Netverjar prjóna fyrir forsætisráðherrann Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. janúar 2018 06:33 Jacinda Ardern er yngsti forsætisráðherra í sögu Nýja-Sjálands, 37 ára. Ný-sjálensk hannyrðakona hratt af stað prjónabylgju um víða veröld eftir að fregnir bárust af þungun forsætisráðherrans Jacindu Ardern. Ardern tilkynnti í síðustu viku að hún og eiginmaður hennar ættu von á fyrsta barni sínu í júní næstkomandi. Hún naut gríðarlegra vinsælda í aðdraganda kosninganna undir lok síðasta árs þannig að talað var um Jacindu-æði í Nýja-Sjálandi.Tíðindi vöktu gríðarlega athygli, sem og lukku í heimalandinu Nýja-Sjálandi, og lét hin fingrafima Heather McCracken sig málið varða. Á Twitter-síðu sinni tjáði hún netheimi að hana langaði að prjóna fyrir barn forsætisráðherrans - en gefa flíkurnar síðan til góðagerðamála. Hún hafi hugsað með sér: „barnið hennar mun eflaust fá fullt af fínum hlutum á meðan önnur börn þurfa á hlýjum fötum að halda þegar þau yfirgefa fæðingardeildina,“ skrifaði McCracken í færslu sinni. Með færslunni deildi hún mynd af húfu sem hún merkti með myllumerkinu #knitforjacinda, eða #prjónaðfyrirjacindu.So I woke up this morning feeling like 'I want to knit for Jacinda's pēpi WHO'S WITH ME'But then I thought her baby will prob get loads of lovely things, and many other bubs are in need of warm clothes and hats and booties to go home from hospital.— Heather McCracken (@HeatherKMcC) January 19, 2018 Also I finished my first hat #knitforjacinda pic.twitter.com/Te9ZiABFNI— Heather McCracken (@HeatherKMcC) January 23, 2018 Viðbrögðin létu ekki á sér standa, fjölmargir netverjar lýstu yfir þátttöku í prjónaherferðinni. Í samtali við breska ríkisútvarpið segir McCracken að hana hafi ekki grunað að uppátæki hennar myndi vekja slíka athygli. „Mér þótti bara svo gaman að heyra fréttir af þunguninni og mig langaði að búa til litla gjöf,“ segir McCracken og bætir við að ekki hafi liðið á löngu áður en hún vildi heldur gefa hana einhverjum sem hefði fyrir gjöfina meiri þörf.Sjá einnig: Yngsta konan í ráðherrasætinuÞað eru þó ekki bara Ný-sjálendingar sem taka þátt í herferðinni, borist hafa skeyti með fyrirspurnum hvaðanæva að, til að mynda frá grannríkinu Ástralíu.Are Australians allowed to get involved? #knitforJacinda https://t.co/3va0QMwfco— Aoife Clifford (@aoifejclifford) January 24, 2018 Áhugasamir hafa verið hvattir til að senda handverkið á barnadeild Middlemore-spítalans í Auckland. Forsætisráðherrann hefur ekki gefið upp kyn barnsins og segir hún það vera vegna þess að hún vill ekki drukkna í fötum sem ætluð eru sérstaklega einhverju kyni. Tengdar fréttir Jacindu-æði í aðdraganda þingkosninga á Nýja-Sjálandi Fylgi nýsjálenska Verkamannaflokksins hefur aukist um tuttugu prósent á síðustu vikum. 11. september 2017 13:03 Yngsta konan í ráðherrasætinu Jacinda Ardern, formaður Verkamannaflokksins á Nýja-Sjálandi, verður yngsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu ríkisins. Þetta varð ljóst eftir að Winston Peters, formaður flokksins Nýja-Sjáland fyrst, tilkynnti að flokkur hans hefði ákveðið að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Verkamannaflokknum. 20. október 2017 06:00 Forsætisráðherrann verður móðir Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Arden, tilkynnti í gær að hún eigi von á barn með eiginmanni sínum, Clark Gayford 19. janúar 2018 06:37 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Ný-sjálensk hannyrðakona hratt af stað prjónabylgju um víða veröld eftir að fregnir bárust af þungun forsætisráðherrans Jacindu Ardern. Ardern tilkynnti í síðustu viku að hún og eiginmaður hennar ættu von á fyrsta barni sínu í júní næstkomandi. Hún naut gríðarlegra vinsælda í aðdraganda kosninganna undir lok síðasta árs þannig að talað var um Jacindu-æði í Nýja-Sjálandi.Tíðindi vöktu gríðarlega athygli, sem og lukku í heimalandinu Nýja-Sjálandi, og lét hin fingrafima Heather McCracken sig málið varða. Á Twitter-síðu sinni tjáði hún netheimi að hana langaði að prjóna fyrir barn forsætisráðherrans - en gefa flíkurnar síðan til góðagerðamála. Hún hafi hugsað með sér: „barnið hennar mun eflaust fá fullt af fínum hlutum á meðan önnur börn þurfa á hlýjum fötum að halda þegar þau yfirgefa fæðingardeildina,“ skrifaði McCracken í færslu sinni. Með færslunni deildi hún mynd af húfu sem hún merkti með myllumerkinu #knitforjacinda, eða #prjónaðfyrirjacindu.So I woke up this morning feeling like 'I want to knit for Jacinda's pēpi WHO'S WITH ME'But then I thought her baby will prob get loads of lovely things, and many other bubs are in need of warm clothes and hats and booties to go home from hospital.— Heather McCracken (@HeatherKMcC) January 19, 2018 Also I finished my first hat #knitforjacinda pic.twitter.com/Te9ZiABFNI— Heather McCracken (@HeatherKMcC) January 23, 2018 Viðbrögðin létu ekki á sér standa, fjölmargir netverjar lýstu yfir þátttöku í prjónaherferðinni. Í samtali við breska ríkisútvarpið segir McCracken að hana hafi ekki grunað að uppátæki hennar myndi vekja slíka athygli. „Mér þótti bara svo gaman að heyra fréttir af þunguninni og mig langaði að búa til litla gjöf,“ segir McCracken og bætir við að ekki hafi liðið á löngu áður en hún vildi heldur gefa hana einhverjum sem hefði fyrir gjöfina meiri þörf.Sjá einnig: Yngsta konan í ráðherrasætinuÞað eru þó ekki bara Ný-sjálendingar sem taka þátt í herferðinni, borist hafa skeyti með fyrirspurnum hvaðanæva að, til að mynda frá grannríkinu Ástralíu.Are Australians allowed to get involved? #knitforJacinda https://t.co/3va0QMwfco— Aoife Clifford (@aoifejclifford) January 24, 2018 Áhugasamir hafa verið hvattir til að senda handverkið á barnadeild Middlemore-spítalans í Auckland. Forsætisráðherrann hefur ekki gefið upp kyn barnsins og segir hún það vera vegna þess að hún vill ekki drukkna í fötum sem ætluð eru sérstaklega einhverju kyni.
Tengdar fréttir Jacindu-æði í aðdraganda þingkosninga á Nýja-Sjálandi Fylgi nýsjálenska Verkamannaflokksins hefur aukist um tuttugu prósent á síðustu vikum. 11. september 2017 13:03 Yngsta konan í ráðherrasætinu Jacinda Ardern, formaður Verkamannaflokksins á Nýja-Sjálandi, verður yngsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu ríkisins. Þetta varð ljóst eftir að Winston Peters, formaður flokksins Nýja-Sjáland fyrst, tilkynnti að flokkur hans hefði ákveðið að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Verkamannaflokknum. 20. október 2017 06:00 Forsætisráðherrann verður móðir Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Arden, tilkynnti í gær að hún eigi von á barn með eiginmanni sínum, Clark Gayford 19. janúar 2018 06:37 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Jacindu-æði í aðdraganda þingkosninga á Nýja-Sjálandi Fylgi nýsjálenska Verkamannaflokksins hefur aukist um tuttugu prósent á síðustu vikum. 11. september 2017 13:03
Yngsta konan í ráðherrasætinu Jacinda Ardern, formaður Verkamannaflokksins á Nýja-Sjálandi, verður yngsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu ríkisins. Þetta varð ljóst eftir að Winston Peters, formaður flokksins Nýja-Sjáland fyrst, tilkynnti að flokkur hans hefði ákveðið að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Verkamannaflokknum. 20. október 2017 06:00
Forsætisráðherrann verður móðir Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Arden, tilkynnti í gær að hún eigi von á barn með eiginmanni sínum, Clark Gayford 19. janúar 2018 06:37