Innlent

Stórkostlegt myndband frá björguninni í Kolgrafafirði

Andri Eysteinsson skrifar
Vísir fjallaði fyrr í kvöld um grindhvalavöðu sem festist í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi í kvöld.

Björgunarsveitin Klakkur frá Grundarfirði var send á vettvang og unnu 10 menn á tveimur gúmmíbátum að því að koma hvölunum aftur út á haf. 

Haukur Páll Kristinsson var á staðnum og náði mögnuðum myndum af hvölunum og aðgerðum björgunarsveitarinnar í Kolgrafafirði með dróna. Það myndband má sjá í spilaranum hér að ofan.

Einnig birti Vagn Ingólfsson skemmtilegt myndband á Facebook síðu sinni þar sem barátta hvalanna við hafstraumana sést greinilega. Það myndband má sjá neðst í fréttinni.



Hvalirnir komust undir brúnna um klukkan 20:10 að sögn Einars Strand, formanns svæðisstjórnar Landsbjargar á Snæfellsnesi.


Tengdar fréttir

Grindhvalavaða festist í Kolgrafafirði

Fyrr í dag festist grindhvalavaða í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi, björgunarsveitir voru kallaðir til og loks tókst að koma hvölunum út á haf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×