Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Þórdís Valsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 19:35 Maðurinn starfar á velferðarsviði Reykjavíkurborgar en hann er nú í ótímabundnu leyfi frá störfum. vísir/GVA Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni sem er á barnsaldri. Maðurinn, sem er á sextugsaldri, hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn ungum dreng en var ekki ákærður fyrir meint brot. RÚV greinir frá. Samkvæmt frétt RÚV er maðurinn í ótímabundnu leyfi frá störfum en starf hans heyrir undir velferðarsvið borgarinnar. Maðurinn á ekki í beinum samskiptum við börn í starfi sínu. Kæran barst lögreglu í desember á síðasta ári.Áður kærður fyrir kynferðisbrot Fyrir þremur árum starfaði maðurinn hjá öðru sveitarfélagi en þá var maðurinn kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á ungum dreng. Í frétt RÚV um málið kemur fram að pilturinn hafi verið skjólstæðingur mannsins og áttu brotin að hafa átt sér stað nokkrum árum áður en kæra barst. Rannsókn lögreglu á málinu leiddi til þess að ekki var gefin út ákæra vegna þess. Maðurinn hætti störfum hjá því sveitarfélagi sem hann vann hjá áður á meðan rannsókn lögreglu stóð yfir. Eftir það hóf hann störf hjá stofnun á vegum ríkisins og var svo ráðinn til starfa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Hann mun hafa greint yfirmanni sínum frá kæru piltsins. Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur, sagði í samtali við Vísi í kvöld að hún gæti ekki tjáð sig um málið. Öll slík mál barna sem eigi lögheimili í Reykjavík rati á borð Barnaverndar. „Málið fer þá frá lögreglu til okkar en oftast eiga slík mál fyrstu lendingu hjá okkur og við komum þeim í farveg hjá lögreglu og barni í farveg í Barnahúsi,“ segir Halldóra. Hvorki náðist í Regínu Ásvaldsdóttur sviðsstjóra velferðarsviðs við vinnslu fréttarinnar, né Árna Þór Sigmundsson yfirlögregluþjón kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni sem er á barnsaldri. Maðurinn, sem er á sextugsaldri, hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn ungum dreng en var ekki ákærður fyrir meint brot. RÚV greinir frá. Samkvæmt frétt RÚV er maðurinn í ótímabundnu leyfi frá störfum en starf hans heyrir undir velferðarsvið borgarinnar. Maðurinn á ekki í beinum samskiptum við börn í starfi sínu. Kæran barst lögreglu í desember á síðasta ári.Áður kærður fyrir kynferðisbrot Fyrir þremur árum starfaði maðurinn hjá öðru sveitarfélagi en þá var maðurinn kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á ungum dreng. Í frétt RÚV um málið kemur fram að pilturinn hafi verið skjólstæðingur mannsins og áttu brotin að hafa átt sér stað nokkrum árum áður en kæra barst. Rannsókn lögreglu á málinu leiddi til þess að ekki var gefin út ákæra vegna þess. Maðurinn hætti störfum hjá því sveitarfélagi sem hann vann hjá áður á meðan rannsókn lögreglu stóð yfir. Eftir það hóf hann störf hjá stofnun á vegum ríkisins og var svo ráðinn til starfa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Hann mun hafa greint yfirmanni sínum frá kæru piltsins. Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur, sagði í samtali við Vísi í kvöld að hún gæti ekki tjáð sig um málið. Öll slík mál barna sem eigi lögheimili í Reykjavík rati á borð Barnaverndar. „Málið fer þá frá lögreglu til okkar en oftast eiga slík mál fyrstu lendingu hjá okkur og við komum þeim í farveg hjá lögreglu og barni í farveg í Barnahúsi,“ segir Halldóra. Hvorki náðist í Regínu Ásvaldsdóttur sviðsstjóra velferðarsviðs við vinnslu fréttarinnar, né Árna Þór Sigmundsson yfirlögregluþjón kynferðisbrotadeildar lögreglunnar.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira