Grindhvalirnir sneru aftur Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2018 08:57 Brúin virðist hindra hvalina í að synda aftur út úr Kolgrafafirði. Skjáskot Grindhvalavaðan sem gerði vart við sig í Kolgrafafirði í gærkvöldi, en björgunarsveitarmönnum tókst að reka út úr firðinum á áttunda tímanum, sneri aftur til baka í nótt. Í samtali við Vísi segir Einar Strand, formaður svæðisstjórnar Landsbjargar á Snæfellsnesi, að strætóbílstjóri hafi orðið vöðunnar var í morgun, um klukkan átta. Síðast spurðist til grindhvalahópsins upp úr miðnætti og var hann þá fyrir utan brúnna sem þverar fjörðinn. Því sé ljóst að hvalirnir hafi steypt sér inn með affallinu einhvern tímann á þessu átta klukkustunda tímabili. Einar segist efast um að björgunarsveitirnar geri neitt í málinu í dag. Ekki sé þó hægt að útiloka að hvalirnir leiti á land, eins og síldartorfan gerði í Kolgrafafirði árin 2012-13. Fari svo muni björgunarsveitarmenn þó að sjálfsögðu aðstoða þá aftur á haf út. Tíminn verði þó að leiða það í ljós hvort nauðsynlegt sé að grípa til einhverra aðgerða. Svo virðist sem brúin yfir fjörðinn hindri hvalina í að leita aftur út á haf, þrátt fyrir að þeir virðist hæglega geta synt þangað inn. Því væri hálfgert Sisýfosverk að reka þá út úr Kolgrafafirði til þess eins að þeir syndi þangað jafnharðan aftur. Einar Strand segist ekki muna eftir því að grindhvalir hafi áður leitað inn í Kolgrafafjörð. Hann hefur ágætis yfirsýn yfir málið, enda búið á svæðinu í um tuttugu ár og verið vel tengdur inn í björgunarsveitarstarfsemina allan þann tíma. Grindhvalir eru ein algengasta hvalategundin á norðurslóðum og er þekkt hið svokallaða Grindardráp sem stundað er í Færeyjum. Tengdar fréttir Grindhvalavaða festist í Kolgrafafirði Fyrr í dag festist grindhvalavaða í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi, björgunarsveitir voru kallaðir til og loks tókst að koma hvölunum út á haf. 12. ágúst 2018 20:50 Stórkostlegt myndband frá björguninni í Kolgrafafirði Vísir fjallaði fyrr í kvöld um grindhvalavöðu sem festist í Kolgrafafirði í kvöld. Haukur Páll Kristinsson var á staðnum og sendi Vísi magnað myndskeið af hvölunum og aðgerðum björgunarsveita. 12. ágúst 2018 22:37 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Grindhvalavaðan sem gerði vart við sig í Kolgrafafirði í gærkvöldi, en björgunarsveitarmönnum tókst að reka út úr firðinum á áttunda tímanum, sneri aftur til baka í nótt. Í samtali við Vísi segir Einar Strand, formaður svæðisstjórnar Landsbjargar á Snæfellsnesi, að strætóbílstjóri hafi orðið vöðunnar var í morgun, um klukkan átta. Síðast spurðist til grindhvalahópsins upp úr miðnætti og var hann þá fyrir utan brúnna sem þverar fjörðinn. Því sé ljóst að hvalirnir hafi steypt sér inn með affallinu einhvern tímann á þessu átta klukkustunda tímabili. Einar segist efast um að björgunarsveitirnar geri neitt í málinu í dag. Ekki sé þó hægt að útiloka að hvalirnir leiti á land, eins og síldartorfan gerði í Kolgrafafirði árin 2012-13. Fari svo muni björgunarsveitarmenn þó að sjálfsögðu aðstoða þá aftur á haf út. Tíminn verði þó að leiða það í ljós hvort nauðsynlegt sé að grípa til einhverra aðgerða. Svo virðist sem brúin yfir fjörðinn hindri hvalina í að leita aftur út á haf, þrátt fyrir að þeir virðist hæglega geta synt þangað inn. Því væri hálfgert Sisýfosverk að reka þá út úr Kolgrafafirði til þess eins að þeir syndi þangað jafnharðan aftur. Einar Strand segist ekki muna eftir því að grindhvalir hafi áður leitað inn í Kolgrafafjörð. Hann hefur ágætis yfirsýn yfir málið, enda búið á svæðinu í um tuttugu ár og verið vel tengdur inn í björgunarsveitarstarfsemina allan þann tíma. Grindhvalir eru ein algengasta hvalategundin á norðurslóðum og er þekkt hið svokallaða Grindardráp sem stundað er í Færeyjum.
Tengdar fréttir Grindhvalavaða festist í Kolgrafafirði Fyrr í dag festist grindhvalavaða í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi, björgunarsveitir voru kallaðir til og loks tókst að koma hvölunum út á haf. 12. ágúst 2018 20:50 Stórkostlegt myndband frá björguninni í Kolgrafafirði Vísir fjallaði fyrr í kvöld um grindhvalavöðu sem festist í Kolgrafafirði í kvöld. Haukur Páll Kristinsson var á staðnum og sendi Vísi magnað myndskeið af hvölunum og aðgerðum björgunarsveita. 12. ágúst 2018 22:37 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Grindhvalavaða festist í Kolgrafafirði Fyrr í dag festist grindhvalavaða í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi, björgunarsveitir voru kallaðir til og loks tókst að koma hvölunum út á haf. 12. ágúst 2018 20:50
Stórkostlegt myndband frá björguninni í Kolgrafafirði Vísir fjallaði fyrr í kvöld um grindhvalavöðu sem festist í Kolgrafafirði í kvöld. Haukur Páll Kristinsson var á staðnum og sendi Vísi magnað myndskeið af hvölunum og aðgerðum björgunarsveita. 12. ágúst 2018 22:37