Maðurinn hélt á leikfangabyssu þegar hann var skotinn til bana Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. ágúst 2018 07:02 Lögreglumennirnir þrír segjast hafa talið leikfangabyssuna vera hríðskotabyssu. Vísir/Getty Sænska lögreglan skaut tvítugan mann með Downs-heilkenni og einhverfu til bana aðfaranótt fimmtudags. Erik Torrell á að hafa haldið á leikfangabyssu þegar lögreglu bar að garði og að minnsta kosti þrír lögreglumenn hleyptu af og hæfðu hann við Norrbackagatan í Vasastan. Þeir bera fyrir sig að hafa talið leikfangabyssuna vera hríðskotabyssu og segja að maðurinn hafi verið ógnandi. Faðir Erics Torrell sagði í samtali við Aftonbladet að sér þyki málflutningur lögreglunnar ekki trúverðugur því hann viti fullvel hvernig leikfangabyssan leit út. Raunar sé hann hneykslaður og undrandi á sænsku lögreglunni. „Þeir fullyrða að þetta hafi verið eftirlíking byssu en það er ekki rétt. Þetta var leikfangabyssa fyrir fimm ára krakka,“ segir faðir Erics Torell. Leikfangabyssan hafi bæði verið úr plasti og afar ódýr.Pappan frågade polis efter Eric – då fick han dödsbeskedet.https://t.co/61BxW6O5Gq pic.twitter.com/8BRN8hKTrE— Expressen (@Expressen) August 2, 2018 Áður en lögreglan var kölluð út vegna Torrells hafði hann strokið af heimili föður síns. Foreldrarnir segja að hann hafi átt það til að strjúka af heimilum sínum og vistunarúrræðum. Torell er tvítugur en Katarina Söderberg segir að samkvæmt mati lækna sé hann með þroska á við þriggja ára barn. Lögreglan í Stokkhólmi var kölluð út laust fyrir klukkan fjögur að staðartíma vegna ábendinga um að vopnaður maður gengi laus í hverfinu. Í frétt Expressen kemur fram að rannsókn sé hafin á því hvort lögreglumennirnir hafi gerst brotlegir í starfi. Tengdar fréttir Lögregla í Stokkhólmi skaut mann með Downs-heilkenni til bana Þrír lögreglumenn í Stokkhólmi skutu í nótt tvítugan mann með leikfangabyssu í hönd til bana í hverfinu Vasastan. 2. ágúst 2018 14:57 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Sænska lögreglan skaut tvítugan mann með Downs-heilkenni og einhverfu til bana aðfaranótt fimmtudags. Erik Torrell á að hafa haldið á leikfangabyssu þegar lögreglu bar að garði og að minnsta kosti þrír lögreglumenn hleyptu af og hæfðu hann við Norrbackagatan í Vasastan. Þeir bera fyrir sig að hafa talið leikfangabyssuna vera hríðskotabyssu og segja að maðurinn hafi verið ógnandi. Faðir Erics Torrell sagði í samtali við Aftonbladet að sér þyki málflutningur lögreglunnar ekki trúverðugur því hann viti fullvel hvernig leikfangabyssan leit út. Raunar sé hann hneykslaður og undrandi á sænsku lögreglunni. „Þeir fullyrða að þetta hafi verið eftirlíking byssu en það er ekki rétt. Þetta var leikfangabyssa fyrir fimm ára krakka,“ segir faðir Erics Torell. Leikfangabyssan hafi bæði verið úr plasti og afar ódýr.Pappan frågade polis efter Eric – då fick han dödsbeskedet.https://t.co/61BxW6O5Gq pic.twitter.com/8BRN8hKTrE— Expressen (@Expressen) August 2, 2018 Áður en lögreglan var kölluð út vegna Torrells hafði hann strokið af heimili föður síns. Foreldrarnir segja að hann hafi átt það til að strjúka af heimilum sínum og vistunarúrræðum. Torell er tvítugur en Katarina Söderberg segir að samkvæmt mati lækna sé hann með þroska á við þriggja ára barn. Lögreglan í Stokkhólmi var kölluð út laust fyrir klukkan fjögur að staðartíma vegna ábendinga um að vopnaður maður gengi laus í hverfinu. Í frétt Expressen kemur fram að rannsókn sé hafin á því hvort lögreglumennirnir hafi gerst brotlegir í starfi.
Tengdar fréttir Lögregla í Stokkhólmi skaut mann með Downs-heilkenni til bana Þrír lögreglumenn í Stokkhólmi skutu í nótt tvítugan mann með leikfangabyssu í hönd til bana í hverfinu Vasastan. 2. ágúst 2018 14:57 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Lögregla í Stokkhólmi skaut mann með Downs-heilkenni til bana Þrír lögreglumenn í Stokkhólmi skutu í nótt tvítugan mann með leikfangabyssu í hönd til bana í hverfinu Vasastan. 2. ágúst 2018 14:57