Óvelkominn í framboð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. mars 2018 06:00 Falcón býður sig fram þrátt fyrir samkomulag um sniðgöngu. Vísir/afp Þrátt fyrir sameiginlega afstöðu stjórnarandstöðunnar um að sniðganga forsetakosningar sem fara fram þann 22. apríl næstkomandi í Venesúela tilkynnti Henri Falcón, formaður Avanza Progresista, um framboð sitt í gær. Verður hann því eini frambjóðandi flokks sem á sæti á þingi fyrir utan sitjandi forseta, Nicolas Maduro. Afstaða stjórnarandstöðunnar var tekin á þeim grundvelli að með sniðgöngu væri hægt að einangra Maduro. Var bandalag stjórnarandstöðuflokka því harðort í garð Falcón á Twitter í gær. „Með þessu skrefi hefur Henri Falcón yfirgefið bandalagið og lýðræðishugsjón venesúelsku þjóðarinnar. Við getum ekki stutt við sviksamlegt kosningakerfi á þennan hátt.“ Ýmislegt við komandi kosningar hefur vakið reiði stjórnarandstöðunnar. Tveir vinsælustu stjórnarandstæðingarnir, Leopoldo Lopez og Henrique Capriles, fá til að mynda ekki að bjóða sig fram. Lopez er í stofufangelsi, sakaður um að kynda undir ofbeldi í mótmælum árið 2014. Capriles er hins vegar meinað að bjóða sig fram til nokkurs embættis vegna meintra embættisbrota sem eiga að hafa átt sér stað þegar hann var ríkisstjóri. Báðir hafa þeir neitað sök og sagt málin pólitísks eðlis. Vilji stjórnarandstæðingar bjóða sig fram til forseta mega þeir aukinheldur ekki bjóða fram undir nafni flokks síns. Þá er stjórnarandstaðan ósátt við að engar breytingar hafi verið gerðar á Maduro-sinnaðri kjörstjórn og að hundruðum þúsunda venesúelskra ríkisborgara, búsettra erlendis, sé meinað að kjósa. Í könnun sem birtist 8. febrúar mældist stjórnarandstæðingurinn Henry Ramos, sem býður sig ekki fram, með 7 prósenta fylgi samanborið við 32 prósent Maduro og 11 prósent Falcón. Degi fyrr birtist könnun frá Hercon sem sýndi Ramos með 38 prósenta fylgi, Maduro með 20 prósent og Falcón 31 prósent. Tveimur dögum fyrir það mældist Ramos svo með 9 prósent, Maduro 18 prósent og Falcón var vinsælastur með 24 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Forsetakosningar í Venesúela fyrir lok aprílmánaðar Umdeildur forseti landsins, Nicolas Maduro, hyggst sækjast eftir endurkjöri. 24. janúar 2018 08:23 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Þrátt fyrir sameiginlega afstöðu stjórnarandstöðunnar um að sniðganga forsetakosningar sem fara fram þann 22. apríl næstkomandi í Venesúela tilkynnti Henri Falcón, formaður Avanza Progresista, um framboð sitt í gær. Verður hann því eini frambjóðandi flokks sem á sæti á þingi fyrir utan sitjandi forseta, Nicolas Maduro. Afstaða stjórnarandstöðunnar var tekin á þeim grundvelli að með sniðgöngu væri hægt að einangra Maduro. Var bandalag stjórnarandstöðuflokka því harðort í garð Falcón á Twitter í gær. „Með þessu skrefi hefur Henri Falcón yfirgefið bandalagið og lýðræðishugsjón venesúelsku þjóðarinnar. Við getum ekki stutt við sviksamlegt kosningakerfi á þennan hátt.“ Ýmislegt við komandi kosningar hefur vakið reiði stjórnarandstöðunnar. Tveir vinsælustu stjórnarandstæðingarnir, Leopoldo Lopez og Henrique Capriles, fá til að mynda ekki að bjóða sig fram. Lopez er í stofufangelsi, sakaður um að kynda undir ofbeldi í mótmælum árið 2014. Capriles er hins vegar meinað að bjóða sig fram til nokkurs embættis vegna meintra embættisbrota sem eiga að hafa átt sér stað þegar hann var ríkisstjóri. Báðir hafa þeir neitað sök og sagt málin pólitísks eðlis. Vilji stjórnarandstæðingar bjóða sig fram til forseta mega þeir aukinheldur ekki bjóða fram undir nafni flokks síns. Þá er stjórnarandstaðan ósátt við að engar breytingar hafi verið gerðar á Maduro-sinnaðri kjörstjórn og að hundruðum þúsunda venesúelskra ríkisborgara, búsettra erlendis, sé meinað að kjósa. Í könnun sem birtist 8. febrúar mældist stjórnarandstæðingurinn Henry Ramos, sem býður sig ekki fram, með 7 prósenta fylgi samanborið við 32 prósent Maduro og 11 prósent Falcón. Degi fyrr birtist könnun frá Hercon sem sýndi Ramos með 38 prósenta fylgi, Maduro með 20 prósent og Falcón 31 prósent. Tveimur dögum fyrir það mældist Ramos svo með 9 prósent, Maduro 18 prósent og Falcón var vinsælastur með 24 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Forsetakosningar í Venesúela fyrir lok aprílmánaðar Umdeildur forseti landsins, Nicolas Maduro, hyggst sækjast eftir endurkjöri. 24. janúar 2018 08:23 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Forsetakosningar í Venesúela fyrir lok aprílmánaðar Umdeildur forseti landsins, Nicolas Maduro, hyggst sækjast eftir endurkjöri. 24. janúar 2018 08:23