Bjóða Löfven á fund til að ræða stuðning við hægristjórn Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2018 08:33 Ebba Busch Thor, leiðtogi Kristilegra demókrata, Ulf Kristersson, leiðtogi hægriflokksins Moderaterna, Jan Björklund, leiðtogi Frjálslyndra, og Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins. Vísir/Getty Leiðtogar borgaralegu flokkanna í Svíþjóð hafa boðið Stefan Löfven, forsætisráðherra og leiðtoga Jafnaðarmanna, til fundar til að ræða mögulegan stuðning við myndun ríkisstjórnar bandalags borgaralegu flokkanna. Sá stuðningum myndi fela í sér að Jafnaðarmenn myndu verja stjórnina falli. Frá þessu greina þau Ulf Kristersson, leiðtogi hægriflokksins Moderaterna, Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins, Ebba Busch Thor, leiðtogi Kristilegra demókrata og Jan Björklund, leiðtogi Frjálslyndra, í grein sem birtist í Dagens Nyheter í dag. Leiðtogarnir hafa boðað til blaðamannafundar vegna þessa boðs klukkan 9 að íslenskum tíma. Í greininni skrifa leiðtogarnir að rauðgrænu flokkarnir séu nú með tvo þingmenn umfram borgaralegu flokkana, en að stjórnarflokkarnir – Jafnaðarmenn og Græningjar – hafi fengið færri atkvæði og að því séu borgaralegu flokkarnir stærstir og eigi að mynda nýja ríkisstjórn. Erfið staða er uppi í sænskum stjórnmálum eftir að hvorug stóru fylkinganna náði meirihluta á þingi og Svíþjóðardemókratar, sem reka harða stefnu í innflytjendamálum, náðu um 18 prósent atkvæða.Ræða mikilvæg mál Borgaralegu flokkarnir stefna að því að mynda stjórn en segjast leiðtogar þeirra hafa ákveðið að bjóða Löfven til samtals til að ræða samstarf milli blokkanna þegar kemur að mikilvægum málum. Nefna leiðtogar borgaralegu flokkanna sérstaklega innflytjendamál, húsnæðismál, málefni eldri borgara og öryggis- og varnarpólitík. Endanleg úrslit liggja enn ekki fyrir en þau Kristersson, Lööf, Busch Thor og Björklund segja að þau muni áfram leita stuðnings Löfven, verði endanleg niðurstaða kosninganna sú að borgaralegu flokkarnir hafi náð fleiri þingsætum en rauðgræna blokkin. Þeir séu hins vegar ekki reiðubúnir að vera veita Svíþjóðardemókrötum eða Vinstriflokknum áhrif.Tilnefna nýjan þingforseta Þing kemur saman þann 24. september næstkomandi og segjast leiðtogar borgaralegu flokkarnir ætla að kanna stuðning við sitjandi stjórn við fyrsta tækifæri, hafi Löfven þá ekki þegar sagt af sér. Ætli þeir sameiginlega sér að tilnefna nýjan þingforseta, en það er þingforseti sem tilnefnir svo forsætisráðherra sem þingið greiðir atkvæði um. Löfven eða Jafnaðarmenn hafa enn ekki tjáð sig um þetta boð leiðtoga borgaralegu flokkanna. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Svíar opnir fyrir því að kasta gömlu blokkapólitíkinni Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum. 11. september 2018 14:03 Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00 Löfven segir úrslitin vera dauða blokkapólitíkurinnar Sagði ekki af sér líkt og formaður Modertana hafði kallað eftir. 9. september 2018 22:47 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Sjá meira
Leiðtogar borgaralegu flokkanna í Svíþjóð hafa boðið Stefan Löfven, forsætisráðherra og leiðtoga Jafnaðarmanna, til fundar til að ræða mögulegan stuðning við myndun ríkisstjórnar bandalags borgaralegu flokkanna. Sá stuðningum myndi fela í sér að Jafnaðarmenn myndu verja stjórnina falli. Frá þessu greina þau Ulf Kristersson, leiðtogi hægriflokksins Moderaterna, Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins, Ebba Busch Thor, leiðtogi Kristilegra demókrata og Jan Björklund, leiðtogi Frjálslyndra, í grein sem birtist í Dagens Nyheter í dag. Leiðtogarnir hafa boðað til blaðamannafundar vegna þessa boðs klukkan 9 að íslenskum tíma. Í greininni skrifa leiðtogarnir að rauðgrænu flokkarnir séu nú með tvo þingmenn umfram borgaralegu flokkana, en að stjórnarflokkarnir – Jafnaðarmenn og Græningjar – hafi fengið færri atkvæði og að því séu borgaralegu flokkarnir stærstir og eigi að mynda nýja ríkisstjórn. Erfið staða er uppi í sænskum stjórnmálum eftir að hvorug stóru fylkinganna náði meirihluta á þingi og Svíþjóðardemókratar, sem reka harða stefnu í innflytjendamálum, náðu um 18 prósent atkvæða.Ræða mikilvæg mál Borgaralegu flokkarnir stefna að því að mynda stjórn en segjast leiðtogar þeirra hafa ákveðið að bjóða Löfven til samtals til að ræða samstarf milli blokkanna þegar kemur að mikilvægum málum. Nefna leiðtogar borgaralegu flokkanna sérstaklega innflytjendamál, húsnæðismál, málefni eldri borgara og öryggis- og varnarpólitík. Endanleg úrslit liggja enn ekki fyrir en þau Kristersson, Lööf, Busch Thor og Björklund segja að þau muni áfram leita stuðnings Löfven, verði endanleg niðurstaða kosninganna sú að borgaralegu flokkarnir hafi náð fleiri þingsætum en rauðgræna blokkin. Þeir séu hins vegar ekki reiðubúnir að vera veita Svíþjóðardemókrötum eða Vinstriflokknum áhrif.Tilnefna nýjan þingforseta Þing kemur saman þann 24. september næstkomandi og segjast leiðtogar borgaralegu flokkarnir ætla að kanna stuðning við sitjandi stjórn við fyrsta tækifæri, hafi Löfven þá ekki þegar sagt af sér. Ætli þeir sameiginlega sér að tilnefna nýjan þingforseta, en það er þingforseti sem tilnefnir svo forsætisráðherra sem þingið greiðir atkvæði um. Löfven eða Jafnaðarmenn hafa enn ekki tjáð sig um þetta boð leiðtoga borgaralegu flokkanna.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Svíar opnir fyrir því að kasta gömlu blokkapólitíkinni Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum. 11. september 2018 14:03 Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00 Löfven segir úrslitin vera dauða blokkapólitíkurinnar Sagði ekki af sér líkt og formaður Modertana hafði kallað eftir. 9. september 2018 22:47 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Sjá meira
Svíar opnir fyrir því að kasta gömlu blokkapólitíkinni Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum. 11. september 2018 14:03
Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00
Löfven segir úrslitin vera dauða blokkapólitíkurinnar Sagði ekki af sér líkt og formaður Modertana hafði kallað eftir. 9. september 2018 22:47