Svæðið undir níðþungu sviðinu stærsta spurningamerkið Hersir Aron Ólafsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 25. júlí 2018 21:21 Varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir stórtónleika Guns N' Roses á Laugardalsvelli hafa gengið vel og tónleikagesti upp til hópa hafa komið vel fram, þrátt fyrir talsverða ölvun. Vallarstjóri var ekki enn farinn heim eftir gærkvöldið þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag enda þarf að undirbúa knattspyrnuleik á morgun. Strax og tónleikunum lauk í kringum miðnætti í gær var hafist handa við frágang. Sérstakt gólf var lagt yfir grasið til að hlífa því sem best.Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli.Mynd/SkjáskotÞegar fréttastofu bar að garði síðdegis var búið að taka gólfið af hluta vallarins og leit grasið nokkuð vel út, vallarstjórinn segir hins vegar að svæðið sem var undir níþungu sviðinu sé stærsta spurningamerkið – en það verði að skýrast síðar í kvöld. „Ég hafði ekki miklar áhyggjur af þessu svæði þannig séð, þetta voru þrír, fjórir dagar með svona viðurkenndu gólfi en bakslagið getur komið svo sem. Þó það sé grænt núna getur það komið í hausinn á okkur seinna, en þetta lítur nokkuð vel út núna og leikur á morgun,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli. Hann segir því engin grið gefinn, enda verði að vera hægt að spila fótbolta á vellinum eftir sólarhring. „Ég er ekki enn þá farinn heim eftir gærkvöldið og lagði mig í tvo tíma hérna inni í kompu. Svo fáum við aukamannskap á eftir.“Árni Friðleifsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Skjáskot/Stöð2Fjölmennt lið lögreglu stóð vaktina í dalnum í gær, lokaði götum og fylgdist með gangi mála. Einn var handtekinn eftir líkamsárás, en varðstjóri segir að önnur alvarleg atvik hafi ekki komið upp. „Gæslan inni á tónleikasvæðinu vísaði þremur mönnum af svæðinu og miðað við þennan fjölda þá er þetta ekkert til að tala um,“ Árni Friðleifsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir kvöldið hafa verið prófstein á svo umfangsmikið tónleikahald á svæðinu og það hafi heppnast vel. Ekki fékkst viðtal við tónleikahaldara í dag, en þeir höfðu áður gefið út gestafjölda upp á um 25 þúsund manns. Árni segir það líklega ekki fjarri lagi. „Ég verð bara að hrósa tónleikagestum sem komu hérna í gær. Það virtust flestir koma til að skemmta sér og hlusta á rokkbandið og vissulega er einhver ölvun en hún var ekki til neinna vandræða þannig séð.“En skyldi varðstjórinn sjálfur vera hrifinn af rokktónlist? „Jú, jú, þetta var mikill hávaði hérna í gær, það verður að segjast eins og er. En ég er svona meiri diskókóngur heldur en þetta.“ Lögreglumál Tónlist Tengdar fréttir Lögregla þakkar fyrir „stórkostlega sýningu“ Guns N‘ Roses Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í dag svipmyndir af eftirliti lögreglu á tónleikum Guns N' Roses í gær. 25. júlí 2018 18:31 Sjáðu Guns N´ Roses taka Paradise City og Welcome to the Jungle í Reykjavík Stórtónleikar Guns N´Roses fóru fram á Laugardalsvelli í gærkvöldi og er talið að um 25 þúsund manns hafi séð rokkarana spila í Reykjavík. 25. júlí 2018 13:00 Axl tilfinningaríkur á sviðinu áður en hann flutti lagið sem var tileinkað vini hans Knockin' On Heaven's Door er sögufrægt lag sem Bod Dylan gaf fyrst út árið 1965. Bæði Eric Clapton og Guns N´Roses hafa gefið út mjög vinsælar ábreiður af laginu og tók sveitin lagið á stórtónleikum sínum á Laugardalsvelli í gærkvöldi. 25. júlí 2018 14:00 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Sjá meira
Varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir stórtónleika Guns N' Roses á Laugardalsvelli hafa gengið vel og tónleikagesti upp til hópa hafa komið vel fram, þrátt fyrir talsverða ölvun. Vallarstjóri var ekki enn farinn heim eftir gærkvöldið þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag enda þarf að undirbúa knattspyrnuleik á morgun. Strax og tónleikunum lauk í kringum miðnætti í gær var hafist handa við frágang. Sérstakt gólf var lagt yfir grasið til að hlífa því sem best.Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli.Mynd/SkjáskotÞegar fréttastofu bar að garði síðdegis var búið að taka gólfið af hluta vallarins og leit grasið nokkuð vel út, vallarstjórinn segir hins vegar að svæðið sem var undir níþungu sviðinu sé stærsta spurningamerkið – en það verði að skýrast síðar í kvöld. „Ég hafði ekki miklar áhyggjur af þessu svæði þannig séð, þetta voru þrír, fjórir dagar með svona viðurkenndu gólfi en bakslagið getur komið svo sem. Þó það sé grænt núna getur það komið í hausinn á okkur seinna, en þetta lítur nokkuð vel út núna og leikur á morgun,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli. Hann segir því engin grið gefinn, enda verði að vera hægt að spila fótbolta á vellinum eftir sólarhring. „Ég er ekki enn þá farinn heim eftir gærkvöldið og lagði mig í tvo tíma hérna inni í kompu. Svo fáum við aukamannskap á eftir.“Árni Friðleifsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Skjáskot/Stöð2Fjölmennt lið lögreglu stóð vaktina í dalnum í gær, lokaði götum og fylgdist með gangi mála. Einn var handtekinn eftir líkamsárás, en varðstjóri segir að önnur alvarleg atvik hafi ekki komið upp. „Gæslan inni á tónleikasvæðinu vísaði þremur mönnum af svæðinu og miðað við þennan fjölda þá er þetta ekkert til að tala um,“ Árni Friðleifsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir kvöldið hafa verið prófstein á svo umfangsmikið tónleikahald á svæðinu og það hafi heppnast vel. Ekki fékkst viðtal við tónleikahaldara í dag, en þeir höfðu áður gefið út gestafjölda upp á um 25 þúsund manns. Árni segir það líklega ekki fjarri lagi. „Ég verð bara að hrósa tónleikagestum sem komu hérna í gær. Það virtust flestir koma til að skemmta sér og hlusta á rokkbandið og vissulega er einhver ölvun en hún var ekki til neinna vandræða þannig séð.“En skyldi varðstjórinn sjálfur vera hrifinn af rokktónlist? „Jú, jú, þetta var mikill hávaði hérna í gær, það verður að segjast eins og er. En ég er svona meiri diskókóngur heldur en þetta.“
Lögreglumál Tónlist Tengdar fréttir Lögregla þakkar fyrir „stórkostlega sýningu“ Guns N‘ Roses Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í dag svipmyndir af eftirliti lögreglu á tónleikum Guns N' Roses í gær. 25. júlí 2018 18:31 Sjáðu Guns N´ Roses taka Paradise City og Welcome to the Jungle í Reykjavík Stórtónleikar Guns N´Roses fóru fram á Laugardalsvelli í gærkvöldi og er talið að um 25 þúsund manns hafi séð rokkarana spila í Reykjavík. 25. júlí 2018 13:00 Axl tilfinningaríkur á sviðinu áður en hann flutti lagið sem var tileinkað vini hans Knockin' On Heaven's Door er sögufrægt lag sem Bod Dylan gaf fyrst út árið 1965. Bæði Eric Clapton og Guns N´Roses hafa gefið út mjög vinsælar ábreiður af laginu og tók sveitin lagið á stórtónleikum sínum á Laugardalsvelli í gærkvöldi. 25. júlí 2018 14:00 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Sjá meira
Lögregla þakkar fyrir „stórkostlega sýningu“ Guns N‘ Roses Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í dag svipmyndir af eftirliti lögreglu á tónleikum Guns N' Roses í gær. 25. júlí 2018 18:31
Sjáðu Guns N´ Roses taka Paradise City og Welcome to the Jungle í Reykjavík Stórtónleikar Guns N´Roses fóru fram á Laugardalsvelli í gærkvöldi og er talið að um 25 þúsund manns hafi séð rokkarana spila í Reykjavík. 25. júlí 2018 13:00
Axl tilfinningaríkur á sviðinu áður en hann flutti lagið sem var tileinkað vini hans Knockin' On Heaven's Door er sögufrægt lag sem Bod Dylan gaf fyrst út árið 1965. Bæði Eric Clapton og Guns N´Roses hafa gefið út mjög vinsælar ábreiður af laginu og tók sveitin lagið á stórtónleikum sínum á Laugardalsvelli í gærkvöldi. 25. júlí 2018 14:00