Lýsir sorg fjölskyldunnar eftir plastbarkaígræðslu eiginmannsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. ágúst 2018 10:44 Andemariam Beyene lést árið 2014 eftir að hafa gengist undir plastbarkaígræðslu á Karolinska-háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi árið 2011. Vísir/Vilhelm Merhawit Baryamikael Tesfaslasesegir, ekkja Andemariams Beyene, mannsins sem gekkst undir plastbarkaígræðslu árið 2011 og lést tveimur og hálfu ári síðar, segir líf fjölskyldunnar eftir andlát eiginmannsins hafa verið afar erfitt. Í ítarlegu viðtali við Mannlíf lýsir hún því hvernig læknar hafi þrýst á Andemariam að gangast undir aðgerðina og að enginn frá Landspítalanum hafi haft samband við hana eftir útför hans. Eretríumaðurinn Andemariam Beyene gekkst undir plastbarkaígræðslu fyrstur manna þann 9. júní árið 2011 undir stjórn ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini. Andemariam greindist með krabbamein í barka þegar hann var búsettur á Íslandi þar sem hann stundaði meistaranám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Andemariam lést um tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina en að meðferð hans komu tveir íslenskir læknar, Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson.Segir lækna hafa þrýst á Andemariam Merhawit og Andemariam giftu sig árið 2008. Ári síðar, þegar Andemariam var fluttur tímabundið til Íslands í nám, greindist hann með krabbamein og segist Merhawit hafa saknað eiginmanns síns mjög á meðan á meðferðinni stóð. Hann hafi svo komið í mánaðarheimsókn til Erítreu sumarið 2010 og þar var ekki að sjá á honum að hann væri veikur, segir Merhawit í samtali við Mannlíf. Hún heldur því einnig fram að Andemariam hafi verið ágætlega haldinn alveg fram að aðgerðinni árið 2011.Sjá einnig: Tómas sagður á meðal þeirra sjö sem beri ábyrgð á vísindalegu misferli „Aðgerðin hafði aldrei verið gerð á lifandi manni og þess vegna var hann hræddur og vildi ekki fara í aðgerðina í fyrstu, en það var þrýst á hann. Læknarnir sögðu að ef hann færi í aðgerðina myndi hann lifa með gervibarkann í 8-10 ár. ,,Það er öruggt,“ sögðu þeir og ef hann vildi lifa og sjá börnin sín yrði hann að fara í þessa aðgerð. Þeir minntust aldrei á aðra möguleika við hann,“ segir Merhawit.Paolo Macchiarini starfaði við Karolinska í Stokkhólmi.Vísir/EPAErfiður tími á Íslandi Hún flutti með tvo syni þeirra hjóna, Brook og Nahom, til Íslands fimm mánuðum eftir að plastbarkinn var græddur í Andemariam. Þriðji sonurinn, Simon, fæddist stuttu síðar. Merhawit segir tímann á Íslandi hafa verið afar erfiðan og strax fyrstu mánuðina eftir aðgerðina fór heilsu Andemariam að hraka. „Ég var hrædd um hann daga og nætur. Hann fór til dæmis í sturtu og það leið yfir hann og hann var allur útataður í blóði. En Tómas læknir var til staðar fyrir okkur og var mjög hjálplegur.“Sjá einnig: Tómas vísar niðurstöðu rektors Karolinska alfarið á bug Árið 2013 var Andemariam mjög illa haldinn og dvaldi meira og minna á spítalanum. Hann lést á Karolinska-háskólasjúkrahúsinu í Svíþjóð þann 30. janúar 2014. Merhawit flaug frá Íslandi til Svíþjóðar og var við hlið eiginmannsins þegar hann lést. Fékk enga hjálp Mánuðurnir eftir andlát Andemariam voru mjög erfiðir, að sögn Merhawit. Hún fékk aðstoð frá vinum og nágrönnum en segir að enginn frá Landspítalanum hafi haft samband við sig í kjölfar andlátsins. „En enginn frá Landspítalanum hafði samband eftir að Andemariam lést, enginn. Ég fékk enga hjálp eða aðstoð og Tómas læknir hafði aldrei samband.“ Hún flutti frá Íslandi til Svíþjóðar eftir útför Andemariam og vinnur þar í grunnskóla. Samkvæmt svari Landspítala við fyrirspurn blaðamanns Mannlífs hefur ekki tekist að hafa uppi á Merhawit til að veita henni fjárhagsaðstoð svo hún geti leitað réttar síns. Hún segist ekki vera í felum og að það ætti ekki að vera vandamál að hafa uppi á henni. Í júní síðastliðnum sagði rektor Karolinska-háskólasjúkrahússins að Tómas Guðbjartsson væri einn af þeim sjö sem væru ábyrgir fyrir vísindalegu misferli í plastbarkamálinu. Tómas sagði niðurstöðu rektors sér afar þungbæra og gerði við hana alvarlegar athugasemdir. Viðtal Mannlífs við Merhawit má lesa í heild hér. Heilbrigðismál Landspítalinn Plastbarkamálið Tengdar fréttir Alvarlegast að plastbarkamálið varði mannréttindasáttmálann: „Ber okkur öllum skylda til að læra af þessu hörmulega máli“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir örlög sjúklingsins það mikilvægasta í plastbarkamálinu. 10. nóvember 2017 20:00 Macchiarini hafnar því að hafa blekkt Tómas Paulo Macchiarini segir að ígræðsla plastbarka hafi ekki verið fyrsti kostur þegar ákveðið var að framkvæma aðgerð á Andemariam Beyene. 5. desember 2017 19:32 Vísar niðurstöðu rektors Karolinska alfarið á bug Tómas Guðbjartsson segir að þær ákvarðanir sem hann hafi tekið í tengslum við plastbarkamálið hafi verið teknar í góðri trú. 26. júní 2018 10:21 HÍ beitir ekki viðurlögum vegna „aðfinnsluverðra vinnubragða“ Tómasar Þetta kemur fram í yfirlýsingu Jóns Atla Benediktssonar, rektors Háskóla Íslands, um lyktir könnunar á þætti prófessorsins, Tómasar Guðbjartssonar, í plastbarkamálinu. 5. apríl 2018 15:40 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Merhawit Baryamikael Tesfaslasesegir, ekkja Andemariams Beyene, mannsins sem gekkst undir plastbarkaígræðslu árið 2011 og lést tveimur og hálfu ári síðar, segir líf fjölskyldunnar eftir andlát eiginmannsins hafa verið afar erfitt. Í ítarlegu viðtali við Mannlíf lýsir hún því hvernig læknar hafi þrýst á Andemariam að gangast undir aðgerðina og að enginn frá Landspítalanum hafi haft samband við hana eftir útför hans. Eretríumaðurinn Andemariam Beyene gekkst undir plastbarkaígræðslu fyrstur manna þann 9. júní árið 2011 undir stjórn ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini. Andemariam greindist með krabbamein í barka þegar hann var búsettur á Íslandi þar sem hann stundaði meistaranám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Andemariam lést um tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina en að meðferð hans komu tveir íslenskir læknar, Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson.Segir lækna hafa þrýst á Andemariam Merhawit og Andemariam giftu sig árið 2008. Ári síðar, þegar Andemariam var fluttur tímabundið til Íslands í nám, greindist hann með krabbamein og segist Merhawit hafa saknað eiginmanns síns mjög á meðan á meðferðinni stóð. Hann hafi svo komið í mánaðarheimsókn til Erítreu sumarið 2010 og þar var ekki að sjá á honum að hann væri veikur, segir Merhawit í samtali við Mannlíf. Hún heldur því einnig fram að Andemariam hafi verið ágætlega haldinn alveg fram að aðgerðinni árið 2011.Sjá einnig: Tómas sagður á meðal þeirra sjö sem beri ábyrgð á vísindalegu misferli „Aðgerðin hafði aldrei verið gerð á lifandi manni og þess vegna var hann hræddur og vildi ekki fara í aðgerðina í fyrstu, en það var þrýst á hann. Læknarnir sögðu að ef hann færi í aðgerðina myndi hann lifa með gervibarkann í 8-10 ár. ,,Það er öruggt,“ sögðu þeir og ef hann vildi lifa og sjá börnin sín yrði hann að fara í þessa aðgerð. Þeir minntust aldrei á aðra möguleika við hann,“ segir Merhawit.Paolo Macchiarini starfaði við Karolinska í Stokkhólmi.Vísir/EPAErfiður tími á Íslandi Hún flutti með tvo syni þeirra hjóna, Brook og Nahom, til Íslands fimm mánuðum eftir að plastbarkinn var græddur í Andemariam. Þriðji sonurinn, Simon, fæddist stuttu síðar. Merhawit segir tímann á Íslandi hafa verið afar erfiðan og strax fyrstu mánuðina eftir aðgerðina fór heilsu Andemariam að hraka. „Ég var hrædd um hann daga og nætur. Hann fór til dæmis í sturtu og það leið yfir hann og hann var allur útataður í blóði. En Tómas læknir var til staðar fyrir okkur og var mjög hjálplegur.“Sjá einnig: Tómas vísar niðurstöðu rektors Karolinska alfarið á bug Árið 2013 var Andemariam mjög illa haldinn og dvaldi meira og minna á spítalanum. Hann lést á Karolinska-háskólasjúkrahúsinu í Svíþjóð þann 30. janúar 2014. Merhawit flaug frá Íslandi til Svíþjóðar og var við hlið eiginmannsins þegar hann lést. Fékk enga hjálp Mánuðurnir eftir andlát Andemariam voru mjög erfiðir, að sögn Merhawit. Hún fékk aðstoð frá vinum og nágrönnum en segir að enginn frá Landspítalanum hafi haft samband við sig í kjölfar andlátsins. „En enginn frá Landspítalanum hafði samband eftir að Andemariam lést, enginn. Ég fékk enga hjálp eða aðstoð og Tómas læknir hafði aldrei samband.“ Hún flutti frá Íslandi til Svíþjóðar eftir útför Andemariam og vinnur þar í grunnskóla. Samkvæmt svari Landspítala við fyrirspurn blaðamanns Mannlífs hefur ekki tekist að hafa uppi á Merhawit til að veita henni fjárhagsaðstoð svo hún geti leitað réttar síns. Hún segist ekki vera í felum og að það ætti ekki að vera vandamál að hafa uppi á henni. Í júní síðastliðnum sagði rektor Karolinska-háskólasjúkrahússins að Tómas Guðbjartsson væri einn af þeim sjö sem væru ábyrgir fyrir vísindalegu misferli í plastbarkamálinu. Tómas sagði niðurstöðu rektors sér afar þungbæra og gerði við hana alvarlegar athugasemdir. Viðtal Mannlífs við Merhawit má lesa í heild hér.
Heilbrigðismál Landspítalinn Plastbarkamálið Tengdar fréttir Alvarlegast að plastbarkamálið varði mannréttindasáttmálann: „Ber okkur öllum skylda til að læra af þessu hörmulega máli“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir örlög sjúklingsins það mikilvægasta í plastbarkamálinu. 10. nóvember 2017 20:00 Macchiarini hafnar því að hafa blekkt Tómas Paulo Macchiarini segir að ígræðsla plastbarka hafi ekki verið fyrsti kostur þegar ákveðið var að framkvæma aðgerð á Andemariam Beyene. 5. desember 2017 19:32 Vísar niðurstöðu rektors Karolinska alfarið á bug Tómas Guðbjartsson segir að þær ákvarðanir sem hann hafi tekið í tengslum við plastbarkamálið hafi verið teknar í góðri trú. 26. júní 2018 10:21 HÍ beitir ekki viðurlögum vegna „aðfinnsluverðra vinnubragða“ Tómasar Þetta kemur fram í yfirlýsingu Jóns Atla Benediktssonar, rektors Háskóla Íslands, um lyktir könnunar á þætti prófessorsins, Tómasar Guðbjartssonar, í plastbarkamálinu. 5. apríl 2018 15:40 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Alvarlegast að plastbarkamálið varði mannréttindasáttmálann: „Ber okkur öllum skylda til að læra af þessu hörmulega máli“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir örlög sjúklingsins það mikilvægasta í plastbarkamálinu. 10. nóvember 2017 20:00
Macchiarini hafnar því að hafa blekkt Tómas Paulo Macchiarini segir að ígræðsla plastbarka hafi ekki verið fyrsti kostur þegar ákveðið var að framkvæma aðgerð á Andemariam Beyene. 5. desember 2017 19:32
Vísar niðurstöðu rektors Karolinska alfarið á bug Tómas Guðbjartsson segir að þær ákvarðanir sem hann hafi tekið í tengslum við plastbarkamálið hafi verið teknar í góðri trú. 26. júní 2018 10:21
HÍ beitir ekki viðurlögum vegna „aðfinnsluverðra vinnubragða“ Tómasar Þetta kemur fram í yfirlýsingu Jóns Atla Benediktssonar, rektors Háskóla Íslands, um lyktir könnunar á þætti prófessorsins, Tómasar Guðbjartssonar, í plastbarkamálinu. 5. apríl 2018 15:40