Mestu brottvísanir í áratugi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. mars 2018 06:00 Rannsakendur í Salisbury hafa klæðst hlífðarbúningum. Vísir/Getty Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í gær breska þinginu að til stæði að vísa 23 rússneskum erindrekum, sem væru í raun útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar, úr landi. Er það gert í tengslum við mál Sergeis Skripal og Yuliu dóttur hans sem enn liggja þungt haldin eftir að hafa komist í tæri við svokallað novichok-taugaeitur í Salisbury.* Brottvísanirnar eru þær umfangsmestu í rúma þrjá áratugi. 1985 vísuðu Bretar 31 sovéskum njósnara úr landi. Rússar segja ákvörðun May óásættanlega og óréttlætanlega. Skripal var njósnari fyrir Bretland og var dæmdur í fangelsi í Rússlandi 2006. Árið 2010 fékk hann hæli í Bretlandi eftir njósnaraskipti. Rússar fengu frest til miðnættis í fyrrinótt til að svara því hvernig eitrað hefði verið fyrir fyrrverandi njósnurum með efni sem er eingöngu framleitt í Rússlandi. Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði Rússa hafna afarkostum. Rússar hafi ekki átt þátt í tilræðinu. Til viðbótar munu Bretar ekki senda neina embættismenn á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Rússlandi. Öllum tvíhliða við- ræðum er aflýst, eignir rússneska ríkisins á Bretlandi hugsanlega frystar og aukið eftirlit verður með flugvélum og skipum frá Rússlandi. May var ómyrk í máli í gær. Sagði hún, nýkomin af fundi með forsprökkum leyniþjónustustofnana Breta, að ekki væri hægt að draga neina aðra ályktun en þá að Rússar væru sekir. Sorglegt væri að Pútín kysi að beita sér á þennan hátt. Þá sagði May forkastanlegt að Rússar beittu ólöglegum efnavopnum gegn almennum borgurum. Undir það tók Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins. Forsætisráðherrann sagði Breta myndu beita öðrum aðgerðum sem ekki væri hægt að segja frá opinberlega. Öryggisráð SÞ hefði þar að auki samþykkt að ráðast í niðurrif njósnanets Rússa á Bretlandi. Corbyn vakti ekki hrifningu ýmissa þingmanna er hann spurði hvernig ríkisstjórn May hefði brugðist við ósk Rússa um sýni af eitrinu. May sagðist hneyksluð á yfirlýsingu talsmanns Corbyns eftir þingfundinn um að formaðurinn tryði því ekki að tekist hefði að sanna sekt Rússa í málinu og að mögulegt væri að leyniþjónustustofnanir hefðu rangt fyrir sér. Bar Corbyn saman fullyrðingar Breta nú við fullyrðingar um meint gereyðingarvopn Saddams Hussein. Birtist í Fréttablaðinu Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52 Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32 Corbyn gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við ásökunum gegn Rússum Leiðtogi breska Verkamannaflokksins fordæmdi ekki stjórnvöld í Kreml fyrir taugaeiturstilræði í Bretlandi þegar viðbrögð breskra stjórnvalda voru rædd í þinginu í dag. 14. mars 2018 16:27 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í gær breska þinginu að til stæði að vísa 23 rússneskum erindrekum, sem væru í raun útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar, úr landi. Er það gert í tengslum við mál Sergeis Skripal og Yuliu dóttur hans sem enn liggja þungt haldin eftir að hafa komist í tæri við svokallað novichok-taugaeitur í Salisbury.* Brottvísanirnar eru þær umfangsmestu í rúma þrjá áratugi. 1985 vísuðu Bretar 31 sovéskum njósnara úr landi. Rússar segja ákvörðun May óásættanlega og óréttlætanlega. Skripal var njósnari fyrir Bretland og var dæmdur í fangelsi í Rússlandi 2006. Árið 2010 fékk hann hæli í Bretlandi eftir njósnaraskipti. Rússar fengu frest til miðnættis í fyrrinótt til að svara því hvernig eitrað hefði verið fyrir fyrrverandi njósnurum með efni sem er eingöngu framleitt í Rússlandi. Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði Rússa hafna afarkostum. Rússar hafi ekki átt þátt í tilræðinu. Til viðbótar munu Bretar ekki senda neina embættismenn á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Rússlandi. Öllum tvíhliða við- ræðum er aflýst, eignir rússneska ríkisins á Bretlandi hugsanlega frystar og aukið eftirlit verður með flugvélum og skipum frá Rússlandi. May var ómyrk í máli í gær. Sagði hún, nýkomin af fundi með forsprökkum leyniþjónustustofnana Breta, að ekki væri hægt að draga neina aðra ályktun en þá að Rússar væru sekir. Sorglegt væri að Pútín kysi að beita sér á þennan hátt. Þá sagði May forkastanlegt að Rússar beittu ólöglegum efnavopnum gegn almennum borgurum. Undir það tók Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins. Forsætisráðherrann sagði Breta myndu beita öðrum aðgerðum sem ekki væri hægt að segja frá opinberlega. Öryggisráð SÞ hefði þar að auki samþykkt að ráðast í niðurrif njósnanets Rússa á Bretlandi. Corbyn vakti ekki hrifningu ýmissa þingmanna er hann spurði hvernig ríkisstjórn May hefði brugðist við ósk Rússa um sýni af eitrinu. May sagðist hneyksluð á yfirlýsingu talsmanns Corbyns eftir þingfundinn um að formaðurinn tryði því ekki að tekist hefði að sanna sekt Rússa í málinu og að mögulegt væri að leyniþjónustustofnanir hefðu rangt fyrir sér. Bar Corbyn saman fullyrðingar Breta nú við fullyrðingar um meint gereyðingarvopn Saddams Hussein.
Birtist í Fréttablaðinu Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52 Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32 Corbyn gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við ásökunum gegn Rússum Leiðtogi breska Verkamannaflokksins fordæmdi ekki stjórnvöld í Kreml fyrir taugaeiturstilræði í Bretlandi þegar viðbrögð breskra stjórnvalda voru rædd í þinginu í dag. 14. mars 2018 16:27 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Sjá meira
Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52
Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32
Corbyn gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við ásökunum gegn Rússum Leiðtogi breska Verkamannaflokksins fordæmdi ekki stjórnvöld í Kreml fyrir taugaeiturstilræði í Bretlandi þegar viðbrögð breskra stjórnvalda voru rædd í þinginu í dag. 14. mars 2018 16:27