Borgarstarfsmaður gerði mistök í máli meints kynferðisbrotamanns Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. mars 2018 18:59 Sett hefur verið saman aðgerðaráætlun í tíu liðum sem stuðla á að auknu öryggi barna. Vísir/Hanna Úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á verkferlum og reglum er varða tilkynningar og ábendingar sem berast til Barnaverndar Reykjavíkur leiðir í ljós að mistök hafi átt sér stað þegar ekki var brugðist við tilkynningu um meintan kynferðisbrotamann árið 2008. Sett hefur verið saman aðgerðaáætlun í tíu liðum sem stuðla á að auknu öryggi barna. Starfsmaður skammtímaheimilis að Hraunbergi er grunaður um að hafa beitt átta börn kynferðisofbeldi frá árinu 2000 til 2010. Upp komst um málið í janúar síðastliðnum en maðurinn hafði starfað með börnum árum saman. Þá var kæra lögð fram gegn manninum í ágúst en hann ekki handtekinn fyrr en í janúar. Barnavernd fékk ábendingu um málið árið 2008 en þeirri ábendingu var ekki komið áfram vegna mistaka starfsmanns, að því er fram kemur í úttekt á verkferlum hjá Barnavernd. Mistökin hafi átt sér stað hjá viðtakendum símtala og barst tilkynning um meint kynferðisbrot stuðningsfulltrúans aldrei til Barnaverndar. Í niðurstöðum skýrslunnar segir þó að verkferlar hjá Barnavernd og velferðarsviði Reykjavíkurborgar, um tilkynningar og ábendingar vegna barnaverndarmála, séu í samræmi við lög. Þá kemur einnig fram að símaver þjónustuvers Reykjavíkurborgar hafi tekið við símsvörun fyrir Barnavernd við flutninga í júní 2008. Einhverjir hnökrar virðast hafa verið á símsvöruninni vegna þessara breytinga, að sögn framkvæmdastjóra Barnaverndar, en árið 2009 var ákveðið að setja símavakt á skrifstofu Barnaverndar. Velferðarsvið tekur undir niðurstöður innri endurskoðunar borgarinnar og hefur sett saman aðgerðaáætlun í tíu liðum sem stuðla mun að auknu öryggi barna og bæta ráðningaferli innan sviðsins og Barnaverndar. Sérstakur verkefnisstjóri verður ráðinn til að hafa umsjón með innleiðingu þeirra verkefna sem ráðast þarf í. Á fundi velferðarráðs í dag var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að vísa til borgarráðs tillögu um aukafjárveitingu upp á 39,3 milljónir kr. vegna aðgerðaáætlunarinnar fyrir árið 2018 eða 51,5 milljónir kr. á ársgrundvelli. Í aðgerðaáætluninni eru eftirfarandi aðgerðir lagðar fram: 1. Ráðningarferli styrkt með víðtækari öflun sakavottorða 2. Rafrænn ábendingahnappur á vef borgarinnar 3. Aukið öryggi barna með eflingu næturvakta í sólarhringsúrræðum 4. Sérhæfð fræðsla til stjórnvalda 5. Skimun fyrir ofbeldi 6. Efling mannauðsþjónustu velferðarsviðs 7. Úttekt á skipulagi barnaverndarstarfs 8. Kröfulýsingar fyrir sólarhringsúrræði Barnaverndar 9. Áhættugreining samkvæmt ráðgjöf frá Innri endurskoðun 10. Ráðning á sérstökum verkefnastjóra til að innleiða aðgerðaáætlun Tengdar fréttir Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 18. febrúar 2018 19:35 Símtal um barnaníðing náði ekki til yfirmanns Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir verkferla í skoðun vegna máls starfsmanns sem grunaður er um barnaníð. Kannað sé hvað varð um nafnlausa ábendingu um manninn sem einstaklingur fullyrði að hafa gefið í símtali 2008. 22. febrúar 2018 06:00 Ekki settur strax í leyfi frá störfum vegna kæru um kynferðisbrot gegn barni Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar var færður til í starfi áður en hann var settur í leyfi vegna kæru til lögreglu. Hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 19. febrúar 2018 13:30 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á verkferlum og reglum er varða tilkynningar og ábendingar sem berast til Barnaverndar Reykjavíkur leiðir í ljós að mistök hafi átt sér stað þegar ekki var brugðist við tilkynningu um meintan kynferðisbrotamann árið 2008. Sett hefur verið saman aðgerðaáætlun í tíu liðum sem stuðla á að auknu öryggi barna. Starfsmaður skammtímaheimilis að Hraunbergi er grunaður um að hafa beitt átta börn kynferðisofbeldi frá árinu 2000 til 2010. Upp komst um málið í janúar síðastliðnum en maðurinn hafði starfað með börnum árum saman. Þá var kæra lögð fram gegn manninum í ágúst en hann ekki handtekinn fyrr en í janúar. Barnavernd fékk ábendingu um málið árið 2008 en þeirri ábendingu var ekki komið áfram vegna mistaka starfsmanns, að því er fram kemur í úttekt á verkferlum hjá Barnavernd. Mistökin hafi átt sér stað hjá viðtakendum símtala og barst tilkynning um meint kynferðisbrot stuðningsfulltrúans aldrei til Barnaverndar. Í niðurstöðum skýrslunnar segir þó að verkferlar hjá Barnavernd og velferðarsviði Reykjavíkurborgar, um tilkynningar og ábendingar vegna barnaverndarmála, séu í samræmi við lög. Þá kemur einnig fram að símaver þjónustuvers Reykjavíkurborgar hafi tekið við símsvörun fyrir Barnavernd við flutninga í júní 2008. Einhverjir hnökrar virðast hafa verið á símsvöruninni vegna þessara breytinga, að sögn framkvæmdastjóra Barnaverndar, en árið 2009 var ákveðið að setja símavakt á skrifstofu Barnaverndar. Velferðarsvið tekur undir niðurstöður innri endurskoðunar borgarinnar og hefur sett saman aðgerðaáætlun í tíu liðum sem stuðla mun að auknu öryggi barna og bæta ráðningaferli innan sviðsins og Barnaverndar. Sérstakur verkefnisstjóri verður ráðinn til að hafa umsjón með innleiðingu þeirra verkefna sem ráðast þarf í. Á fundi velferðarráðs í dag var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að vísa til borgarráðs tillögu um aukafjárveitingu upp á 39,3 milljónir kr. vegna aðgerðaáætlunarinnar fyrir árið 2018 eða 51,5 milljónir kr. á ársgrundvelli. Í aðgerðaáætluninni eru eftirfarandi aðgerðir lagðar fram: 1. Ráðningarferli styrkt með víðtækari öflun sakavottorða 2. Rafrænn ábendingahnappur á vef borgarinnar 3. Aukið öryggi barna með eflingu næturvakta í sólarhringsúrræðum 4. Sérhæfð fræðsla til stjórnvalda 5. Skimun fyrir ofbeldi 6. Efling mannauðsþjónustu velferðarsviðs 7. Úttekt á skipulagi barnaverndarstarfs 8. Kröfulýsingar fyrir sólarhringsúrræði Barnaverndar 9. Áhættugreining samkvæmt ráðgjöf frá Innri endurskoðun 10. Ráðning á sérstökum verkefnastjóra til að innleiða aðgerðaáætlun
Tengdar fréttir Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 18. febrúar 2018 19:35 Símtal um barnaníðing náði ekki til yfirmanns Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir verkferla í skoðun vegna máls starfsmanns sem grunaður er um barnaníð. Kannað sé hvað varð um nafnlausa ábendingu um manninn sem einstaklingur fullyrði að hafa gefið í símtali 2008. 22. febrúar 2018 06:00 Ekki settur strax í leyfi frá störfum vegna kæru um kynferðisbrot gegn barni Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar var færður til í starfi áður en hann var settur í leyfi vegna kæru til lögreglu. Hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 19. febrúar 2018 13:30 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 18. febrúar 2018 19:35
Símtal um barnaníðing náði ekki til yfirmanns Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir verkferla í skoðun vegna máls starfsmanns sem grunaður er um barnaníð. Kannað sé hvað varð um nafnlausa ábendingu um manninn sem einstaklingur fullyrði að hafa gefið í símtali 2008. 22. febrúar 2018 06:00
Ekki settur strax í leyfi frá störfum vegna kæru um kynferðisbrot gegn barni Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar var færður til í starfi áður en hann var settur í leyfi vegna kæru til lögreglu. Hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 19. febrúar 2018 13:30