Fyrirliði Manchester City býst við erfiðasta leik tímabilsins í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2018 17:00 Vincent Kompany fagnar sigrinum á Arsenal um síðustu helgi. Vísir/Getty Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City og besti leikmaður liðsins í sigrinum á Arsenal í úrslitaleik enska deildabikarsins um síðustu helgi, á von á mjög erfiðum leik á móti Arsenal í kvöld. Manchester City liðið vann sannfærandi 3-0 sigur á Arsenal í úrslitaleiknum á sunnudaginn en liðin mætast aftur í úrvalsdeildinni í kvöld. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur verið harðlega gagnrýndur eftir leikinn og það er enginn vafi á því að Arsenal menn eru særðir eftir vandræðalega frammistöðu á Wembley leikvanginum. „Ég held að leikurinn á móti Arsenal verði erfiðasti leikurinn okkar á tímabilinu vegna þess sem á undan hefur gerst. Við verðum því að vera tilbúnir í það,“ sagði Vincent Kompany í viðtali við Sky Sports.'ARSENAL HARDEST GAME OF THE SEASON' Vincent Kompany reckons "wounded" Arsenal could represent the toughest game of the season so far for Manchester City. Read the exclusive with Man City's captain here https://t.co/Zgycpu2QYBpic.twitter.com/hHsMIOPUxq — Sky Sports PL (@SkySportsPL) March 1, 2018 „Við getum ekkert litið framhjá því að það eru miklir hæfileikar í þeirra liði og leikmennirnir eru særðir. Við höfum líka allir verið einhvern tímann í slíkri stöðu á ferlinum þegar allir eru að stökkva upp á vagninn þinn,“ sagði Kompany sem hefur greinilega áhyggjur af sínu liði. „Þeir gætu breytt mörgu hjá sér með því að spila vel í kvöld þannig að þetta er hættulegur leikur. Ef við slökum á um tíu eða fimmtán prósent þá vitum við hvað getur gerst,“ sagði Kompany. „Ég man sjálfur eftir því þegar við unnum Liverpool í úrslitaleik og vorum síðan flengdir í deildarleik liðanna fjórum dögum síðar. Við verðum að halda einbeitingu og undirbúa okkur fyrir erfiðan leik,“ sagði Kompany.Vincent Kompany’s @Carabao_Cup Final contribution 60 touches Completed 41/45 passes 5 clearances 10 x possession gained 3 shots, 1st EFL Cup goal Lifted trophy as @ManCity captain for the 3rd time in 5 seasons pic.twitter.com/WxRVRwwWoF — Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) February 25, 2018 Þetta gerðist árið 2016. Manchester City vann úrslitaleik deildabikarsins í vítakeppni 28. febrúar 2016 en Liverpool vann aftur á móti deildarleik liðanna 3-0 2. mars 2016 með mörkum frá Adam Lallana, James Milner og Roberto Firmino. Manchester City er þegar búið að vinna einn titil á tímabilinu og nær sextán stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni með sigri í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.45 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum snaraukist Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City og besti leikmaður liðsins í sigrinum á Arsenal í úrslitaleik enska deildabikarsins um síðustu helgi, á von á mjög erfiðum leik á móti Arsenal í kvöld. Manchester City liðið vann sannfærandi 3-0 sigur á Arsenal í úrslitaleiknum á sunnudaginn en liðin mætast aftur í úrvalsdeildinni í kvöld. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur verið harðlega gagnrýndur eftir leikinn og það er enginn vafi á því að Arsenal menn eru særðir eftir vandræðalega frammistöðu á Wembley leikvanginum. „Ég held að leikurinn á móti Arsenal verði erfiðasti leikurinn okkar á tímabilinu vegna þess sem á undan hefur gerst. Við verðum því að vera tilbúnir í það,“ sagði Vincent Kompany í viðtali við Sky Sports.'ARSENAL HARDEST GAME OF THE SEASON' Vincent Kompany reckons "wounded" Arsenal could represent the toughest game of the season so far for Manchester City. Read the exclusive with Man City's captain here https://t.co/Zgycpu2QYBpic.twitter.com/hHsMIOPUxq — Sky Sports PL (@SkySportsPL) March 1, 2018 „Við getum ekkert litið framhjá því að það eru miklir hæfileikar í þeirra liði og leikmennirnir eru særðir. Við höfum líka allir verið einhvern tímann í slíkri stöðu á ferlinum þegar allir eru að stökkva upp á vagninn þinn,“ sagði Kompany sem hefur greinilega áhyggjur af sínu liði. „Þeir gætu breytt mörgu hjá sér með því að spila vel í kvöld þannig að þetta er hættulegur leikur. Ef við slökum á um tíu eða fimmtán prósent þá vitum við hvað getur gerst,“ sagði Kompany. „Ég man sjálfur eftir því þegar við unnum Liverpool í úrslitaleik og vorum síðan flengdir í deildarleik liðanna fjórum dögum síðar. Við verðum að halda einbeitingu og undirbúa okkur fyrir erfiðan leik,“ sagði Kompany.Vincent Kompany’s @Carabao_Cup Final contribution 60 touches Completed 41/45 passes 5 clearances 10 x possession gained 3 shots, 1st EFL Cup goal Lifted trophy as @ManCity captain for the 3rd time in 5 seasons pic.twitter.com/WxRVRwwWoF — Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) February 25, 2018 Þetta gerðist árið 2016. Manchester City vann úrslitaleik deildabikarsins í vítakeppni 28. febrúar 2016 en Liverpool vann aftur á móti deildarleik liðanna 3-0 2. mars 2016 með mörkum frá Adam Lallana, James Milner og Roberto Firmino. Manchester City er þegar búið að vinna einn titil á tímabilinu og nær sextán stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni með sigri í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.45 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum snaraukist Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira