Kínverskum konum gengur illa að koma #metoo í gegnum ritskoðendur internetsins Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2018 14:27 Konum hefur gegnið illa að koma sögum sínum út og er færslum eytt ótt og títt. Vísir/Getty Ritskoðendur internetsins í Kína vinna nú hörðum höndum að því að stöðva #metoo umræðu á samfélagsmiðlum þar í landi. Konum hefur gegnið illa að koma sögum sínum út og er færslum eytt ótt og títt. Búið er að koma í veg fyrir notkun orðasambanda sem snúa að því að berjast gegn kynferðislegri áreitni og eyða undirskriftalistum þar sem kallað eftir því að konur séu varðar betur. Þar að auki hafa embættismenn varað aðgerðarsinna við því að vera of háværir og gefið hefur verið í skyn að þeir gætu verið taldir svikarar á vegum erlendra andstæðinga Kína. Þetta kemur fram í frétt New York Times.Baráttan gegn #metoo hreyfingunni kemur eftir að fjöldi kvenna hafa kallað eftir því að ásakanir gegn yfirmönnum, samstarfsfélögum og kennurum verði rannsakaðar.Þótti komið á flug Nokkrir embættismenn sem koma að menntakerfi Kína hafa verið reknir úr störfum sínum og þar á meðal einn prófessor sem mun hafa brotið gegn minnst sex nemendum sínum á fimmtán árum. Meðal annars hefur hann verið sakaður um nauðgun. Fjallað var um mál hans í opinberum fjölmiðlum Kína og þótti það til marks um að hreyfingin væri komin á flug. Þá hafði mikil ritskoðun þegar farið farið fram á samfélagmiðlum í Kína en hún virðist vera orðin mun meiri nú.Í umfjöllun New York Times segir að stjórnvöld Kína noti oft jafnrétti kynjanna í áróðri ríkisins en hins vegar hafi lítið verið gert við aukið kynjamisrétti og mismunun. Þá séu nánast bara karlar í æðstu stöðum Kommúnistaflokks Kína og háttsettir menn úr stjórnmála- og viðskiptalífi Kína séu varðir gegn ásökunum um kynferðisbrot. Þar að auki eru lög ríkisins um nauðgun og áreitni óljós og sjaldan falla dómar konum í vil. Fyrirtæki rannsaki sjaldan ásakanir á hendur körlum og grípi sjaldan til aðgerða.Rappið litið hornauga Yfirvöld Kína hafa einnig gripið til aðgerða gegn Rappi. Mjög vinsæll sjónvarpsþáttur um rappheim landsins vakti gífurlega athygli í sumar og naut mikilla vinsælda. Nokkrir af keppendum þáttarins urðu stjörnur og rappið varð fljótt að umfangsmiklum og hagvænum iðnaði. Nú virðist þó sem að það sé búið. PG One, einn af efstu keppendum The Rap of China, var nýverið sakaður um að eiga í ástarsambandi við gifta konu. Þær fregnir voru aldrei staðfestar, samkvæmt frétt BBC, en ríkisfjölmiðlar Kína fóru fljótt mjög harkalega gegn PG One og rappinu í Kína eins og það leggur sig.PG One hefur verið sakaður um að vanvirða konur, hvetja til fíkniefnaneyslu og ýmislegt fleira. Kínverska ríkið hefur nú ákveðið að sjónvarpsstöðvar þar í landi megi ekki lengur sýna efni sem snýr á nokkurn hátt að rappi, né rappara. Í minnisblaði frá stofnun sem heldur utan um fjölmiðla og sjónvarpsútsendingar í Kína stóð að allir þættir yrðu að fylgja fjórum „tónum“ um hvernig fólki sjónvarpsfólk megi bjóða í þætti sína. Þau verði að vera heilsteypt og án hneykslismála. MeToo Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Ritskoðendur internetsins í Kína vinna nú hörðum höndum að því að stöðva #metoo umræðu á samfélagsmiðlum þar í landi. Konum hefur gegnið illa að koma sögum sínum út og er færslum eytt ótt og títt. Búið er að koma í veg fyrir notkun orðasambanda sem snúa að því að berjast gegn kynferðislegri áreitni og eyða undirskriftalistum þar sem kallað eftir því að konur séu varðar betur. Þar að auki hafa embættismenn varað aðgerðarsinna við því að vera of háværir og gefið hefur verið í skyn að þeir gætu verið taldir svikarar á vegum erlendra andstæðinga Kína. Þetta kemur fram í frétt New York Times.Baráttan gegn #metoo hreyfingunni kemur eftir að fjöldi kvenna hafa kallað eftir því að ásakanir gegn yfirmönnum, samstarfsfélögum og kennurum verði rannsakaðar.Þótti komið á flug Nokkrir embættismenn sem koma að menntakerfi Kína hafa verið reknir úr störfum sínum og þar á meðal einn prófessor sem mun hafa brotið gegn minnst sex nemendum sínum á fimmtán árum. Meðal annars hefur hann verið sakaður um nauðgun. Fjallað var um mál hans í opinberum fjölmiðlum Kína og þótti það til marks um að hreyfingin væri komin á flug. Þá hafði mikil ritskoðun þegar farið farið fram á samfélagmiðlum í Kína en hún virðist vera orðin mun meiri nú.Í umfjöllun New York Times segir að stjórnvöld Kína noti oft jafnrétti kynjanna í áróðri ríkisins en hins vegar hafi lítið verið gert við aukið kynjamisrétti og mismunun. Þá séu nánast bara karlar í æðstu stöðum Kommúnistaflokks Kína og háttsettir menn úr stjórnmála- og viðskiptalífi Kína séu varðir gegn ásökunum um kynferðisbrot. Þar að auki eru lög ríkisins um nauðgun og áreitni óljós og sjaldan falla dómar konum í vil. Fyrirtæki rannsaki sjaldan ásakanir á hendur körlum og grípi sjaldan til aðgerða.Rappið litið hornauga Yfirvöld Kína hafa einnig gripið til aðgerða gegn Rappi. Mjög vinsæll sjónvarpsþáttur um rappheim landsins vakti gífurlega athygli í sumar og naut mikilla vinsælda. Nokkrir af keppendum þáttarins urðu stjörnur og rappið varð fljótt að umfangsmiklum og hagvænum iðnaði. Nú virðist þó sem að það sé búið. PG One, einn af efstu keppendum The Rap of China, var nýverið sakaður um að eiga í ástarsambandi við gifta konu. Þær fregnir voru aldrei staðfestar, samkvæmt frétt BBC, en ríkisfjölmiðlar Kína fóru fljótt mjög harkalega gegn PG One og rappinu í Kína eins og það leggur sig.PG One hefur verið sakaður um að vanvirða konur, hvetja til fíkniefnaneyslu og ýmislegt fleira. Kínverska ríkið hefur nú ákveðið að sjónvarpsstöðvar þar í landi megi ekki lengur sýna efni sem snýr á nokkurn hátt að rappi, né rappara. Í minnisblaði frá stofnun sem heldur utan um fjölmiðla og sjónvarpsútsendingar í Kína stóð að allir þættir yrðu að fylgja fjórum „tónum“ um hvernig fólki sjónvarpsfólk megi bjóða í þætti sína. Þau verði að vera heilsteypt og án hneykslismála.
MeToo Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira