Kemur til greina að nota fundarlaun við rannsókn á fleiri málum Sunna Sæmundsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 26. mars 2018 20:30 Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum Skjáskot/Stöð 2 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir koma til greina að nota fundarlaun við rannsókn á fleiri málum ef vel gengur að finna tölvubúnað sem fundarlaunum var heitið fyrir í gær. Nokkrar ábendingar hafa þegar borist. Eigandi búnaðarins sem var stolið úr gagnaveri í Reykjanesbæ fyrir nokkrum vikum mun greiða fundarlaunin en lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins og tekur við ábendingum til 12. apríl. Eigandinn vill ekki láta nafns síns getið. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð frá desember til janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti 200 milljóna króna var stolið. „Fundarlaununum var heitið í gær og hafa nokkrar ábendingar þegar borist. Það bárust nokkrar ábendingar í morgun og þær eru til athugunar og við skoðum hvað kemur út úr því. Allar vísbendingar sem gætu leitt okkur að því hvar þýfið væri niðurkomið, við tökum þær alvarlega,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Einn íslenskur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins og hafa nokkrar húsleitir verið gerðar en grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Ólafur segist aldrei hafa unnið að rannsókn með þessum hætti en fyrirkomulagið gæti verið tekið upp í fleiri málum. „Þetta hefur aldrei borið á mitt borð þau ár sem ég hef starfað í tengslum við og í lögreglunni. Þannig að þetta er nýlunda en svo er að sjá hvort þetta sé eitthvað sem við tökum upp. Kannski að það gerist í framhaldi af þessu. Við skulum vona að vel gangi en nú er það svo að menn spyrja alltaf að leikslokum.“ Tengdar fréttir Tölvurnar eru enn ófundnar Enn hefur hvorki sést tangur né tetur af um 600 tölvum sem stolið var í þremur innbrotum í gagnaver í Borgarbyggð og Reykjanesbæ. 19. mars 2018 06:00 Lofa sex milljóna króna fundarlaunum fyrir stolinn tölvubúnað Eigendur tölvubúnaðar sem stolið var úr gagnaveri á Suðurnesjum fyrir nokkrum vikum heita sex milljónum króna í fundarlaun til þess sem getur veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar búnaðinn er að finna. 25. mars 2018 16:04 Nokkrar ábendingar borist um stolinn tölvubúnað eftir að fundarlaunum var lofað Talið er að málið geti tengt anga sína til annarra landa. 26. mars 2018 12:42 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna innbrota í gagnaver Tveir karlmenn sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á innbroti í gagnaver voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhaldi. 2. mars 2018 17:11 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir koma til greina að nota fundarlaun við rannsókn á fleiri málum ef vel gengur að finna tölvubúnað sem fundarlaunum var heitið fyrir í gær. Nokkrar ábendingar hafa þegar borist. Eigandi búnaðarins sem var stolið úr gagnaveri í Reykjanesbæ fyrir nokkrum vikum mun greiða fundarlaunin en lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins og tekur við ábendingum til 12. apríl. Eigandinn vill ekki láta nafns síns getið. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð frá desember til janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti 200 milljóna króna var stolið. „Fundarlaununum var heitið í gær og hafa nokkrar ábendingar þegar borist. Það bárust nokkrar ábendingar í morgun og þær eru til athugunar og við skoðum hvað kemur út úr því. Allar vísbendingar sem gætu leitt okkur að því hvar þýfið væri niðurkomið, við tökum þær alvarlega,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Einn íslenskur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins og hafa nokkrar húsleitir verið gerðar en grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Ólafur segist aldrei hafa unnið að rannsókn með þessum hætti en fyrirkomulagið gæti verið tekið upp í fleiri málum. „Þetta hefur aldrei borið á mitt borð þau ár sem ég hef starfað í tengslum við og í lögreglunni. Þannig að þetta er nýlunda en svo er að sjá hvort þetta sé eitthvað sem við tökum upp. Kannski að það gerist í framhaldi af þessu. Við skulum vona að vel gangi en nú er það svo að menn spyrja alltaf að leikslokum.“
Tengdar fréttir Tölvurnar eru enn ófundnar Enn hefur hvorki sést tangur né tetur af um 600 tölvum sem stolið var í þremur innbrotum í gagnaver í Borgarbyggð og Reykjanesbæ. 19. mars 2018 06:00 Lofa sex milljóna króna fundarlaunum fyrir stolinn tölvubúnað Eigendur tölvubúnaðar sem stolið var úr gagnaveri á Suðurnesjum fyrir nokkrum vikum heita sex milljónum króna í fundarlaun til þess sem getur veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar búnaðinn er að finna. 25. mars 2018 16:04 Nokkrar ábendingar borist um stolinn tölvubúnað eftir að fundarlaunum var lofað Talið er að málið geti tengt anga sína til annarra landa. 26. mars 2018 12:42 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna innbrota í gagnaver Tveir karlmenn sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á innbroti í gagnaver voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhaldi. 2. mars 2018 17:11 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Sjá meira
Tölvurnar eru enn ófundnar Enn hefur hvorki sést tangur né tetur af um 600 tölvum sem stolið var í þremur innbrotum í gagnaver í Borgarbyggð og Reykjanesbæ. 19. mars 2018 06:00
Lofa sex milljóna króna fundarlaunum fyrir stolinn tölvubúnað Eigendur tölvubúnaðar sem stolið var úr gagnaveri á Suðurnesjum fyrir nokkrum vikum heita sex milljónum króna í fundarlaun til þess sem getur veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar búnaðinn er að finna. 25. mars 2018 16:04
Nokkrar ábendingar borist um stolinn tölvubúnað eftir að fundarlaunum var lofað Talið er að málið geti tengt anga sína til annarra landa. 26. mars 2018 12:42
Áfram í gæsluvarðhaldi vegna innbrota í gagnaver Tveir karlmenn sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á innbroti í gagnaver voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhaldi. 2. mars 2018 17:11
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent