleika á að verja sig í dómsal. Án þess að hafa einhverjar upplýsingar fyrir framan sig svo maður geti sagt sína hlið eða varið sig. Það er engin málsmeðferð, enginn möguleiki á að sjá sönnunargögn frá þeim sem áskar mig. Það veldur mér áhyggjum.“ Hann segist enn hafa stuðning fjölskyldu sinnar og þeim kvikmyndastúdíóum sem hann starfi nú með en hann viðurkennir að hann sé óttasleginn. „Ég er sár, virkilega sár og móðgaður og ég velti því fyrir mér hvort að fólk átti sig á því að þegar þú gerir eitthvað svona þá særir það mun fleiri en bara eina manneskju.“
MeToo Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira