Enn teygist á valdatíð Angelu Merkel Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. febrúar 2018 06:30 Horst Seehofer, leiðtogi CSU, Angela Merkel, leiðtogi CDU, og Martin Schulz, leiðtogi SPD, á góðri stund. Vísir/AFP Angela Merkel mun halda sæti sínu sem kanslari Þýskalands eftir að flokkur hennar, Kristilegir demókratar (CDU/CSU), komst að samkomulagi um stjórnarmyndun við Jafnaðarmannaflokkinn (SPD). Flokkarnir störfuðu einnig saman á nýliðnu kjörtímabili og nú, nærri fimm mánuðum eftir þingkosningar, þykir ljóst að það samstarf sé ekki á enda þrátt fyrir kosninganæturfullyrðingar Martins Schulz, leiðtoga SPD, um að flokkur hans ætlaði að vera í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu. Ef ríkisstjórnin, hið svokallaða Große Koalition, eða stórbandalag, heldur út kjörtímabilið verður Merkel því kanslari til 2021 hið minnsta. Á þeim tímapunkti væri Merkel búin að sitja í sextán ár. Sé litið til forvera hennar myndi Merkel deila öðru sætinu yfir þá kanslara Þýskalands, og forvera þess, sem hafa setið lengst. Einungis Otto von Bismarck sat lengur, hann vantaði einn dag upp á að hafa setið 23 ár. Í næstu sætum koma svo þeir Konrad Adenauer sem sat 14 ár og Adolf Hitler sem sat 12 ár. Fjórtán dagar eru í dag þar til Merkel hrifsar fjórða sætið af nasistanum. Þegar ljóst var á kosninganótt að það stefndi í strembna stjórnarmyndun lýstu margir stjórnmálaskýrendur því yfir að þrátt fyrir kosningasigurinn stefndi í ærið verkefni fyrir kanslarann. Það verkefni varð svo enn erfiðara þegar stjórnarmyndunarviðræður um svokallað Jamaíkubandalag við Frjálslynda demókrata og Græningja gengu ekki upp. SPD höfðu áður sagst ekki ætla að vera með og ótækt þótti að mynda stjórn með þjóðernishyggjumönnunum í AfD. Svo virtist sem kosningar væru á næsta leiti.Kanslaratíð Angelu Merkel verður líklegast orðin sextán ára löng þegar næstu kosningar fara fram, en hún heldur sæti sínu sem kanslari.Vísir/AFPAtkvæðagreiðsla í mars En nú hefur tekist að hamra saman stjórn og bíða Schulz og Merkel einungis eftir því að flokksmenn samþykki samstarfið. Meiri óánægja hefur verið innan raða SPD um áframhaldandi samstarf en greinendum BBC þykir líklegt að flokksmenn samþykki að framlengja líf stórbandalagsins vegna þess hve hagstætt samkomulagið er flokknum. Meirihluti 463.000 flokksmanna þarf að samþykkja samstarfið og er búist við því að atkvæðagreiðsla standi yfir fram í mars. Jafnaðarmenn fá meðal annars fjármála- og efnahagsráðuneytið, utanríkisráðuneytið og vinnumálaráðuneytið samkvæmt hinu nýja samkomulagi. Reuters greindi frá því að líklegt þyki að innkoma SPD í fjármála- og efnahagsráðuneytið muni þýða breytingar á evrusvæðisstefnu Þýskalands. Muni Þjóðverjar ekki lengur einblína á niðurskurð skuldugra ríkja innan evrusvæðisins. Þá þykir einnig líklegt að áform um að verja milljörðum evra í menntamál, heilbrigðismál og varnarmál muni friða SPD-liða. Þess vegna héldu greinendur Politico því fram í gær að ólíklegt væri að SPD hafni samkomulaginu. Flokkurinn er hins vegar í mikilli lægð, mælist í um 17 prósentum. Samkvæmt erlendum miðlum ætlar Schulz að láta af formennsku til að taka við utanríkisráðuneytinu og mun Andrea Nahles taka við formannssætinu. Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Þýskaland Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fleiri fréttir Undirbúa árásir á Húta og hernám Gasa Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira
Angela Merkel mun halda sæti sínu sem kanslari Þýskalands eftir að flokkur hennar, Kristilegir demókratar (CDU/CSU), komst að samkomulagi um stjórnarmyndun við Jafnaðarmannaflokkinn (SPD). Flokkarnir störfuðu einnig saman á nýliðnu kjörtímabili og nú, nærri fimm mánuðum eftir þingkosningar, þykir ljóst að það samstarf sé ekki á enda þrátt fyrir kosninganæturfullyrðingar Martins Schulz, leiðtoga SPD, um að flokkur hans ætlaði að vera í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu. Ef ríkisstjórnin, hið svokallaða Große Koalition, eða stórbandalag, heldur út kjörtímabilið verður Merkel því kanslari til 2021 hið minnsta. Á þeim tímapunkti væri Merkel búin að sitja í sextán ár. Sé litið til forvera hennar myndi Merkel deila öðru sætinu yfir þá kanslara Þýskalands, og forvera þess, sem hafa setið lengst. Einungis Otto von Bismarck sat lengur, hann vantaði einn dag upp á að hafa setið 23 ár. Í næstu sætum koma svo þeir Konrad Adenauer sem sat 14 ár og Adolf Hitler sem sat 12 ár. Fjórtán dagar eru í dag þar til Merkel hrifsar fjórða sætið af nasistanum. Þegar ljóst var á kosninganótt að það stefndi í strembna stjórnarmyndun lýstu margir stjórnmálaskýrendur því yfir að þrátt fyrir kosningasigurinn stefndi í ærið verkefni fyrir kanslarann. Það verkefni varð svo enn erfiðara þegar stjórnarmyndunarviðræður um svokallað Jamaíkubandalag við Frjálslynda demókrata og Græningja gengu ekki upp. SPD höfðu áður sagst ekki ætla að vera með og ótækt þótti að mynda stjórn með þjóðernishyggjumönnunum í AfD. Svo virtist sem kosningar væru á næsta leiti.Kanslaratíð Angelu Merkel verður líklegast orðin sextán ára löng þegar næstu kosningar fara fram, en hún heldur sæti sínu sem kanslari.Vísir/AFPAtkvæðagreiðsla í mars En nú hefur tekist að hamra saman stjórn og bíða Schulz og Merkel einungis eftir því að flokksmenn samþykki samstarfið. Meiri óánægja hefur verið innan raða SPD um áframhaldandi samstarf en greinendum BBC þykir líklegt að flokksmenn samþykki að framlengja líf stórbandalagsins vegna þess hve hagstætt samkomulagið er flokknum. Meirihluti 463.000 flokksmanna þarf að samþykkja samstarfið og er búist við því að atkvæðagreiðsla standi yfir fram í mars. Jafnaðarmenn fá meðal annars fjármála- og efnahagsráðuneytið, utanríkisráðuneytið og vinnumálaráðuneytið samkvæmt hinu nýja samkomulagi. Reuters greindi frá því að líklegt þyki að innkoma SPD í fjármála- og efnahagsráðuneytið muni þýða breytingar á evrusvæðisstefnu Þýskalands. Muni Þjóðverjar ekki lengur einblína á niðurskurð skuldugra ríkja innan evrusvæðisins. Þá þykir einnig líklegt að áform um að verja milljörðum evra í menntamál, heilbrigðismál og varnarmál muni friða SPD-liða. Þess vegna héldu greinendur Politico því fram í gær að ólíklegt væri að SPD hafni samkomulaginu. Flokkurinn er hins vegar í mikilli lægð, mælist í um 17 prósentum. Samkvæmt erlendum miðlum ætlar Schulz að láta af formennsku til að taka við utanríkisráðuneytinu og mun Andrea Nahles taka við formannssætinu.
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Þýskaland Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fleiri fréttir Undirbúa árásir á Húta og hernám Gasa Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira