Macchiarini hafnar því að hafa blekkt Tómas Atli Ísleifsson skrifar 5. desember 2017 19:32 Paulo Macchiarini. Vísir/afp Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hafnar skýringum Tómasar Guðbjartssonar læknis um að hafi hann hafi blekkt Tómas í aðdraganda plastbarkaígræðslu sem Erítreumaðurinn Andemariam Beyene gekkst undir í Stokkhólmi árið 2011. Macchiarini segir að ígræðsla plastbarka hafi ekki verið fyrsti kostur þegar ákveðið var að framkvæma aðgerð á Andemariam. Þetta kemur fram í frétt RÚV en rætt er við Macchiarini í fréttaskýringaþættinum Kveik sem sýndur verður í kvöld. Óháð rannsóknarnefnd, sem falið var að rannsaka aðkomu íslenskra lækna að plastbarkamálinu og skipuð var af rektor Háskóla Íslands og forstjóra Landspítalans, kynnti skýrslu sína í október síðastliðinn. Var þáttur læknanna í aðgerðinni skoðaður, sem og í meðferðinni eftir aðgerð og aðkomu þeirra að vísindagrein sem birtist í læknatímaritinu The Lancet.Tómas Guðbjartsson og Andemariam Beyene.Vísir/VilhelmSegir Macchiarini hafa blekkt sig Í svörum sínum til nefndarinnar sagði Tómas að Macchiarini hafi blekkt sig og að hann hafi ekki haft vitneskju um að ætlunin væri að græða plastbarka í Andemariam, sem sendur var frá Íslandi til meðferðar á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Macchiarini segir í samtali sínu við RÚV að Tómas segi þar ekki satt og rétt frá. Macchiarini kveðst hafa beðið Tómas um allar „nauðsynlegar mælingar á barkanum, svo hægt væri að gera ígræðslu, en það [hafi] alltaf [verið] plan B. Tómas vissi vel að við gætum reynt að fjarlægja æxlið og græða barkann saman, en ef það gengi ekki þá þyrftum við að gera eitthvað annað,“ segir Macchiarini í samtali við RÚV. Macchiarini gagnrýnir sömuleiðis að íslenska rannsóknarnefndin hafi ekki haft samband við sig og gefa sér færi á að segja sína hlið málsins. Í skýrslum sem gerðar hafa verið um plastbarkamálið hefur því ítrekað verið varpað fram að Macchiarini hafi orðið uppvís að því að sniðganga siðanefndir, blekkja háskólastofnanir og samlækna sína. Andemariam lést tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina, í janúar 2014. Plastbarkamálið Tengdar fréttir Alvarlegast að plastbarkamálið varði mannréttindasáttmálann: „Ber okkur öllum skylda til að læra af þessu hörmulega máli“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir örlög sjúklingsins það mikilvægasta í plastbarkamálinu. 10. nóvember 2017 20:00 Blekkingameistarinn Paolo Macchiarini Ferill ítalska skurðlæknisins Paolos Macchiarini innan og utan vinnustaða hans er ævintýrum líkastur. Plastbarkamisferli hans batt enda á það ævintýri. 11. nóvember 2017 13:30 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira
Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hafnar skýringum Tómasar Guðbjartssonar læknis um að hafi hann hafi blekkt Tómas í aðdraganda plastbarkaígræðslu sem Erítreumaðurinn Andemariam Beyene gekkst undir í Stokkhólmi árið 2011. Macchiarini segir að ígræðsla plastbarka hafi ekki verið fyrsti kostur þegar ákveðið var að framkvæma aðgerð á Andemariam. Þetta kemur fram í frétt RÚV en rætt er við Macchiarini í fréttaskýringaþættinum Kveik sem sýndur verður í kvöld. Óháð rannsóknarnefnd, sem falið var að rannsaka aðkomu íslenskra lækna að plastbarkamálinu og skipuð var af rektor Háskóla Íslands og forstjóra Landspítalans, kynnti skýrslu sína í október síðastliðinn. Var þáttur læknanna í aðgerðinni skoðaður, sem og í meðferðinni eftir aðgerð og aðkomu þeirra að vísindagrein sem birtist í læknatímaritinu The Lancet.Tómas Guðbjartsson og Andemariam Beyene.Vísir/VilhelmSegir Macchiarini hafa blekkt sig Í svörum sínum til nefndarinnar sagði Tómas að Macchiarini hafi blekkt sig og að hann hafi ekki haft vitneskju um að ætlunin væri að græða plastbarka í Andemariam, sem sendur var frá Íslandi til meðferðar á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Macchiarini segir í samtali sínu við RÚV að Tómas segi þar ekki satt og rétt frá. Macchiarini kveðst hafa beðið Tómas um allar „nauðsynlegar mælingar á barkanum, svo hægt væri að gera ígræðslu, en það [hafi] alltaf [verið] plan B. Tómas vissi vel að við gætum reynt að fjarlægja æxlið og græða barkann saman, en ef það gengi ekki þá þyrftum við að gera eitthvað annað,“ segir Macchiarini í samtali við RÚV. Macchiarini gagnrýnir sömuleiðis að íslenska rannsóknarnefndin hafi ekki haft samband við sig og gefa sér færi á að segja sína hlið málsins. Í skýrslum sem gerðar hafa verið um plastbarkamálið hefur því ítrekað verið varpað fram að Macchiarini hafi orðið uppvís að því að sniðganga siðanefndir, blekkja háskólastofnanir og samlækna sína. Andemariam lést tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina, í janúar 2014.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Alvarlegast að plastbarkamálið varði mannréttindasáttmálann: „Ber okkur öllum skylda til að læra af þessu hörmulega máli“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir örlög sjúklingsins það mikilvægasta í plastbarkamálinu. 10. nóvember 2017 20:00 Blekkingameistarinn Paolo Macchiarini Ferill ítalska skurðlæknisins Paolos Macchiarini innan og utan vinnustaða hans er ævintýrum líkastur. Plastbarkamisferli hans batt enda á það ævintýri. 11. nóvember 2017 13:30 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira
Alvarlegast að plastbarkamálið varði mannréttindasáttmálann: „Ber okkur öllum skylda til að læra af þessu hörmulega máli“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir örlög sjúklingsins það mikilvægasta í plastbarkamálinu. 10. nóvember 2017 20:00
Blekkingameistarinn Paolo Macchiarini Ferill ítalska skurðlæknisins Paolos Macchiarini innan og utan vinnustaða hans er ævintýrum líkastur. Plastbarkamisferli hans batt enda á það ævintýri. 11. nóvember 2017 13:30